Fimm nýir stjórnendur ráðnir til Geo Salmo Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2022 14:05 Karl Kári Másson, Eva Dögg Jóhannesdóttir, Garðar Sigþórsson, Jóhannes Gíslason og Eyþór Helgason. Aðsend Fiskeldisfyrirtækið Geo Salmo í Ölfusi hefur ráðið til sín fimm nýja stjórnendur, þau Evu Dögg Jóhannesdóttur, Eyþór Helgason, Karl Kára Másson, Garðar Sigþórsson og Jóhannes Gíslason. Í tilkynningu segir að nýju starfsmennirnir komi til með að sinna margs konar verkefnum tengdum uppbyggingu félagsins. Fiskeldisstöðin og tengdar byggingar séu meðal stærstu framkvæmda sem einkaaðili hefur ráðist í á Íslandi. „Eva Dögg Jóhannesdóttir hóf störf snemma í haust og gegnir starfi gæða- og umhverfisstjóra fyrirtækisins. Hún er sjávarlíffræðingur en hefur einnig numið fiskeldisfræði. Hún hefur margþætta reynslu af rannsóknum sem tengjast umhverfisáhrifum fiskeldis en starfaði síðast að leyfamálum og rannsóknum hjá Arctic Fish. Eyþór Helgason hóf einnig störf snemma hausts sem tæknistjóri félagsins. Hann er tæknifræðingur og vélstjóri og hefur víðtæka reynslu af hönnun og rekstri flókinna tæknilegra kerfa. Hann mun stýra verkefnum er snúa að vélbúnaði og uppbyggingu mannvirkja. Karl Kári Másson hóf störf á dögunum sem fjármálastjóri Geo Salmo (CFO). Hann er viðskiptafræðingur með MBA gráðu og hefur m.a. starfað í ýmsum stöðum hjá Landsbankanum og Kviku, og nú síðast í fyrirtækjaráðgjöf Kviku í 5 ár. Garðar Sigþórsson hóf einnig nýverið störf sem yfirmaður seiðaeldis. Hann er fiskeldisfræðingur og hefur yfir 20 ára reynslu í fiskeldi á landi, hjá Stofnfiski, Arnarlaxi og Löxum fiskeldi. Hann mun koma að öllu seiðaeldi fyrirtækisins, m.a. endurbyggingu seiðastöðvar félagsins í Landsveit og uppbyggingu nýrrar seiðastöðvar í Ölfusi. Jóhannes Gíslason mun að lokum hefja störf á næstu misserum, en hann hefur verið ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála hjá Geo Salmo. Jóhannes er viðskiptafræðingur með sterka reynslu af sölu fiskafurða, þ.á.m. síðastliðin 6 ár hjá Arnarlaxi. Hann mun byggja upp sölukerfi og markaðsstaðsetningu fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni. Framkvæmdir á næsta ári Þá segir að félagið sé langt komið með undirbúning vegna uppbyggingar fiskeldisstöðvar sinnar í Ölfusi, við Þorlákshöfn. „Áætlað er að framkvæmdir hefjist á fyrri hluta næsta árs. Geo Salmo stefnir á eldi á umhverfisvænum hágæðalaxi í lokuðu fiskeldiskerfi á landi. Norska fyrirtækið Artec Aqua hefur verið fengið til þess að hanna eldisstöðina og stýra uppbyggingu hennar,“ segir í tilkynningunni. Jens Þórðarson er framkvæmdastjóri Geo Salmo og eru starfsmenn fyrirtækisins nú fjórtán. Vistaskipti Fiskeldi Ölfus Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Sjá meira
Í tilkynningu segir að nýju starfsmennirnir komi til með að sinna margs konar verkefnum tengdum uppbyggingu félagsins. Fiskeldisstöðin og tengdar byggingar séu meðal stærstu framkvæmda sem einkaaðili hefur ráðist í á Íslandi. „Eva Dögg Jóhannesdóttir hóf störf snemma í haust og gegnir starfi gæða- og umhverfisstjóra fyrirtækisins. Hún er sjávarlíffræðingur en hefur einnig numið fiskeldisfræði. Hún hefur margþætta reynslu af rannsóknum sem tengjast umhverfisáhrifum fiskeldis en starfaði síðast að leyfamálum og rannsóknum hjá Arctic Fish. Eyþór Helgason hóf einnig störf snemma hausts sem tæknistjóri félagsins. Hann er tæknifræðingur og vélstjóri og hefur víðtæka reynslu af hönnun og rekstri flókinna tæknilegra kerfa. Hann mun stýra verkefnum er snúa að vélbúnaði og uppbyggingu mannvirkja. Karl Kári Másson hóf störf á dögunum sem fjármálastjóri Geo Salmo (CFO). Hann er viðskiptafræðingur með MBA gráðu og hefur m.a. starfað í ýmsum stöðum hjá Landsbankanum og Kviku, og nú síðast í fyrirtækjaráðgjöf Kviku í 5 ár. Garðar Sigþórsson hóf einnig nýverið störf sem yfirmaður seiðaeldis. Hann er fiskeldisfræðingur og hefur yfir 20 ára reynslu í fiskeldi á landi, hjá Stofnfiski, Arnarlaxi og Löxum fiskeldi. Hann mun koma að öllu seiðaeldi fyrirtækisins, m.a. endurbyggingu seiðastöðvar félagsins í Landsveit og uppbyggingu nýrrar seiðastöðvar í Ölfusi. Jóhannes Gíslason mun að lokum hefja störf á næstu misserum, en hann hefur verið ráðinn yfirmaður sölu- og markaðsmála hjá Geo Salmo. Jóhannes er viðskiptafræðingur með sterka reynslu af sölu fiskafurða, þ.á.m. síðastliðin 6 ár hjá Arnarlaxi. Hann mun byggja upp sölukerfi og markaðsstaðsetningu fyrirtækisins,“ segir í tilkynningunni. Framkvæmdir á næsta ári Þá segir að félagið sé langt komið með undirbúning vegna uppbyggingar fiskeldisstöðvar sinnar í Ölfusi, við Þorlákshöfn. „Áætlað er að framkvæmdir hefjist á fyrri hluta næsta árs. Geo Salmo stefnir á eldi á umhverfisvænum hágæðalaxi í lokuðu fiskeldiskerfi á landi. Norska fyrirtækið Artec Aqua hefur verið fengið til þess að hanna eldisstöðina og stýra uppbyggingu hennar,“ segir í tilkynningunni. Jens Þórðarson er framkvæmdastjóri Geo Salmo og eru starfsmenn fyrirtækisins nú fjórtán.
Vistaskipti Fiskeldi Ölfus Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli Viðskipti innlent „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Sjá meira