„Forsetakosningarnar byrja í raun og veru á morgun“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. nóvember 2022 11:34 Reiknað er með að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynni um forsetaframboð innan fárra daga. Ron DeSantis ríkisstjóri Flórída, við hlið Trumps á mynd, hefur einnig verið orðaður við framboð. Og í þingkosningunum í dag beinast flestra augu að hinum mönnunum tveimur; John Fetterman og Dr. Oz, sem berjast um öldungardeildarþingsæti í Pennsylvaníu. Samsett Repúblikanar ná líklega meirihluta í bæði fulltrúa- og öldungadeild Bandaríkjaþings í kosningunum sem haldnar eru í dag, samkvæmt síðustu könnunum. Mikil andstaða við störf Bidens er því í kortunum næstu árin, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Niðurstöðurnar gefi tóninn fyrir forsetakosningarnar eftir tvö ár - og sú kosningabarátta hefjist á morgun Demókratar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins eins og stendur. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir þá enn eiga möguleika á að halda meirihlutanum í fulltrúadeildinni - en mjög litla. Sigur repúplikana sé öllu líklegri. „Það sem má búast við að sjá er að þingið fari í yfirheyrslur og reyni að mála upp athafnir Bidens í embætti sem vafasamar, til dæmis að vera með yfirheyrslur út í það hvernig var staðið að ákvörðunum að fara út úr Afganistan.“ Silja Bára ÓmarsdóttirVísir/Vilhelm Flestra augu hafa beinst að baráttunni um öldungardeildarþingsæti í Pennsylvaníu. Þar berjast tveir óhefðbundnir frambjóðendur; Trumpistinn og sjónvarpslæknirinn Doktor Oz, repúplikani, og heimamaðurinn John Fetterman, demókrati. „Fetterman fékk heilablóðfall í vor og hefur verið að glíma við afleiðingar þess. Í vor var búist við að hann myndi vinna yfirgnæfandi sigur en nú eru þeir hnífjafnir í mælingum,“ segir Silja Bára. Gefur þetta ekki svolítið tóninn fyrir forsetakosningar, þó að þær séu nú fjarlægar? „Jú, forsetakosningarnar byrja í raun og veru bara á morgun, kosningarnar 2024. Útkoma frambjóðenda sem Trump hefur lýst yfir stuðningi við, hún mun auðvitað hafa áhrif á það hvernig hann telur sér verða tekið. Það er talið liklegt að hann tilkynni á næstu dögum um framboð. [Ron] DeSantis [ríkisstjóri Flórída] er auðvitað mjög náinn honum en ef hann fer í framboð á móti honum þá veit maður ekki hvað gerist. Maður hefur heyrt frá Flórída að fólk sem styður þá báða vill að DeSantis bíði, leyfi Trump að taka þennan umgang og fari í framboð á eftir honum. Þannig að það munu stíga fram núna frambjóðendur repúblikana mjög fljótlega,“ segir Silja Bára. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02 Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01 Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk. 8. nóvember 2022 07:54 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Demókratar eru með meirihluta í báðum deildum þingsins eins og stendur. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segir þá enn eiga möguleika á að halda meirihlutanum í fulltrúadeildinni - en mjög litla. Sigur repúplikana sé öllu líklegri. „Það sem má búast við að sjá er að þingið fari í yfirheyrslur og reyni að mála upp athafnir Bidens í embætti sem vafasamar, til dæmis að vera með yfirheyrslur út í það hvernig var staðið að ákvörðunum að fara út úr Afganistan.“ Silja Bára ÓmarsdóttirVísir/Vilhelm Flestra augu hafa beinst að baráttunni um öldungardeildarþingsæti í Pennsylvaníu. Þar berjast tveir óhefðbundnir frambjóðendur; Trumpistinn og sjónvarpslæknirinn Doktor Oz, repúplikani, og heimamaðurinn John Fetterman, demókrati. „Fetterman fékk heilablóðfall í vor og hefur verið að glíma við afleiðingar þess. Í vor var búist við að hann myndi vinna yfirgnæfandi sigur en nú eru þeir hnífjafnir í mælingum,“ segir Silja Bára. Gefur þetta ekki svolítið tóninn fyrir forsetakosningar, þó að þær séu nú fjarlægar? „Jú, forsetakosningarnar byrja í raun og veru bara á morgun, kosningarnar 2024. Útkoma frambjóðenda sem Trump hefur lýst yfir stuðningi við, hún mun auðvitað hafa áhrif á það hvernig hann telur sér verða tekið. Það er talið liklegt að hann tilkynni á næstu dögum um framboð. [Ron] DeSantis [ríkisstjóri Flórída] er auðvitað mjög náinn honum en ef hann fer í framboð á móti honum þá veit maður ekki hvað gerist. Maður hefur heyrt frá Flórída að fólk sem styður þá báða vill að DeSantis bíði, leyfi Trump að taka þennan umgang og fari í framboð á eftir honum. Þannig að það munu stíga fram núna frambjóðendur repúblikana mjög fljótlega,“ segir Silja Bára.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Þingkosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02 Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01 Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk. 8. nóvember 2022 07:54 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Tvö erfið ár í vændum fyrir Biden Repúblikanar eru líklegir til að ná tökum á báðum deildum Bandaríkjaþings eftir kosningarnar sem hefjast í dag, sé mið tekið af könnunum vestanhafs. Það myndi hafa mjög slæm áhrif á næstu tvö árs Joe Biden í Hvíta húsinu og mögulega gera út af við þær vonir sem Biden ber til annars kjörtímabils. 8. nóvember 2022 11:02
Ólík sýn, ofbeldi á kjörstað og sjónvarpslæknir í framboði Þingkosningar fara fram í Bandaríkjunum í dag. Hindranir leynast víða í nálægð við kjörklefann og er möguleiki á því að endanlegar niðurstöður kosninganna liggi ekki fyrir fyrr en í janúar á næsta ári. 8. nóvember 2022 08:01
Trump boðar „mjög stóra tilkynningu“ Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti fór um víðan völl í aðdraganda kosninganna í dag og kom fram á fjöldafundum til að styðja við sitt fólk. 8. nóvember 2022 07:54