Vill kanna hvort borgin geti haldið úti næturstrætó innan borgarmarkanna Atli Ísleifsson skrifar 18. október 2022 14:28 Alexandra Briem, varaformaður stjórnar Strætó, segir það vera öryggismál að tryggja rekstur næturstrætó og að leysa fráflæðisvanda í miðborginni um helgar. Vísir/Vilhelm Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata og varaformaður stjórnar Strætó, segir það hundleiðinlegt að Strætó hafi ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Hún vilji þó kanna hvort borgin gæti mögulega sjálf haldi úti slíkum akstri á slíkum leiðum innan borgarmarkanna. Greint var frá því í morgun að Strætó hefði ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Var það gefið upp sem ástæða að farþegafjöldinn á leiðunum hafi ekki verið jafn mikill og búist var við. „Næturstrætó var tilraunaverkefni í sumar og út september, og reyndar aðeins inn í október, en það var ekki fjármagnað. Í ljósi þess að það fékkst ekki auka fjármagn fyrir þessu Strætómegin þá var ekki hægt að halda því áfram. Hvað Strætó varðar þá skil ég að þessi ákvörðun var nauðsynleg, en hvað Reykjavíkurborg varðar þá viljum við skoða það mjög vel hvort að ekki sé hægt að halda þessu áfram á þeim leiðum sem eru á okkar vegum ef svo má segja,“ segir Alexandra. Um sé að ræða bæði öryggismál og leið til að bæta fráflæðisvanda í miðborginni. Rekstur Strætó hefur verið þungur síðustu misserin.Vísir/Vilhelm Ætla að „koma á næturstrætó“ „Við ætlum að koma á næturstrætó,“ stendur skýrum stöfum í samstarfssáttmála Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík sem kynntur var í júní. „Ég geri ráð fyrir að við viljum finna peninga fyrir þessu, en áður en við fáum eitthvað formlega samþykkt þá get ég ekki lofað neinu. Ég væri þó ekki að segja þetta út á við nema að mér þætti þetta sennilegt,“ segir Alexandra. Í tilkynningunni sem Strætó sendi á fjölmiða í morgun sagði að í septembermánuði hafi að meðaltali fjórtán til sextán farþegar verið í hverri ferð. Um hverja helgi væru rétt rúmlega þrjú hundruð farþegar sem nýttu sér þjónustuna. Höfðu vonir staðið til að farþegar yrðu fleiri en það. Strætó Reykjavík Borgarstjórn Næturlíf Samgöngur Tengdar fréttir Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Greint var frá því í morgun að Strætó hefði ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Var það gefið upp sem ástæða að farþegafjöldinn á leiðunum hafi ekki verið jafn mikill og búist var við. „Næturstrætó var tilraunaverkefni í sumar og út september, og reyndar aðeins inn í október, en það var ekki fjármagnað. Í ljósi þess að það fékkst ekki auka fjármagn fyrir þessu Strætómegin þá var ekki hægt að halda því áfram. Hvað Strætó varðar þá skil ég að þessi ákvörðun var nauðsynleg, en hvað Reykjavíkurborg varðar þá viljum við skoða það mjög vel hvort að ekki sé hægt að halda þessu áfram á þeim leiðum sem eru á okkar vegum ef svo má segja,“ segir Alexandra. Um sé að ræða bæði öryggismál og leið til að bæta fráflæðisvanda í miðborginni. Rekstur Strætó hefur verið þungur síðustu misserin.Vísir/Vilhelm Ætla að „koma á næturstrætó“ „Við ætlum að koma á næturstrætó,“ stendur skýrum stöfum í samstarfssáttmála Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík sem kynntur var í júní. „Ég geri ráð fyrir að við viljum finna peninga fyrir þessu, en áður en við fáum eitthvað formlega samþykkt þá get ég ekki lofað neinu. Ég væri þó ekki að segja þetta út á við nema að mér þætti þetta sennilegt,“ segir Alexandra. Í tilkynningunni sem Strætó sendi á fjölmiða í morgun sagði að í septembermánuði hafi að meðaltali fjórtán til sextán farþegar verið í hverri ferð. Um hverja helgi væru rétt rúmlega þrjú hundruð farþegar sem nýttu sér þjónustuna. Höfðu vonir staðið til að farþegar yrðu fleiri en það.
Strætó Reykjavík Borgarstjórn Næturlíf Samgöngur Tengdar fréttir Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33