Tilefnislaus árás á unglingsstráka: Drógu upp kylfu og létu höggin dynja Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2022 12:21 Drengirnir voru á rafhlaupahjóli þegar ráðist var á þá. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Ráðist var á tvo unglingsstráka sem voru á rafhlaupahjóli í Kópavogi í gær. Árásarmennirnir króuðu þá af og eru taldir drengir á svipuðu reki. Lögreglan er með málið til skoðunar en meiðsl voru ekki alvarleg. Þórður H. Þórarinsson, faðir annars drengsins, greinir frá málinu á Facebook. Hann segir í samtali við fréttastofu að drengirnir hafi verið á leið heim úr bíó þegar ráðist var á þá við gatnamót Fífuhvammsvegar og Hlíðardalsvegar. Þeir kannast ekkert við árásarmennina. „Þeir eru á hlaupahjóli og eru að keyra fram hjá sjoppunni í Snælandi og það voru einhverjir strákar þar á vespu sem voru að elta þá, króuðu þá af, og létu höggin dynja; drógu upp einhverja kylfu og létu höggin dynja,“ segir Þórður. Þakkar ökumanninum veitta aðstoð Á meðan árásin stóð yfir tókst öðrum drengnum að hlaupa út á götu og stöðva bíl. Í honum var kona ásamt dóttur sinni og við það flúðu árásarmennirnir af vettvangi. Þórður þakkar ökumanninum fyrir að hafa komið syni sínum og vini hans til aðstoðar. Meiðslin voru blessunarlega ekki alvarleg en sonur Þórðar fékk kúlu á hausinn og fær líklega glóðurauga. Lögregla kom á vettvang og tók skýrslu af drengjunum. Málið er til skoðunar en Þórður telur líklegt að þeir feðgar leggi fram kæru vegna málsins. Hann biður foreldra í hverfinu að ræða við börnin sín um málið. „Það var hugmyndin með því að setja þetta inn að ef einhver kannast við þessa lýsingu þá geti foreldrar talað við börnin sín; að svona hegðun gangi ekki,“ segir hann að lokum. Lögreglumál Kópavogur Rafhlaupahjól Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira
Þórður H. Þórarinsson, faðir annars drengsins, greinir frá málinu á Facebook. Hann segir í samtali við fréttastofu að drengirnir hafi verið á leið heim úr bíó þegar ráðist var á þá við gatnamót Fífuhvammsvegar og Hlíðardalsvegar. Þeir kannast ekkert við árásarmennina. „Þeir eru á hlaupahjóli og eru að keyra fram hjá sjoppunni í Snælandi og það voru einhverjir strákar þar á vespu sem voru að elta þá, króuðu þá af, og létu höggin dynja; drógu upp einhverja kylfu og létu höggin dynja,“ segir Þórður. Þakkar ökumanninum veitta aðstoð Á meðan árásin stóð yfir tókst öðrum drengnum að hlaupa út á götu og stöðva bíl. Í honum var kona ásamt dóttur sinni og við það flúðu árásarmennirnir af vettvangi. Þórður þakkar ökumanninum fyrir að hafa komið syni sínum og vini hans til aðstoðar. Meiðslin voru blessunarlega ekki alvarleg en sonur Þórðar fékk kúlu á hausinn og fær líklega glóðurauga. Lögregla kom á vettvang og tók skýrslu af drengjunum. Málið er til skoðunar en Þórður telur líklegt að þeir feðgar leggi fram kæru vegna málsins. Hann biður foreldra í hverfinu að ræða við börnin sín um málið. „Það var hugmyndin með því að setja þetta inn að ef einhver kannast við þessa lýsingu þá geti foreldrar talað við börnin sín; að svona hegðun gangi ekki,“ segir hann að lokum.
Lögreglumál Kópavogur Rafhlaupahjól Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Sjá meira