Vinur Jay Leno gæti hafa bjargað lífi hans um helgina Bjarki Sigurðsson skrifar 15. nóvember 2022 10:00 Jay Leno hlaut alvarleg brunasár á andliti. Getty/Roy Rochlin Bandaríski þáttastjórnandinn og grínistinn Jay Leno slasaðist alvarlega í bruna um helgina. Hann er með þriðja stigs brunasár á andliti en snör viðbrögð vinar hans sáu til þess að ekki fór verr. Bruninn átti sér stað um helgina í bílskúr Leno. Hann hlaut alvarleg brunasár á vinstri hlið andlitsins en eyra hans og auga sluppu. Leno segist ætla að taka næstu tvær vikur í að jafna sig. Bílskúr hans er staðsettur í Burbank í Los Angeles en Leno á meira en 180 ökutæki. Hann hefur safnað þeim í mörg ár. Bandaríski fjölmiðillinn TMZ ræddi við Leno en hann segist hafa verið að vinna við að laga White Steamer-bíl sinn þegar eldsvoðinn hófst. Leno og White Steamer-bíllinn sem hann var að vinna viðJay Leno's Garage Eldsneytisleiðsla bílsins var stífluð og var Leno að laga hana. Við viðgerðina sprautaðist eldsneyti á andlit hans og á nánast sama tíma varð neisti við leiðsluna. Við það kviknaði í Leno. Hann var heppinn að vinur hans Dave var með honum. Sá gat slökkt eldinn stuttu eftir að hann kviknaði og bjargaði þannig mögulega lífi Leno. Hann verður á spítala næstu fimm til tíu dagana. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Bruninn átti sér stað um helgina í bílskúr Leno. Hann hlaut alvarleg brunasár á vinstri hlið andlitsins en eyra hans og auga sluppu. Leno segist ætla að taka næstu tvær vikur í að jafna sig. Bílskúr hans er staðsettur í Burbank í Los Angeles en Leno á meira en 180 ökutæki. Hann hefur safnað þeim í mörg ár. Bandaríski fjölmiðillinn TMZ ræddi við Leno en hann segist hafa verið að vinna við að laga White Steamer-bíl sinn þegar eldsvoðinn hófst. Leno og White Steamer-bíllinn sem hann var að vinna viðJay Leno's Garage Eldsneytisleiðsla bílsins var stífluð og var Leno að laga hana. Við viðgerðina sprautaðist eldsneyti á andlit hans og á nánast sama tíma varð neisti við leiðsluna. Við það kviknaði í Leno. Hann var heppinn að vinur hans Dave var með honum. Sá gat slökkt eldinn stuttu eftir að hann kviknaði og bjargaði þannig mögulega lífi Leno. Hann verður á spítala næstu fimm til tíu dagana.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira