„Gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 2. október 2022 07:00 Arnrún segir mikla óreiðu á leikskólanum sem geri starfið mun erfiðara. Ekki síst þegar verið er að taka á móti nýjum hópum nemenda. Arnrún María Magnúsdóttir Leikskólakennari í Brákarborg gagnrýnir vinnubrögð borgarinnar við flutning í nýtt húsnæði. Leikskólakennarar hafi flutt í húsnæðið, reynt að taka það helsta upp úr kössum og hafið aðlögun nýrra nemenda á sama tíma. Framkvæmdir séu enn í fullum gangi og efast hún um að skrifstofufólk borgarinnar myndi láta bjóða sér slíkar vinnuaðstæður. Arnrún María Magnúsdóttir er leikskólakennari í Brákarborg, leikskólanum sem flutti nú í ágúst í nýtt húsnæði að Kleppsvegi 150-152. Arnrún er í veikindaleyfi vegna kulnunar en í vikunni sem leið treysti hún sér loksins að heimsækja börn og vinnufélaga í nýja húsnæðið og á ekki orð yfir aðstæðunum sem leikskólastarfi er boðið upp á. Arnrún María óttast að skipulagsleysið og undanþágurnar muni valda að lokum slysum. Framkvæmdir eru enn í fullum gangi með tilheyrandi vinnuvélum. Hér má sjá leikskólabarn á leið heim úr leikskólanum að fylgjast með gröfu á leikskólalóðinni.Arnrún María Magnúsdóttir „Gilda ekki sömu reglur um vinnueftirlit, heilbrigði og öryggi á vinnustað í leikskólum? Er endalaust hægt að gera undanþágur og frestanir þar til allt fer á versta veg og slysin gerast?“ spyr Arnrún í Facebook-færslu sinni sem hún ritaði eftir að hún sá að leikskólinn hafði hlotið hina svokölluðu Grænu skóflu í gær. Það eru verðlaun fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum og tók borgarstjóri á móti verðlaununum. Aðlögun innan um iðnaðarmenn Borgin umbreytti húsnæðinu sem áður hýsti meðal annars verslunina Adam og Evu. Langir biðlistar í leikskóla sköpuðu mikinn þrýsting á borgaryfirvöld síðla sumars eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Allt var gert til að flýta fyrir að hægt væri að hefja leikskólastarf og var leikskólinn opnaður upp úr miðjum ágúst en eins og Arnrún bendir á þá var leikskólinn langt frá því að vera tilbúinn. Á myndum sem Arnrún tók má sjá að ekki er búið að koma öllu dóti fyrir, nokkur óreiða er á leikskólanum og enn eru iðnaðarmenn að störfum. Hér má sjá salernisaðstöðu sem er ókláruð og skrifstofu inni á leikskólanum. Í samtali við fréttastofu segir Arnrún leikskólastarfsmönnum ekki hafa verið gefinn tími til skipulags á leikskólanum áður en börnin voru færð úr gamla húsnæði leikskólans. Þau hafi fengið eina kvöldstund til þess að flytja allt dót á milli húsnæða. „Skólinn er engan veginn tilbúinn til að taka á móti fjölda nemenda, slysagildrur leynast víða og iðnaðarmenn að störfum alls staðar með tilheyrandi ónæði. Samt sem áður er aðlögun nýrra barna númer tvö komin vel á veg og kennarar ekki einu sinni búnir að taka upp úr kössum eftir flutning. Í alvörunni, mér þykir afar ólíklegt að nokkur sem starfar á skrifstofum borgarinnar myndi láta bjóða sér þessar vinnuaðstæður,“ segir Arnrún. Skilar skömminni til borgarinnar Eins og áður sagði er Arnrún í veikindaleyfi og hún óttast að þeim fjölgi sem enda þannig ef komið er svona fram við starfsmenn. Með því að benda á þessar starfsaðstæður í Brákarborg vill hún skila skömminni til Reykjavíkurborgar. Arnrún lýkur færslu sinni á Facebook með þessum orðum: „Opnum augun, gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út eða enda í örmagna kulnun líkt og þessi sem þetta ritar." Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Arnrún María Magnúsdóttir er leikskólakennari í Brákarborg, leikskólanum sem flutti nú í ágúst í nýtt húsnæði að Kleppsvegi 150-152. Arnrún er í veikindaleyfi vegna kulnunar en í vikunni sem leið treysti hún sér loksins að heimsækja börn og vinnufélaga í nýja húsnæðið og á ekki orð yfir aðstæðunum sem leikskólastarfi er boðið upp á. Arnrún María óttast að skipulagsleysið og undanþágurnar muni valda að lokum slysum. Framkvæmdir eru enn í fullum gangi með tilheyrandi vinnuvélum. Hér má sjá leikskólabarn á leið heim úr leikskólanum að fylgjast með gröfu á leikskólalóðinni.Arnrún María Magnúsdóttir „Gilda ekki sömu reglur um vinnueftirlit, heilbrigði og öryggi á vinnustað í leikskólum? Er endalaust hægt að gera undanþágur og frestanir þar til allt fer á versta veg og slysin gerast?“ spyr Arnrún í Facebook-færslu sinni sem hún ritaði eftir að hún sá að leikskólinn hafði hlotið hina svokölluðu Grænu skóflu í gær. Það eru verðlaun fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum og tók borgarstjóri á móti verðlaununum. Aðlögun innan um iðnaðarmenn Borgin umbreytti húsnæðinu sem áður hýsti meðal annars verslunina Adam og Evu. Langir biðlistar í leikskóla sköpuðu mikinn þrýsting á borgaryfirvöld síðla sumars eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum. Allt var gert til að flýta fyrir að hægt væri að hefja leikskólastarf og var leikskólinn opnaður upp úr miðjum ágúst en eins og Arnrún bendir á þá var leikskólinn langt frá því að vera tilbúinn. Á myndum sem Arnrún tók má sjá að ekki er búið að koma öllu dóti fyrir, nokkur óreiða er á leikskólanum og enn eru iðnaðarmenn að störfum. Hér má sjá salernisaðstöðu sem er ókláruð og skrifstofu inni á leikskólanum. Í samtali við fréttastofu segir Arnrún leikskólastarfsmönnum ekki hafa verið gefinn tími til skipulags á leikskólanum áður en börnin voru færð úr gamla húsnæði leikskólans. Þau hafi fengið eina kvöldstund til þess að flytja allt dót á milli húsnæða. „Skólinn er engan veginn tilbúinn til að taka á móti fjölda nemenda, slysagildrur leynast víða og iðnaðarmenn að störfum alls staðar með tilheyrandi ónæði. Samt sem áður er aðlögun nýrra barna númer tvö komin vel á veg og kennarar ekki einu sinni búnir að taka upp úr kössum eftir flutning. Í alvörunni, mér þykir afar ólíklegt að nokkur sem starfar á skrifstofum borgarinnar myndi láta bjóða sér þessar vinnuaðstæður,“ segir Arnrún. Skilar skömminni til borgarinnar Eins og áður sagði er Arnrún í veikindaleyfi og hún óttast að þeim fjölgi sem enda þannig ef komið er svona fram við starfsmenn. Með því að benda á þessar starfsaðstæður í Brákarborg vill hún skila skömminni til Reykjavíkurborgar. Arnrún lýkur færslu sinni á Facebook með þessum orðum: „Opnum augun, gerum eitthvað af viti áður en allir leikskólakennarar ganga út eða enda í örmagna kulnun líkt og þessi sem þetta ritar."
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira