Einföld leið til að stytta vinnuvikuna Tómas Ragnarz skrifar 17. nóvember 2022 09:01 Fram undan eru kjaraviðræður og er ekki annað að sjá en að hart verði tekist á við samningaborðið. Meðal þess sem verður rætt í vetur er tillaga VR um frekari styttingu vinnuvikunnar, þannig að hún verði 32 klukkustundir. Það er virðingarvert markmið enda á lífið að snúast um annað og meira en vinnuna. Fólk á dánarbeðinum sér enda sjaldnast eftir því að hafa ekki unnið meira á lífsleiðinni. Það er því rétt að kroppa aðeins af vinnudeginum – og sumar leiðir til þess eru einfaldari en aðrar. Við sem lifum og störfum á höfuðborgarsvæðinu höfum ekki farið varhluta af því að umferðin er orðin þung á morgnana og seinni partinn. Bílaraðirnar á álagstímum eru orðnar slíkar að það er óhætt að áætla að ferðin hvora leið muni taka upp undir 30 mínútur, samanlagt heilan klukkutíma á dag. Þessum tíma finnst mér illa varið. Á einum mánuði slagar ferðatíminn, sem við erum að koma okkur til og frá vinnu, upp í rúmlega hálfa vinnuviku. Það sem meira er: þessi ferðatími á vinnustaðinn er hluti af vinnudeginum. Ef við þyrftum ekki að koma okkur á vinnustaðinn þá myndum við verja þessum tíma með öðrum hætti og því er þessi langi ferðatími órjúfanlegur hluti vinnudagsins. Fyrir vikið er hann allt að klukkustund lengri en vinnuskylda fólks kveður á um. Engin þörf á milljarða útgjöldum Með því að stytta þennan ferðatíma myndum við stytta vinnuvikuna með nokkuð einföldum hætti. En hvað er til ráða? Ráðast í milljarða framkvæmdir á vegum til að leysa umferðarhnúta sem myndast tvisvar á sólarhring? Setja milljarða í að auðvelda fólki að velja sér aðra ferðamáta en bílinn? Þétta byggðina enn frekar? Þessar leiðir eru dýrar, hafa sína kosti og galla og gætu tekið langan tíma að komast til framkvæmda. Það er hins vegar til einfaldari og ódýrari leið til að stytta ferðatíma fólk á vinnustaðinn: Að mæta hreinlega ekki á vinnustaðinn. Faraldurinn kippti okkur inn í framtíðina á mettíma og þessi framtíð er sveigjanleg. Fólk sem þarf ekki að mæta á vinnustaðinn ætti að hafa frelsið til að starfa þar sem það sjálft vill. Ef starfsmenn vinna betur heima hjá sér, á kaffihúsum eða bókasöfnum þá ættu þeir að fá að gera það. Aukið frelsi til að vinna í nærumhverfi sínu mun draga stórlega úr þörfinni á að yfirgefa það – sem fækkar ferðum, styttir ferðatíma og dregur úr umferð. Þess vegna stefnum við Regus á það að opna góða fjarvinnuaðstöðu í öllum hverfum borgarinnar og að innan fárra ára verði hægt að nálgast slíka aðstöðu um land allt. Þar sem hópar starfsfólks geta fundað eftir hentisemi og vinnustaðir leigt eftir þörfum. Þannig geti fólk stundað sína vinnu í nærumhverfinu, sparað ferðatíma og lengt samverustundir með fjölskyldunni. Auk þess þyrftu fyrirtæki síður að reka eigið húsnæði með tilheyrandi kostnaði heldur gætu þau leigt aðstöðu eftir þörfum og hvernig gengur í rekstrinum hverju sinni. Ég er þeirrar skoðunar að þessi sveigjanleiki eigi að vera eitt af þeim atriðum sem verða rædd við kjarasamningaborðið í vetur, eins og ég kom inn á í samtali við Reykjavík síðdegis í vor. Allar greinar græða Auðitað hentar þessi lausn ekki öllum, sumt fólk þarf einfaldlega að mæta á vinnustaðinn svo að reksturinn gangi. En ef að þau sem geta unnið heima hjá sér eða á fjarvinnustöðvum í nærumhverfi sínu myndu gera það, í stað þess að gera sér ferð á skrifstofuna, þá myndi það létta umferðina fyrir öll þau sem geta það ekki. Fyrir vikið styttist ferðatíminn hjá öllum og vinnuvikan með. Þar fyrir utan eru styttri og færri ferðalög gríðarlega umhverfisvæn. Minni útblástur, minna slit á vegum, minna svifryk og minni eldsneytiskaup sem skila sér í heilnæmara umhverfi fyrir okkur öll. Allt leiðir þetta til minni viðhaldsþarfar á innviðum og auðvelt er að færa rök fyrir því að minni mengun létti álagi af heilbrigðiskerfinu. Því ætti hið opinbera að fara fram með góðu fordæmi og auðvelda öllu sínu skrifstofustarfsfólki að stunda vinnu í nærumhverfi sínu. Það væri einfaldlega góð nýting á skattfé. Framtíðin er hér og framtíðin er sveigjanleg. Við hjá Regus ætlum okkur að auðvelda öllum að grípa tækifærin sem henni fylgja – í stað þess að sitja pikkföst í umferðinni meðan framtíðin keyrir framhjá okkur. