Nýjar peysur í H&M „vanvirðing við íslensku lopapeysuna“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. nóvember 2022 13:14 Peysur úr H&M sem minna óneitanlega á klassísku íslensku lopapeysurnar Twitter/Lovísa Falsdóttir Nýjar peysur í versluninni H&M vöktu athygli á dögunum. Peysurnar minna óneitanlega á hinar klassísku íslensku lopapeysur. Stjórnarformaður Handprjónasambandsins segir þetta miður, en munstrið sé þó ekki upprunavottað. Lovísa Falsdóttir skrifaði um málið á Twitter og birti mynd af peysunum. „How dare you H&M“, skrifar Lovísa við myndina. how dare you H&M pic.twitter.com/hwEKUAQeak— Lovísa (@LovisaFals) November 2, 2022 Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Handprjónasambandi Íslands. Hildur Sveinsdóttir stjórnarformaður er allt annað en sátt. „Mér finnst þetta auðvitað ömurlegt og illa farið með íslensku lopapeysuna. Að fjöldaframleiða peysur úr lélegu efni sem líta út eins og íslenskar lopapeysur er vanvirðing við íslensku lopapeysuna og hefðina sem við höfum skapað með henni“, segir Hildur. „Þetta er hluti af neyslumenningu nútímans, fast fashion en við erum auðvitað á hinum endanum, slow fashion, þar sem hver peysa er prjónuð í höndum á Íslandi úr íslenskum lopa." Hildur bendir þó á að munstrin séu ekki upprunavottuð. Hún segir að þar sem H&M auglýsi peysurnar ekki sem „íslensk lopapeysa“ eða nefna hana ekki þannig þá geti fyrirtækið í raun gert hvað sem það vill, því miður.“ Árið 2020 samþykkti Matvælastofnun að heitið Íslensk lopapeysa – Icelandic Lopapeysa yrði skráð sem verndað afurðarheiti með vísan til uppruna. Á heimasíðu Matvælastofnunar má sjá þau skilyrði sem peysa þarf að uppfylla til að hljóta slíka skráningu. Þau eru eftirfarandi: Ullin sem notuð er í handprjónaðar íslenskar lopapeysur skal vera klippt af íslensku sauðfé Í peysuna skal notuð nýull (ull sem ekki er endurunnin) Peysan skal vera prjónuð úr lopa, s.s. plötulopa, Léttlopa, Álafosslopa o.s.frv. Peysan skal hafa hringprjónað berustykki með munsturformum og/eða munsturbekkjum frá herða- eða axlalínu að hálsmáli Peysan skal vera handprjónuð á Íslandi Peysan skal vera prjónuð í hring án sauma (samsetningar) Peysan skal vera opin eða heil Fréttin hefur verið uppfærð Handverk Prjónaskapur H&M Höfundarréttur Tengdar fréttir Made in Iceland Handverkskonur í Þingeyjarsýslum mótmæltu því, með orðum á borð við „að svívirða“ og „siðlaust“, að sumir íslenskir fataframleiðendur fjöldaframleiddu „íslenskar“ lopapeysur erlendis. Auðvitað má hafa samúð með afstöðu þeirra, en sú samúð má ekki bera skynsemina ofurliði. Enginn byggir upp iðnað með þjóðernishyggju og ást á óhagkvæmni að leiðarljósi. 13. júlí 2012 06:00 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Lovísa Falsdóttir skrifaði um málið á Twitter og birti mynd af peysunum. „How dare you H&M“, skrifar Lovísa við myndina. how dare you H&M pic.twitter.com/hwEKUAQeak— Lovísa (@LovisaFals) November 2, 2022 Fréttastofa leitaði viðbragða hjá Handprjónasambandi Íslands. Hildur Sveinsdóttir stjórnarformaður er allt annað en sátt. „Mér finnst þetta auðvitað ömurlegt og illa farið með íslensku lopapeysuna. Að fjöldaframleiða peysur úr lélegu efni sem líta út eins og íslenskar lopapeysur er vanvirðing við íslensku lopapeysuna og hefðina sem við höfum skapað með henni“, segir Hildur. „Þetta er hluti af neyslumenningu nútímans, fast fashion en við erum auðvitað á hinum endanum, slow fashion, þar sem hver peysa er prjónuð í höndum á Íslandi úr íslenskum lopa." Hildur bendir þó á að munstrin séu ekki upprunavottuð. Hún segir að þar sem H&M auglýsi peysurnar ekki sem „íslensk lopapeysa“ eða nefna hana ekki þannig þá geti fyrirtækið í raun gert hvað sem það vill, því miður.“ Árið 2020 samþykkti Matvælastofnun að heitið Íslensk lopapeysa – Icelandic Lopapeysa yrði skráð sem verndað afurðarheiti með vísan til uppruna. Á heimasíðu Matvælastofnunar má sjá þau skilyrði sem peysa þarf að uppfylla til að hljóta slíka skráningu. Þau eru eftirfarandi: Ullin sem notuð er í handprjónaðar íslenskar lopapeysur skal vera klippt af íslensku sauðfé Í peysuna skal notuð nýull (ull sem ekki er endurunnin) Peysan skal vera prjónuð úr lopa, s.s. plötulopa, Léttlopa, Álafosslopa o.s.frv. Peysan skal hafa hringprjónað berustykki með munsturformum og/eða munsturbekkjum frá herða- eða axlalínu að hálsmáli Peysan skal vera handprjónuð á Íslandi Peysan skal vera prjónuð í hring án sauma (samsetningar) Peysan skal vera opin eða heil Fréttin hefur verið uppfærð
Handverk Prjónaskapur H&M Höfundarréttur Tengdar fréttir Made in Iceland Handverkskonur í Þingeyjarsýslum mótmæltu því, með orðum á borð við „að svívirða“ og „siðlaust“, að sumir íslenskir fataframleiðendur fjöldaframleiddu „íslenskar“ lopapeysur erlendis. Auðvitað má hafa samúð með afstöðu þeirra, en sú samúð má ekki bera skynsemina ofurliði. Enginn byggir upp iðnað með þjóðernishyggju og ást á óhagkvæmni að leiðarljósi. 13. júlí 2012 06:00 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Sjá meira
Made in Iceland Handverkskonur í Þingeyjarsýslum mótmæltu því, með orðum á borð við „að svívirða“ og „siðlaust“, að sumir íslenskir fataframleiðendur fjöldaframleiddu „íslenskar“ lopapeysur erlendis. Auðvitað má hafa samúð með afstöðu þeirra, en sú samúð má ekki bera skynsemina ofurliði. Enginn byggir upp iðnað með þjóðernishyggju og ást á óhagkvæmni að leiðarljósi. 13. júlí 2012 06:00