Segir malbikun sveitavega snúast um lífsgæði og endingu á bílum Kristján Már Unnarsson skrifar 12. nóvember 2022 23:11 Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar, með Blönduós í baksýn. Sigurjón Ólason Átaks er þörf til að byggja upp sveitavegi landsins, að mati forseta sveitarstjórnar Húnabyggðar. Hann telur athugandi að slaka á kröfum um umferðarhraða ef það mætti verða til þess að malbik kæmist á fleiri kílómetra. Í fréttum Stöðvar 2 voru Húnavatnssýslur heimsóttar en rennislétt slitlag er sú mynd sem flestir landsmenn hafa af þjóðveginum um héraðið. En þegar beygt er út á sveitavegina tekur við allt annar veruleiki; mjóir, holóttir malarvegir með varasömum blindhæðum og beygjum. Þegar við mynduðum vegagerð í Refasveit í haust milli Blönduóss og Skagastrandar fagnaði oddviti Húnaþings því að losna við gamla veginn. Frá vegagerð í Refasveit.Sigurjón Ólason „Það sem er auðvitað leiðinlegt við þetta er það að við eigum bara allt of mikið af svona verkefnum hér, sem þarf að fara í. Við erum bara allt of langt á eftir með okkar vegasamgöngur hér í þessum landshluta,“ sagði Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Hann telur þörf á átaki í endurnýjun sveitavega. „Klárlega. Tengivegir og svoleiðis. Ég meina, þetta eru vegir sem fólk keyrir um alla daga til þess að sækja sína vinnu og þjónustu. Við viljum meira.“ Frá sveitavegi í Húnaþingi vestra. Þessi er um Fitjárdal ofan Víðidals.Egill Aðalsteinsson Hann spyr hvort slaka megi á kröfum. „Malbika eða setja bundið slitlag á vegi í því formi sem þeir eru til þess að við séum ekki með þetta, bjóðum ekki skólabörnum hér í þessu kjördæmi upp á það sem er verið að gera, eins og á Vatnsnesvegi og hér inn til allra sveita og á Skagaveginum, fyrir Skaga. Og án ábyrgðar: Ef það er slakað á kröfum og hugsanlega tekinn niður umferðarhraði á fáfarnari sveitavegum, erum við þá að tala um vegagerð þar sem er hægt að komast sjö kílómetra í staðinn fyrir einn? Í fullbreiðum vegi?“ Þetta snúist bæði um öryggi og lífsgæði. „Lífsgæði og bara endingu á bílunum okkar,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalasýsla er annað hérað sem býr við hátt hlutfall malarvega, sem fjallað var um þessari frétt fyrir fimm árum: Í Þingeyjarsýslum hefur lengi verið kallað eftir endurbótum sveitavega, eins og heyra mátti í þessari frétt fyrir sex árum: Vegagerð Samgöngur Húnabyggð Húnaþing vestra Byggðamál Tengdar fréttir Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30 Segjast hafa Húnvetninga í vinnu til að halda friðinn Húnvetningar sjá fram á miklar samgöngubætur með fimmtán kílómetra vegagerð í Refasveit. Þetta er stærsta verk sem unnið er að á Norðurlandi vestra um þessar mundir, upp á einn og hálfan milljarð króna. Það eru hins vegar Skagfirðingar sem annast vegagerðina. 19. september 2022 22:42 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru Húnavatnssýslur heimsóttar en rennislétt slitlag er sú mynd sem flestir landsmenn hafa af þjóðveginum um héraðið. En þegar beygt er út á sveitavegina tekur við allt annar veruleiki; mjóir, holóttir malarvegir með varasömum blindhæðum og beygjum. Þegar við mynduðum vegagerð í Refasveit í haust milli Blönduóss og Skagastrandar fagnaði oddviti Húnaþings því að losna við gamla veginn. Frá vegagerð í Refasveit.Sigurjón Ólason „Það sem er auðvitað leiðinlegt við þetta er það að við eigum bara allt of mikið af svona verkefnum hér, sem þarf að fara í. Við erum bara allt of langt á eftir með okkar vegasamgöngur hér í þessum landshluta,“ sagði Guðmundur Haukur Jakobsson, forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Hann telur þörf á átaki í endurnýjun sveitavega. „Klárlega. Tengivegir og svoleiðis. Ég meina, þetta eru vegir sem fólk keyrir um alla daga til þess að sækja sína vinnu og þjónustu. Við viljum meira.“ Frá sveitavegi í Húnaþingi vestra. Þessi er um Fitjárdal ofan Víðidals.Egill Aðalsteinsson Hann spyr hvort slaka megi á kröfum. „Malbika eða setja bundið slitlag á vegi í því formi sem þeir eru til þess að við séum ekki með þetta, bjóðum ekki skólabörnum hér í þessu kjördæmi upp á það sem er verið að gera, eins og á Vatnsnesvegi og hér inn til allra sveita og á Skagaveginum, fyrir Skaga. Og án ábyrgðar: Ef það er slakað á kröfum og hugsanlega tekinn niður umferðarhraði á fáfarnari sveitavegum, erum við þá að tala um vegagerð þar sem er hægt að komast sjö kílómetra í staðinn fyrir einn? Í fullbreiðum vegi?“ Þetta snúist bæði um öryggi og lífsgæði. „Lífsgæði og bara endingu á bílunum okkar,“ segir forseti sveitarstjórnar Húnabyggðar. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Dalasýsla er annað hérað sem býr við hátt hlutfall malarvega, sem fjallað var um þessari frétt fyrir fimm árum: Í Þingeyjarsýslum hefur lengi verið kallað eftir endurbótum sveitavega, eins og heyra mátti í þessari frétt fyrir sex árum:
Vegagerð Samgöngur Húnabyggð Húnaþing vestra Byggðamál Tengdar fréttir Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30 Segjast hafa Húnvetninga í vinnu til að halda friðinn Húnvetningar sjá fram á miklar samgöngubætur með fimmtán kílómetra vegagerð í Refasveit. Þetta er stærsta verk sem unnið er að á Norðurlandi vestra um þessar mundir, upp á einn og hálfan milljarð króna. Það eru hins vegar Skagfirðingar sem annast vegagerðina. 19. september 2022 22:42 Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Sveitarstjóri segir að allir ættu að eiga rétt á bundnu slitlagi Malarvegir í byggðum landsins eiga að heyra til fortíðinni, að mati sveitarstjóra Hörgársveitar, sem kallar eftir stórátaki í lagningu bundins slitlags á sveitavegi. 23. júlí 2019 10:30
Segjast hafa Húnvetninga í vinnu til að halda friðinn Húnvetningar sjá fram á miklar samgöngubætur með fimmtán kílómetra vegagerð í Refasveit. Þetta er stærsta verk sem unnið er að á Norðurlandi vestra um þessar mundir, upp á einn og hálfan milljarð króna. Það eru hins vegar Skagfirðingar sem annast vegagerðina. 19. september 2022 22:42
Aka lengst allra á möl en ætíð frestast vegabætur Oddviti Árneshrepps á Ströndum segir það ömurlegt að fá þau skilaboð núna frá ríkisstjórn að enn eigi að fresta samgöngubótum. 8. nóvember 2018 20:30
Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30
Malarvegirnir hamla eflingu ferðaþjónustu Malarvegir hamla því að ferðaþjónusta geti eflst í Dalasýslu sem mótvægi við samdrætti í landbúnaði, að mati forystumanna í héraðinu. Þar er kallað eftir alvöru byggðastefnu fyrir kosningar. 16. október 2017 20:49