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Regus á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarvinna Stytting vinnuvikunnar Vinnustaðurinn Vinnumarkaður Samgöngur Kjaramál Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Fram undan eru kjaraviðræður og er ekki annað að sjá en að hart verði tekist á við samningaborðið. Meðal þess sem verður rætt í vetur er tillaga VR um frekari styttingu vinnuvikunnar, þannig að hún verði 32 klukkustundir. Það er virðingarvert markmið enda á lífið að snúast um annað og meira en vinnuna. Fólk á dánarbeðinum sér enda sjaldnast eftir því að hafa ekki unnið meira á lífsleiðinni. Það er því rétt að kroppa aðeins af vinnudeginum – og sumar leiðir til þess eru einfaldari en aðrar. Við sem lifum og störfum á höfuðborgarsvæðinu höfum ekki farið varhluta af því að umferðin er orðin þung á morgnana og seinni partinn. Bílaraðirnar á álagstímum eru orðnar slíkar að það er óhætt að áætla að ferðin hvora leið muni taka upp undir 30 mínútur, samanlagt heilan klukkutíma á dag. Þessum tíma finnst mér illa varið. Á einum mánuði slagar ferðatíminn, sem við erum að koma okkur til og frá vinnu, upp í rúmlega hálfa vinnuviku. Það sem meira er: þessi ferðatími á vinnustaðinn er hluti af vinnudeginum. Ef við þyrftum ekki að koma okkur á vinnustaðinn þá myndum við verja þessum tíma með öðrum hætti og því er þessi langi ferðatími órjúfanlegur hluti vinnudagsins. Fyrir vikið er hann allt að klukkustund lengri en vinnuskylda fólks kveður á um. Engin þörf á milljarða útgjöldum Með því að stytta þennan ferðatíma myndum við stytta vinnuvikuna með nokkuð einföldum hætti. En hvað er til ráða? Ráðast í milljarða framkvæmdir á vegum til að leysa umferðarhnúta sem myndast tvisvar á sólarhring? Setja milljarða í að auðvelda fólki að velja sér aðra ferðamáta en bílinn? Þétta byggðina enn frekar? Þessar leiðir eru dýrar, hafa sína kosti og galla og gætu tekið langan tíma að komast til framkvæmda. Það er hins vegar til einfaldari og ódýrari leið til að stytta ferðatíma fólk á vinnustaðinn: Að mæta hreinlega ekki á vinnustaðinn. Faraldurinn kippti okkur inn í framtíðina á mettíma og þessi framtíð er sveigjanleg. Fólk sem þarf ekki að mæta á vinnustaðinn ætti að hafa frelsið til að starfa þar sem það sjálft vill. Ef starfsmenn vinna betur heima hjá sér, á kaffihúsum eða bókasöfnum þá ættu þeir að fá að gera það. Aukið frelsi til að vinna í nærumhverfi sínu mun draga stórlega úr þörfinni á að yfirgefa það – sem fækkar ferðum, styttir ferðatíma og dregur úr umferð. Þess vegna stefnum við Regus á það að opna góða fjarvinnuaðstöðu í öllum hverfum borgarinnar og að innan fárra ára verði hægt að nálgast slíka aðstöðu um land allt. Þar sem hópar starfsfólks geta fundað eftir hentisemi og vinnustaðir leigt eftir þörfum. Þannig geti fólk stundað sína vinnu í nærumhverfinu, sparað ferðatíma og lengt samverustundir með fjölskyldunni. Auk þess þyrftu fyrirtæki síður að reka eigið húsnæði með tilheyrandi kostnaði heldur gætu þau leigt aðstöðu eftir þörfum og hvernig gengur í rekstrinum hverju sinni. Ég er þeirrar skoðunar að þessi sveigjanleiki eigi að vera eitt af þeim atriðum sem verða rædd við kjarasamningaborðið í vetur, eins og ég kom inn á í samtali við Reykjavík síðdegis í vor. Allar greinar græða Auðitað hentar þessi lausn ekki öllum, sumt fólk þarf einfaldlega að mæta á vinnustaðinn svo að reksturinn gangi. En ef að þau sem geta unnið heima hjá sér eða á fjarvinnustöðvum í nærumhverfi sínu myndu gera það, í stað þess að gera sér ferð á skrifstofuna, þá myndi það létta umferðina fyrir öll þau sem geta það ekki. Fyrir vikið styttist ferðatíminn hjá öllum og vinnuvikan með. Þar fyrir utan eru styttri og færri ferðalög gríðarlega umhverfisvæn. Minni útblástur, minna slit á vegum, minna svifryk og minni eldsneytiskaup sem skila sér í heilnæmara umhverfi fyrir okkur öll. Allt leiðir þetta til minni viðhaldsþarfar á innviðum og auðvelt er að færa rök fyrir því að minni mengun létti álagi af heilbrigðiskerfinu. Því ætti hið opinbera að fara fram með góðu fordæmi og auðvelda öllu sínu skrifstofustarfsfólki að stunda vinnu í nærumhverfi sínu. Það væri einfaldlega góð nýting á skattfé. Framtíðin er hér og framtíðin er sveigjanleg. Við hjá Regus ætlum okkur að auðvelda öllum að grípa tækifærin sem henni fylgja – í stað þess að sitja pikkföst í umferðinni meðan framtíðin keyrir framhjá okkur. Höfundur er eigandi og framkvæmdastjóri Regus á Íslandi.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun