Bróðir Jóns segir Ingu og Guðmund vera siðblind Bjarki Sigurðsson skrifar 21. október 2022 07:03 Jón Hjaltason vill fá afsökunarbeiðni og ýtir bróðir hans undir það. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Hjaltason, bróðir Jóns Hjaltasonar, segir Ingu Sæland og Guðmund Inga Kristinsson vera siðblind. Þorsteini finnst furðulegt að enginn hafi beðið bróður hans afsökunar. Greint var frá því fyrir tveimur vikum síðan að Jón Hjaltason, frambjóðandi Flokks fólksins á Akureyri, krefðist afsökunarbeiðni frá Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, Guðmundi Inga Kristinssyni, varaformanni flokksins, og þremur frambjóðendum flokksins, þeim Málfríði Þórðardóttur, Tinnu Guðmundsdóttur og Hannesínu Scheving Virgild Chester, fyrir að hafa sakað sig um andlegt ofbeldi og ýjað að því að hann hafi áreitt konurnar kynferðislega. Engin afsökunarbeiðni hefur borist en Jón, sem sat í þriðja sæti á lista Flokks fólksins á Akureyri í síðustu sveitarstjórnarkosningum, og Brynjólfur Ingvarsson, oddviti flokksins, hafa sagt sig úr Flokki fólksins. Brynjólfur situr nú í bæjarstjórn Akureyrar utan flokka og gegnir Jón nefndarstörfum einnig utan flokka. Þorsteinn Hjaltason er bróðir Jóns Hjaltasonar. Í grein sem Þorsteinn Hjaltason, bróðir Jóns, ritar í Morgunblaðið í dag rekur hann forsögu málsins. Hann segir allar þær ásakanir sem forysta flokksins og konurnar þrjár hafa gefið út vera afar óljósar. „Í sex daga var fjallað um málið og þessir tveir engdust við að reyna að verja sig gegn alvarlegum ásökunum en svo óljósum að erfitt var að henda reiður á málinu og bera hönd fyrir höfuð sér. Þá loks 19. september héldu konurnar fréttamannafund og sögðu að Brynjólfur og Jón hefðu ekki beitt þær kynferðislegri áreitni, þeir væru saklausir af því. Þetta sögðu þær án þess að sýna nokkurn vott af iðrun yfir því að hafa valdið því, að allir fjölmiðlar og samfélagsmiðlar landsins fjölluðu um þessar ásakanir á hendur þeim Jóni og Brynjólfi,“ skrifar Þorsteinn. Þorsteinn gagnrýnir að á fundinum hafi konurnar ekki verið krafðar skýringa á orðum sínum. Þá heimtar hann afsökunarbeiðni fyrir hönd bróður sín. Líkt og Þorsteinn bendir á í grein sinni hefur Guðmundur Ingi sagst hvorki ætla að biðjast afsökunar á einu né neinu. Ef mennirnir vilji segja sig úr flokknum sé það þeirra mál. „Varaformaður og formaður Flokks fólksins sjá ekkert athugavert við þessa hegðun, þeir eru blindir á góða siði, þ.e. virðast siðblindir. Slíkt smitast yfirleitt niður til undirsátanna eins og þekkt er, því ella fá þeir ekki að vera með. Ég held hins vegar að flestir aðrir sjái, að þessi framkoma er alls ekki við hæfi,“ skrifar Þorsteinn. Hann sakar konurnar þrjár um að misbeita „heilögu vopni“ sem #MeToo-bylgjan hafi fært þeim. „Vopnið er heilagt og ber að koma fram við það af virðingu. Það er grafalvarlegt mál þegar það er vanhelgað og slævt, og spellvirki unnin á því, með að misnota það eins og gert var í þessu máli, þegar það var notað af valdagræðgi og yfirgangi við pólitískar hreinsanir í Flokki fólksins,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir Ingu, Guðmund og fleiri mega skammast sín niður í lægstu læðir. Þá fordæmir hann framferði kvennanna harðlega. Flokkur fólksins Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Akureyri MeToo Tengdar fréttir Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52 Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Karlagrobb Hjörleifs einungis brandari Jón Hjaltason segir allar ásakanir um andlegt ofbeldi sem konur í forystu Flokks fólksins hafa sakað hann og Brynjólf Ingvarsson um vera hreinan uppspuna. Hann segir konurnar fara ítrekað með rangfærslur. Þá segir hann kynferðislega áreitni Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar hafa verið brandara. 