Óviðunandi ástand fyrir Norðlendinga Bjarki Sigurðsson skrifar 10. nóvember 2022 10:33 Guðjón M. Ólafsson, formaður bæjarráðs Fjallabyggðar. Vísir/Arnar Bæjarstjórn Fjallabyggðar segir ástand vegarins milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði vera óviðunandi fyrir íbúa svæðisins. Byggja þurfi Fljótagöng sem fyrst. Þá þurfi innviðaráðherra að setja fjármuni í rannsóknir á æskilegri legu nýrra ganga milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Sem stendur eru eingöngu ein jarðgöng á dagskrá hjá Vegagerðinni og innviðaráðuneytinu, Fjarðarheiðargöng. Göngin munu kosta 45 milljarða króna og taka upp öll framlög til jarðganga næstu sautján árin. Það verður ekki fyrr en árið 2040 í fyrsta lagi sem næstu göng á eftir Fjarðarheiðargöngum verða byggð. Íbúar Fjallabyggðar og Skagafjarðar eru verulega ósáttir með það. Sveitarstjóri Skagafjarðar sagði í samtali við Stöð 2 að það þyrfti að byggja Fljótagöng milli Siglufjarðar og Fljóta áður en vegurinn þar á milli gefur sig. „Ef við horfum að þau brýnu öryggissjónarmið, sem eru þar, þá vildi ég ekki vera sá samgönguráðherra eða sú ríkisstjórn sem bæri ábyrgð á því þegar sá vegur fer. Göngin verða að vera komin áður,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Klippa: Segja jarðgöng fyrir vestan og norðan ekki geta beðið eftir Austfjörðum Í gær samþykkti bæjarstjórn Fjallabyggðar ályktun varðandi samgöngumál í sveitarfélaginu. Þar segir að leiðin milli Siglufjarðar og Fljóta uppfylli alls ekki kröfur nútímasamfélags þegar kemur að samgöngum. Núverandi leið liggur um snjóflóðasvæði ásamt því að vera á jarðsigssvæði. Leiðin er oft á tíðum ófær. „Nú þegar hefur fjármunum verið veitt í rannsóknir og frumhönnun vegna Fljótaganga af Samgönguáætlun og því brýnt að tryggja nauðsynlegt frekara fjármagn í endanlega hönnun þessara ganga þannig að hægt verði að bjóða þau út eins fljótt og hægt er. Ástand vegarins á milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði er óviðunandi fyrir íbúa svæðisins, aðra vegfarendur og atvinnulífið á svæðinu,“ segir í ályktuninni. Ný göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur Því er einnig beint til Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, og Vegagerðarinnar að setja þurfi nauðsynlega fjármuni til rannsókna þannig að hægt sé að ákveða legu nýrra jarðganga á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. „Múlagöng eru barn síns tíma og vegurinn um Ólafsfjarðarmúla liggur á þekktu snjóflóðahættusvæði. Mikilvægt er að fara í þessa forvinnu til þess að tryggja að þessi göng komist á samgönguáætlun við næstu endurskoðun hennar. Þetta er gríðarlega mikilvægt öryggismál fyrir íbúa svæðisins, vegfarendur og atvinnulíf,“ segir í ályktun bæjarstjórnar. Margir íbúar Fjallabyggðar sækja alla meiriháttar heilbrigðisþjónustu til Akureyrar og telur bæjarstjórn að eina raunhæfa leiðin til að tryggja viðunandi samgöngur á milli Fjallabyggðar og Eyjafarðarsvæðisins vera ný göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. „Bæjarstjórn Fjallabyggðar óskar eftir liðsinni þingmanna Norðlendinga allra, sveitarstjórna á Norðurlandi, landshlutasamtaka, atvinnulífsins á svæðinu og annarra hagsmunaaðila á Norðurlandi í þessu mikilvægasta hagsmunamáli svæðisins. Bæjarstjórn lýsir sig fylgjandi hugmyndum stjórnvalda um gjaldtöku til að flýta samgöngubótum og lýsir sig tilbúna til viðræðna um þessar framkvæmdir,“ segir í ályktuninni. Samgöngur