Syrgði svalann syngjandi í Bónus Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 20:01 Íslendingar syrgja nú ávaxtasafann Svala, sem hætt verður að framleiða um áramótin. Forstjóri Coca-Cola á Íslandi segir ákvörðunina hafa verið afar erfiða en Svali, sykraður drykkur markaðssettur til barna, samræmist ekki stefnu fyrirtækisins. Svali hefur fylgt íslensku þjóðinni síðan 1982 en nú hverfur hann senn á braut. Og tannlæknar landsins fagna eflaust. En það gera netverjar margir ekki; tilkynning Coca Cola á Íslandi um endalok Svala hefur fallið í grýttan jarðveg hjá þjóðinni. Hið rótgróna vörumerki er greinilega mörgum harmdauði. Sara Rut Sumir segja um að ræða menningarmorð, aðrir hafa áhyggjur af börnunum og enn aðrir lýsa algjöru tilfinningalegu niðurbroti, eins og sést á meðfylgjandi mynd. En, svali er einfaldlega barn síns tíma, segir Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi. „Þetta er svaladrykkur með sykri, sem höfðar til barna, sem samrýmist ekki okkar stefnu.“ Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi.Vísir/Dúi Hin hatrömmu viðbrögð hafi verið viðbúin. „Svali á sér fjörutíu ára sögu á íslandi og búinn að vera hluti af skólanestinu og hjá okkur öllum í mjög langan tíma. Okkur þykir öllum vænt um hann. Og ég get sagt að hundurinn minn heitir Svali og það er engin tilviljun sko,“ segir Einar. Ákvörðunin er endanleg, segir forstjórinn. Og hana harma ekki aðeins netverjar. „Ég er algjörlega niðurbrotinn. Maður ólst upp með svala,“ segir Ásgeir Hrannberg, mikill svalaunnandi sem fréttastofa rakst á í verslun á höfuðborgarsvæðinu í dag. Og Ásgeir gerði sér svo lítið fyrir og brast í söng; raulaði með tilþrifum stef úr eftirminnilegri svalaauglýsingu Jóns Páls Sigmarssonar og Sverris Stormsker. Viðtalið við Ásgeir og umfjöllun fréttastofu um þessi stórtíðindi úr heimi drykkjarvara má finna í spilaranum hér ofar í fréttinni. Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Landsmenn gráta Svala og sumir óttast það versta Ávaxtasafinn Svali er allur, ef svo má segja. Það virðast vera ein stærstu tíðindi dagsins ef marka má viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum við tíðindunum. Sumir minnast blás Ópals og Frissa fríska við þessi tímamót. Aðrir velta upp hvaða vörur gætu horfið af markaði. 9. nóvember 2022 14:42 Hætta framleiðslu á Svala Framleiðsla og sala á Svala mun hætta um áramótin. Svali hefur verið einn vinsælasti drykkur landsins í yfir fjörutíu ár. 9. nóvember 2022 12:15 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Sjá meira
Svali hefur fylgt íslensku þjóðinni síðan 1982 en nú hverfur hann senn á braut. Og tannlæknar landsins fagna eflaust. En það gera netverjar margir ekki; tilkynning Coca Cola á Íslandi um endalok Svala hefur fallið í grýttan jarðveg hjá þjóðinni. Hið rótgróna vörumerki er greinilega mörgum harmdauði. Sara Rut Sumir segja um að ræða menningarmorð, aðrir hafa áhyggjur af börnunum og enn aðrir lýsa algjöru tilfinningalegu niðurbroti, eins og sést á meðfylgjandi mynd. En, svali er einfaldlega barn síns tíma, segir Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi. „Þetta er svaladrykkur með sykri, sem höfðar til barna, sem samrýmist ekki okkar stefnu.“ Einar Snorri Magnússon, forstjóri Coca-Cola European Partners á Íslandi.Vísir/Dúi Hin hatrömmu viðbrögð hafi verið viðbúin. „Svali á sér fjörutíu ára sögu á íslandi og búinn að vera hluti af skólanestinu og hjá okkur öllum í mjög langan tíma. Okkur þykir öllum vænt um hann. Og ég get sagt að hundurinn minn heitir Svali og það er engin tilviljun sko,“ segir Einar. Ákvörðunin er endanleg, segir forstjórinn. Og hana harma ekki aðeins netverjar. „Ég er algjörlega niðurbrotinn. Maður ólst upp með svala,“ segir Ásgeir Hrannberg, mikill svalaunnandi sem fréttastofa rakst á í verslun á höfuðborgarsvæðinu í dag. Og Ásgeir gerði sér svo lítið fyrir og brast í söng; raulaði með tilþrifum stef úr eftirminnilegri svalaauglýsingu Jóns Páls Sigmarssonar og Sverris Stormsker. Viðtalið við Ásgeir og umfjöllun fréttastofu um þessi stórtíðindi úr heimi drykkjarvara má finna í spilaranum hér ofar í fréttinni.
Auglýsinga- og markaðsmál Neytendur Tengdar fréttir Landsmenn gráta Svala og sumir óttast það versta Ávaxtasafinn Svali er allur, ef svo má segja. Það virðast vera ein stærstu tíðindi dagsins ef marka má viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum við tíðindunum. Sumir minnast blás Ópals og Frissa fríska við þessi tímamót. Aðrir velta upp hvaða vörur gætu horfið af markaði. 9. nóvember 2022 14:42 Hætta framleiðslu á Svala Framleiðsla og sala á Svala mun hætta um áramótin. Svali hefur verið einn vinsælasti drykkur landsins í yfir fjörutíu ár. 9. nóvember 2022 12:15 Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Viðskipti innlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Sjá meira
Landsmenn gráta Svala og sumir óttast það versta Ávaxtasafinn Svali er allur, ef svo má segja. Það virðast vera ein stærstu tíðindi dagsins ef marka má viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum við tíðindunum. Sumir minnast blás Ópals og Frissa fríska við þessi tímamót. Aðrir velta upp hvaða vörur gætu horfið af markaði. 9. nóvember 2022 14:42
Hætta framleiðslu á Svala Framleiðsla og sala á Svala mun hætta um áramótin. Svali hefur verið einn vinsælasti drykkur landsins í yfir fjörutíu ár. 9. nóvember 2022 12:15