20. september 2022 09:47 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Greint var frá því fyrir tveimur vikum síðan að Jón Hjaltason, frambjóðandi Flokks fólksins á Akureyri, krefðist afsökunarbeiðni frá Ingu Sæland, formanni Flokks fólksins, Guðmundi Inga Kristinssyni, varaformanni flokksins, og þremur frambjóðendum flokksins, þeim Málfríði Þórðardóttur, Tinnu Guðmundsdóttur og Hannesínu Scheving Virgild Chester, fyrir að hafa sakað sig um andlegt ofbeldi og ýjað að því að hann hafi áreitt konurnar kynferðislega. Engin afsökunarbeiðni hefur borist en Jón, sem sat í þriðja sæti á lista Flokks fólksins á Akureyri í síðustu sveitarstjórnarkosningum, og Brynjólfur Ingvarsson, oddviti flokksins, hafa sagt sig úr Flokki fólksins. Brynjólfur situr nú í bæjarstjórn Akureyrar utan flokka og gegnir Jón nefndarstörfum einnig utan flokka. Þorsteinn Hjaltason er bróðir Jóns Hjaltasonar. Í grein sem Þorsteinn Hjaltason, bróðir Jóns, ritar í Morgunblaðið í dag rekur hann forsögu málsins. Hann segir allar þær ásakanir sem forysta flokksins og konurnar þrjár hafa gefið út vera afar óljósar. „Í sex daga var fjallað um málið og þessir tveir engdust við að reyna að verja sig gegn alvarlegum ásökunum en svo óljósum að erfitt var að henda reiður á málinu og bera hönd fyrir höfuð sér. Þá loks 19. september héldu konurnar fréttamannafund og sögðu að Brynjólfur og Jón hefðu ekki beitt þær kynferðislegri áreitni, þeir væru saklausir af því. Þetta sögðu þær án þess að sýna nokkurn vott af iðrun yfir því að hafa valdið því, að allir fjölmiðlar og samfélagsmiðlar landsins fjölluðu um þessar ásakanir á hendur þeim Jóni og Brynjólfi,“ skrifar Þorsteinn. Þorsteinn gagnrýnir að á fundinum hafi konurnar ekki verið krafðar skýringa á orðum sínum. Þá heimtar hann afsökunarbeiðni fyrir hönd bróður sín. Líkt og Þorsteinn bendir á í grein sinni hefur Guðmundur Ingi sagst hvorki ætla að biðjast afsökunar á einu né neinu. Ef mennirnir vilji segja sig úr flokknum sé það þeirra mál. „Varaformaður og formaður Flokks fólksins sjá ekkert athugavert við þessa hegðun, þeir eru blindir á góða siði, þ.e. virðast siðblindir. Slíkt smitast yfirleitt niður til undirsátanna eins og þekkt er, því ella fá þeir ekki að vera með. Ég held hins vegar að flestir aðrir sjái, að þessi framkoma er alls ekki við hæfi,“ skrifar Þorsteinn. Hann sakar konurnar þrjár um að misbeita „heilögu vopni“ sem #MeToo-bylgjan hafi fært þeim. „Vopnið er heilagt og ber að koma fram við það af virðingu. Það er grafalvarlegt mál þegar það er vanhelgað og slævt, og spellvirki unnin á því, með að misnota það eins og gert var í þessu máli, þegar það var notað af valdagræðgi og yfirgangi við pólitískar hreinsanir í Flokki fólksins,“ segir Þorsteinn. Þorsteinn segir Ingu, Guðmund og fleiri mega skammast sín niður í lægstu læðir. Þá fordæmir hann framferði kvennanna harðlega.
Flokkur fólksins Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Akureyri MeToo Tengdar fréttir Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52 Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53 Karlagrobb Hjörleifs einungis brandari Jón Hjaltason segir allar ásakanir um andlegt ofbeldi sem konur í forystu Flokks fólksins hafa sakað hann og Brynjólf Ingvarsson um vera hreinan uppspuna. Hann segir konurnar fara ítrekað með rangfærslur. Þá segir hann kynferðislega áreitni Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar hafa verið brandara. 20. september 2022 09:47 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Þrjár konur í Flokki fólksins stíga fram og lýsa óásættanlegri framkomu í sinn garð Þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, sem allar hafa starfað í Flokki fólksins á Akureyri, hafa nú stigið fram og lýst lítilsvirðandi framkomu í sinn garð og í sumum tilfellum kynferðislegri áreitni. 13. september 2022 10:52
Hafna alfarið ásökunum um einelti og kynferðislegt áreiti Atburðarásin hefur verið hröð í röðum Flokks fólksins í morgun og virðist starf flokksins á Akureyri í algjöru uppnámi. Jón Hjaltason sem skipar þriðja sæti listans segir ásakanir sem fram hafa komið í morgun mannorðsskemmandi og tilhæfulausar. 13. september 2022 12:53
Karlagrobb Hjörleifs einungis brandari Jón Hjaltason segir allar ásakanir um andlegt ofbeldi sem konur í forystu Flokks fólksins hafa sakað hann og Brynjólf Ingvarsson um vera hreinan uppspuna. Hann segir konurnar fara ítrekað með rangfærslur. Þá segir hann kynferðislega áreitni Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar hafa verið brandara. 20. september 2022 09:47