Vegtollar Fjallabyggð Skagafjörður Akureyri Umferðaröryggi Vegagerð Tengdar fréttir Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Sem stendur eru eingöngu ein jarðgöng á dagskrá hjá Vegagerðinni og innviðaráðuneytinu, Fjarðarheiðargöng. Göngin munu kosta 45 milljarða króna og taka upp öll framlög til jarðganga næstu sautján árin. Það verður ekki fyrr en árið 2040 í fyrsta lagi sem næstu göng á eftir Fjarðarheiðargöngum verða byggð. Íbúar Fjallabyggðar og Skagafjarðar eru verulega ósáttir með það. Sveitarstjóri Skagafjarðar sagði í samtali við Stöð 2 að það þyrfti að byggja Fljótagöng milli Siglufjarðar og Fljóta áður en vegurinn þar á milli gefur sig. „Ef við horfum að þau brýnu öryggissjónarmið, sem eru þar, þá vildi ég ekki vera sá samgönguráðherra eða sú ríkisstjórn sem bæri ábyrgð á því þegar sá vegur fer. Göngin verða að vera komin áður,“ sagði Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Skagafjarðar. Klippa: Segja jarðgöng fyrir vestan og norðan ekki geta beðið eftir Austfjörðum Í gær samþykkti bæjarstjórn Fjallabyggðar ályktun varðandi samgöngumál í sveitarfélaginu. Þar segir að leiðin milli Siglufjarðar og Fljóta uppfylli alls ekki kröfur nútímasamfélags þegar kemur að samgöngum. Núverandi leið liggur um snjóflóðasvæði ásamt því að vera á jarðsigssvæði. Leiðin er oft á tíðum ófær. „Nú þegar hefur fjármunum verið veitt í rannsóknir og frumhönnun vegna Fljótaganga af Samgönguáætlun og því brýnt að tryggja nauðsynlegt frekara fjármagn í endanlega hönnun þessara ganga þannig að hægt verði að bjóða þau út eins fljótt og hægt er. Ástand vegarins á milli Siglufjarðar og Fljóta í Skagafirði er óviðunandi fyrir íbúa svæðisins, aðra vegfarendur og atvinnulífið á svæðinu,“ segir í ályktuninni. Ný göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur Því er einnig beint til Sigurðar Inga Jóhannssonar, innviðaráðherra, og Vegagerðarinnar að setja þurfi nauðsynlega fjármuni til rannsókna þannig að hægt sé að ákveða legu nýrra jarðganga á milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. „Múlagöng eru barn síns tíma og vegurinn um Ólafsfjarðarmúla liggur á þekktu snjóflóðahættusvæði. Mikilvægt er að fara í þessa forvinnu til þess að tryggja að þessi göng komist á samgönguáætlun við næstu endurskoðun hennar. Þetta er gríðarlega mikilvægt öryggismál fyrir íbúa svæðisins, vegfarendur og atvinnulíf,“ segir í ályktun bæjarstjórnar. Margir íbúar Fjallabyggðar sækja alla meiriháttar heilbrigðisþjónustu til Akureyrar og telur bæjarstjórn að eina raunhæfa leiðin til að tryggja viðunandi samgöngur á milli Fjallabyggðar og Eyjafarðarsvæðisins vera ný göng milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. „Bæjarstjórn Fjallabyggðar óskar eftir liðsinni þingmanna Norðlendinga allra, sveitarstjórna á Norðurlandi, landshlutasamtaka, atvinnulífsins á svæðinu og annarra hagsmunaaðila á Norðurlandi í þessu mikilvægasta hagsmunamáli svæðisins. Bæjarstjórn lýsir sig fylgjandi hugmyndum stjórnvalda um gjaldtöku til að flýta samgöngubótum og lýsir sig tilbúna til viðræðna um þessar framkvæmdir,“ segir í ályktuninni.
Samgöngur Vegtollar Fjallabyggð Skagafjörður Akureyri Umferðaröryggi Vegagerð Tengdar fréttir Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Sjá meira
Átta barna móðir ekur daglega um veg sem er að síga í sjóinn Samgöngur brenna á Fljótamönnum. Þeirra heitasta ósk er að fá jarðgöng milli Siglufjarðar og Fljóta. 6. nóvember 2022 06:45