Engin laun í leyfi vegna brjóstnámsaðgerðar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2022 22:13 Landsréttur sagði að eftir gildistöku laga um kynrænt sjálfræði teldist kynmisræmi ekki sjúkdómur í skilningi laga. Vísir/Vilhelm Landsréttur segir að kynmisræmi teljist ekki sjúkdómur í skilningi laga. Trans manneskja sem fór í brjóstnámsaðgerð eigi því ekki rétt á launum í leyfi í kjölfar aðgerðarinnar. Landsréttur kvað upp dóm sinn í vikunni. Manneskjan vann sem hlutastarfsmaður í verslun í fimm ár, frá 2015-2020. Verslunareigandi ákvað að segja starfsmanninum upp árið 2020 með vísan til samdráttar og bágrar frammistöðu starfsmannsins. Óskað var eftir því að starfsmaðurinn ynni út uppsagnarfrest en tekið var fram að leyfi vegna brjóstnámsaðgerðar hafi verið launalaust. Starfsmaðurinn fyrrverandi taldi sig eiga rétt á launum vegna leyfisins krafðist tæprar hálfrar milljónar í ógreidd laun. Það væri í samræmi við veikindarétt á grundvelli kjarasamnings og laga um rétt verkafólks. Héraðsdómur sammála starfsmanninum Vinnuveitandinn hélt því fram að starfsmaðurinn hafi ekki verið óvinnufær vegna sjúkdóms í skilningi laga. Brjóstnámsaðgerðin hafi ekki nauðsynleg og aðkallandi til að draga úr eða eyða afleiðingum sjúkdóms sem fyrirsjáanlegt væri að leitt gætu til óvinnufærni. Héraðsdómur féllst á kröfu starfsmannsins og sagði honum hafa tekist með læknisvottorði að sanna að hann hafi verið haldinn sjúkdóminum "transsexualism." Greininguna gaf geðlæknir á vegum Landspítala. Í vottorði frá lýtalækni sagði einnig að starfsmaðurinn hafi verið haldinn sjúkdómnum „kynáttunarvanda.“ Brýna nauðsyn bæri til þess að starfsmaðurinn undirgengist brjóstnámsaðgerðina sem fyrst. Sjúkdómsgreiningin byggði á Alþjóðlegu flokkunarkerfi sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála, sem notað er við skráningu sjúkraupplýsinga í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Brjóstnámsaðgerð ekki leitt af sjúkdómi Landsréttur rakti forsögu laga um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru árið 2019. Áður en lögin tóku gildi var skilyrði þess að manneskja, sem hygðist breyta kynskráningu í Þjóðskrá, hefði hlotið sjúkdómsgreiningu og meðferð hjá Landspítala. Með nýju lögunum væri hins vegar búið að fella skilyrðin á brott og kynmisræmi teldist ekki lengur sjúkdómur í skilningi laga. Af því leiddi að ekki væri hægt að líta svo á að brjóstnámsaðgerðin hafi leitt af sjúkdómi, og þar af leiðandi ætti manneskjan ekki rétt á launum vegna veikindaforfalla. Dómsmál Málefni trans fólks Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Manneskjan vann sem hlutastarfsmaður í verslun í fimm ár, frá 2015-2020. Verslunareigandi ákvað að segja starfsmanninum upp árið 2020 með vísan til samdráttar og bágrar frammistöðu starfsmannsins. Óskað var eftir því að starfsmaðurinn ynni út uppsagnarfrest en tekið var fram að leyfi vegna brjóstnámsaðgerðar hafi verið launalaust. Starfsmaðurinn fyrrverandi taldi sig eiga rétt á launum vegna leyfisins krafðist tæprar hálfrar milljónar í ógreidd laun. Það væri í samræmi við veikindarétt á grundvelli kjarasamnings og laga um rétt verkafólks. Héraðsdómur sammála starfsmanninum Vinnuveitandinn hélt því fram að starfsmaðurinn hafi ekki verið óvinnufær vegna sjúkdóms í skilningi laga. Brjóstnámsaðgerðin hafi ekki nauðsynleg og aðkallandi til að draga úr eða eyða afleiðingum sjúkdóms sem fyrirsjáanlegt væri að leitt gætu til óvinnufærni. Héraðsdómur féllst á kröfu starfsmannsins og sagði honum hafa tekist með læknisvottorði að sanna að hann hafi verið haldinn sjúkdóminum "transsexualism." Greininguna gaf geðlæknir á vegum Landspítala. Í vottorði frá lýtalækni sagði einnig að starfsmaðurinn hafi verið haldinn sjúkdómnum „kynáttunarvanda.“ Brýna nauðsyn bæri til þess að starfsmaðurinn undirgengist brjóstnámsaðgerðina sem fyrst. Sjúkdómsgreiningin byggði á Alþjóðlegu flokkunarkerfi sjúkdóma og skyldra heilbrigðisvandamála, sem notað er við skráningu sjúkraupplýsinga í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Brjóstnámsaðgerð ekki leitt af sjúkdómi Landsréttur rakti forsögu laga um kynrænt sjálfræði sem samþykkt voru árið 2019. Áður en lögin tóku gildi var skilyrði þess að manneskja, sem hygðist breyta kynskráningu í Þjóðskrá, hefði hlotið sjúkdómsgreiningu og meðferð hjá Landspítala. Með nýju lögunum væri hins vegar búið að fella skilyrðin á brott og kynmisræmi teldist ekki lengur sjúkdómur í skilningi laga. Af því leiddi að ekki væri hægt að líta svo á að brjóstnámsaðgerðin hafi leitt af sjúkdómi, og þar af leiðandi ætti manneskjan ekki rétt á launum vegna veikindaforfalla.
Dómsmál Málefni trans fólks Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira