Valur rétt marði ÍR en Njarðvík burstaði Fjölni Smári Jökull Jónsson skrifar 16. nóvember 2022 21:13 Valsliðið lenti í óvæntum vandræðum gegn botnliði ÍR. Valur vann nauman sigur á botnliði ÍR í Subway-deild kvenna í körfuknattleik í dag. Kiana Johnson skoraði sigurkörfuna þegar þrjár sekúndur voru eftir en ÍR hefur ekki unnið leik í deildinni í vetur. Þá vann Njarðvík stórsigur á Fjölni suður með sjó. Fyrir leikinn í kvöld bjuggust flestir við öruggum sigri Vals gegn ÍR enda þær síðarnefndu sigurlausar eftir níu umferðir en Valskonur komnar með sex sigra í sinn poka. Sú varð þó alls ekki raunin. Valur leiddi 28-19 eftir fyrsta leikhlutann en ÍR bætti varnarleik sinn í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik 46-41 Val í vil. Í síðari hálfleik var spennan síðan mikil. Valur hélt frumkvæðinu en ÍR missti þær aldrei of langt fram úr sér. Það munaði sex stigum á liðinu fyrir loka leikhlutann en í fjórða leikhlutanum tókst ÍR að minnka muninn en frekar og komst yfir í stöðunni 66-64 þegar rúmar fimm mínútur voru eftir. Jafnt var á með liðunum eftir það. ÍR jafnaði úr tveimur vítaskotum þegar rúm mínúta var eftir og í kjölfarið fóru næstu sóknir liðanna forgörðum. Það var hins vegar Kiana Johnson sem hjó á hnútinn hjá Valskonum. Hún skoraði sigurkörfuna þegar þrjár sekúndur voru eftir og tryggði Val 76-74 sigur. Johnson var stigahæst hjá Val með 28 stig og Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði 16. Hjá ÍR skoraði Jamie Cherry einnig 28 stig og Greeta Uprus kom næst með 22 stig. Í Njarðvík tóku Íslandsmeistararnir á móti Fjölni. Þar hafði Njarðvík yfirhöndina frá upphafi og var komið með nítján stiga forskot í leikhléi þar sem þær leiddu 54-35. Munurinn í síðari hálfleik varð mestur þrjátíu stig og aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda. Aliyah Collier skoraði 30 stig fyrir Njarðvík og Raquel Laneinro 14. Taylor Jones skoraði 31 stig fyrir Fjölni og var langstigahæst í þeirra herbúðum. Valur ÍR UMF Njarðvík Fjölnir Subway-deild kvenna Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira
Fyrir leikinn í kvöld bjuggust flestir við öruggum sigri Vals gegn ÍR enda þær síðarnefndu sigurlausar eftir níu umferðir en Valskonur komnar með sex sigra í sinn poka. Sú varð þó alls ekki raunin. Valur leiddi 28-19 eftir fyrsta leikhlutann en ÍR bætti varnarleik sinn í öðrum leikhluta og staðan í hálfleik 46-41 Val í vil. Í síðari hálfleik var spennan síðan mikil. Valur hélt frumkvæðinu en ÍR missti þær aldrei of langt fram úr sér. Það munaði sex stigum á liðinu fyrir loka leikhlutann en í fjórða leikhlutanum tókst ÍR að minnka muninn en frekar og komst yfir í stöðunni 66-64 þegar rúmar fimm mínútur voru eftir. Jafnt var á með liðunum eftir það. ÍR jafnaði úr tveimur vítaskotum þegar rúm mínúta var eftir og í kjölfarið fóru næstu sóknir liðanna forgörðum. Það var hins vegar Kiana Johnson sem hjó á hnútinn hjá Valskonum. Hún skoraði sigurkörfuna þegar þrjár sekúndur voru eftir og tryggði Val 76-74 sigur. Johnson var stigahæst hjá Val með 28 stig og Ásta Júlía Grímsdóttir skoraði 16. Hjá ÍR skoraði Jamie Cherry einnig 28 stig og Greeta Uprus kom næst með 22 stig. Í Njarðvík tóku Íslandsmeistararnir á móti Fjölni. Þar hafði Njarðvík yfirhöndina frá upphafi og var komið með nítján stiga forskot í leikhléi þar sem þær leiddu 54-35. Munurinn í síðari hálfleik varð mestur þrjátíu stig og aldrei spurning hvar sigurinn myndi enda. Aliyah Collier skoraði 30 stig fyrir Njarðvík og Raquel Laneinro 14. Taylor Jones skoraði 31 stig fyrir Fjölni og var langstigahæst í þeirra herbúðum.
Valur ÍR UMF Njarðvík Fjölnir Subway-deild kvenna Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Fótbolti Fleiri fréttir Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Sjá meira