Alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 27. október 2022 12:38 Kristrún Heimisdóttir, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar. Vísir/Sigurjón Kristrún Heimisdóttur, fyrsti varaforseti kirkjuþings þjóðkirkjunnar segir nauðsynlegt að börn læri að skilja menningu Íslands og þar á meðal trúna. Skilgreina þurfi einnig hvað flokkist sem trúfélag. Kristrún vakti athygli á máli sínu á nýliðnu kirkjuþingi. Kristrún mætti í Bítið í morgun og ræddi við Gulla og Heimi um sína sýn á aðgengi barna að Jesú Krist. Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Hún segir Reykjavíkurborg hafa tekið þá ákvörðun rétt eftir hrun að setja hömlur á það hvernig starf kirkjunnar og kirkjan sjálf sé kynnt fyrir börnum. Prestar hafi sagt henni að þeir geti ekki auglýst sunnudagaskóla lengur en börn fari á mis við ýmislegt þegar þau geti illa nálgast sunnudagaskóla eoms og dæmisögu á borð við þá um miskunnsama samverjann. „Af 54 krökkum sem voru að koma í fermingarfræðslu voru bara tvö sem vissu hvað hann var að tala um þegar hann fór að tala um miskunnsama samverjann,“ hefur Kristrún eftir prest sem talaði við hana um þessi mál. Kristrún segir börn ekki læra að skilja mikilvæga íslenska menningarþætti fari þau á mis við hluti eins og dæmisögurnar. Íslensk menning innihaldi mikið magn mikilvægra tákna og sagna. Hún segir orð sem koma frá kirkjunni eins og „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum“ hafa djúpa merkingu og segi eitthvað sem erfitt sé að setja í orð. Mikilvægt sé að börn skilji menningararfinn. „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum, sko krakkar sem ekki hafa fengið þetta útskýrt þau skilja ekki neitt þessa setningu, hvað er eiginlega átt við, syndir, er það einhver sundbolur? Þið vitið, sá ykkar sem er í sundbol hann fari og kasti steini,“ segir Kristrún. Lögin þurfi að móta á grunni trúfrelsis Á kirkjuþingi sagði Kristrún lög um trúfélög vera bastarð en þörf sé á frekari skilgreiningu á því hvað sé trúfélag, engin mörk séu til staðar hverjir eða hvað geti skilgreint sig sem slíkt. Lögin séu ekki nógu vel samin fyrir íslenskt samfélag. „Mér finnst Zúista málið vera hneyksli og dæmi um það hvað getur gerst þegar lög eru mótuð með þessum hætti,“ segir Kristrún. Hún segir lögin þurfa að vera mótuð á grunni trúfrelsis en trúfrelsi felist í því „að menn þoli og virði það að aðrir þurfi að iðka trú.“ Hún segir alþjóðlegar skilgreiningar vera til staðar til þess að skilgreina hvað sé trú og staðan á Íslandi sé orðin skrítin hvað þetta varðar. Hún segir alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum, þau verði þá ólæs á trú „hinna nýju Íslendinga.“ „Íslenskt samfélag er að verða miklu fjölbreyttara en það var og ég held að það sé algjör forsenda þess að það verði farsæl sambúð að við viðurkennum okkar trúar hefð og jafnframt á grundvelli þess að skilja okkar eigin hefð, kunnum að bera virðingu fyrir öðrum hefðum,“ segir Kristrún. Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má hlusta á hér að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð. Trúmál Þjóðkirkjan Börn og uppeldi Bítið Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira
Kristrún mætti í Bítið í morgun og ræddi við Gulla og Heimi um sína sýn á aðgengi barna að Jesú Krist. Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má hlusta á hér að neðan. Hún segir Reykjavíkurborg hafa tekið þá ákvörðun rétt eftir hrun að setja hömlur á það hvernig starf kirkjunnar og kirkjan sjálf sé kynnt fyrir börnum. Prestar hafi sagt henni að þeir geti ekki auglýst sunnudagaskóla lengur en börn fari á mis við ýmislegt þegar þau geti illa nálgast sunnudagaskóla eoms og dæmisögu á borð við þá um miskunnsama samverjann. „Af 54 krökkum sem voru að koma í fermingarfræðslu voru bara tvö sem vissu hvað hann var að tala um þegar hann fór að tala um miskunnsama samverjann,“ hefur Kristrún eftir prest sem talaði við hana um þessi mál. Kristrún segir börn ekki læra að skilja mikilvæga íslenska menningarþætti fari þau á mis við hluti eins og dæmisögurnar. Íslensk menning innihaldi mikið magn mikilvægra tákna og sagna. Hún segir orð sem koma frá kirkjunni eins og „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum“ hafa djúpa merkingu og segi eitthvað sem erfitt sé að setja í orð. Mikilvægt sé að börn skilji menningararfinn. „Sá yðar sem syndlaus er, kasti fyrsta steininum, sko krakkar sem ekki hafa fengið þetta útskýrt þau skilja ekki neitt þessa setningu, hvað er eiginlega átt við, syndir, er það einhver sundbolur? Þið vitið, sá ykkar sem er í sundbol hann fari og kasti steini,“ segir Kristrún. Lögin þurfi að móta á grunni trúfrelsis Á kirkjuþingi sagði Kristrún lög um trúfélög vera bastarð en þörf sé á frekari skilgreiningu á því hvað sé trúfélag, engin mörk séu til staðar hverjir eða hvað geti skilgreint sig sem slíkt. Lögin séu ekki nógu vel samin fyrir íslenskt samfélag. „Mér finnst Zúista málið vera hneyksli og dæmi um það hvað getur gerst þegar lög eru mótuð með þessum hætti,“ segir Kristrún. Hún segir lögin þurfa að vera mótuð á grunni trúfrelsis en trúfrelsi felist í því „að menn þoli og virði það að aðrir þurfi að iðka trú.“ Hún segir alþjóðlegar skilgreiningar vera til staðar til þess að skilgreina hvað sé trú og staðan á Íslandi sé orðin skrítin hvað þetta varðar. Hún segir alvarlegt að jaðarsetja trú og skilning á henni hjá börnum, þau verði þá ólæs á trú „hinna nýju Íslendinga.“ „Íslenskt samfélag er að verða miklu fjölbreyttara en það var og ég held að það sé algjör forsenda þess að það verði farsæl sambúð að við viðurkennum okkar trúar hefð og jafnframt á grundvelli þess að skilja okkar eigin hefð, kunnum að bera virðingu fyrir öðrum hefðum,“ segir Kristrún. Viðtalið við Kristrúnu í heild sinni má hlusta á hér að ofan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Trúmál Þjóðkirkjan Börn og uppeldi Bítið Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fleiri fréttir Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Sjá meira