Tindastóll áfrýjaði og óvissan í bikarnum heldur áfram Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2022 13:21 Hilmar Smári Henningsson tók vítaskot fyrir Hauka á meðan að fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru innan vallar. Það stangast á við reglur KKÍ. Skjáskot/RÚV Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur áfrýjað úrskurði aganefndar KKÍ þess efnis að Haukum skyldi dæmdur 20-0 sigur í bikarleik liðanna í haust. Haukar kærðu úrslit leiksins eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í þriðja leikhluta, þegar Haukar áttu vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum á sama tíma. Það stangast á við reglur sem settar voru fyrir tímabilið þess efnis að ekki megi fleiri en þrír erlendir leikmenn vera samtímis innan vallar í sama liði. Eftir úrskurð aganefndar hafði Tindastóll frest fram á þriðjudag til að áfrýja honum til áfrýjunardómstóls KKÍ, efsta dómstigs sambandsins, og hefur nú nýtt rétt sinn til þess: „Við gerðum það. Okkur finnst þetta ósanngjörn niðurstaða. Þetta hafði ekki áhrif á leikinn og viðurlögin við þessum mistökum eru ekki í samræmi við brotið,“ sagði Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls við Vísi. Því er enn óvíst hvort liðanna mætir Njarðvík í 16-liða úrslitum VÍS-bikarsins og hvað þá hvert þessara þriggja liða mætir Keflavík í 8-liða úrslitunum, sem eiga að fara fram 11.-12. desember. Ljóst er að sá leikur verður ekki spilaður þá. Haukar hafa núna nokkra daga til að skila inn greinargerð vegna málsins. Eftir því sem Vísir kemst næst standa vonir til þess að niðurstaða áfrýjunardómstóls liggi fyrir í byrjun desember, og að hægt verði að spila leikinn í 16-liða úrslitum í desember. Þá verði svo mögulega hægt að spila leik Keflavíkur í 8-liða úrslitunum, í tæka tíð fyrir undanúrslitin og úrslitin sem áætlað er að fari fram 11. og 14. janúar. Reglunum mögulega breytt en ekki afturvirkt Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sagði á dögunum við Vísi að meginástæðan fyrir kæru Hauka hefði ekki verið sú að komast áfram í bikarnum heldur sú að breytinga væri þörf á viðurlögum við brotum á borð við það sem Tindastóll varð uppvís að. Bragi lagði til að leikurinn yrði spilaður aftur samhliða því að KKÍ breytti reglugerð sinni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði stjórn sambandsins íhuga að breyta reglunum en þó ekki afturvirkt, og það myndi því ekki hafa áhrif á niðurstöðuna úr leik Tindastóls og Hauka. Hann sagði ekki þurfa neina kæru frá Haukum í þessu tiltekna máli til þess. Þá sagði Hannes stjórn KKÍ ekki geta tekið upp á því að láta spila leik aftur, slíkt hefði þurft að vera krafa Hauka í kæru til aganefndar, sem er óháð stjórn KKÍ, sem hefði þá getað tekið það til greina. VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Haukar kærðu úrslit leiksins eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í þriðja leikhluta, þegar Haukar áttu vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum á sama tíma. Það stangast á við reglur sem settar voru fyrir tímabilið þess efnis að ekki megi fleiri en þrír erlendir leikmenn vera samtímis innan vallar í sama liði. Eftir úrskurð aganefndar hafði Tindastóll frest fram á þriðjudag til að áfrýja honum til áfrýjunardómstóls KKÍ, efsta dómstigs sambandsins, og hefur nú nýtt rétt sinn til þess: „Við gerðum það. Okkur finnst þetta ósanngjörn niðurstaða. Þetta hafði ekki áhrif á leikinn og viðurlögin við þessum mistökum eru ekki í samræmi við brotið,“ sagði Dagur Þór Baldvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls við Vísi. Því er enn óvíst hvort liðanna mætir Njarðvík í 16-liða úrslitum VÍS-bikarsins og hvað þá hvert þessara þriggja liða mætir Keflavík í 8-liða úrslitunum, sem eiga að fara fram 11.-12. desember. Ljóst er að sá leikur verður ekki spilaður þá. Haukar hafa núna nokkra daga til að skila inn greinargerð vegna málsins. Eftir því sem Vísir kemst næst standa vonir til þess að niðurstaða áfrýjunardómstóls liggi fyrir í byrjun desember, og að hægt verði að spila leikinn í 16-liða úrslitum í desember. Þá verði svo mögulega hægt að spila leik Keflavíkur í 8-liða úrslitunum, í tæka tíð fyrir undanúrslitin og úrslitin sem áætlað er að fari fram 11. og 14. janúar. Reglunum mögulega breytt en ekki afturvirkt Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, sagði á dögunum við Vísi að meginástæðan fyrir kæru Hauka hefði ekki verið sú að komast áfram í bikarnum heldur sú að breytinga væri þörf á viðurlögum við brotum á borð við það sem Tindastóll varð uppvís að. Bragi lagði til að leikurinn yrði spilaður aftur samhliða því að KKÍ breytti reglugerð sinni. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sagði stjórn sambandsins íhuga að breyta reglunum en þó ekki afturvirkt, og það myndi því ekki hafa áhrif á niðurstöðuna úr leik Tindastóls og Hauka. Hann sagði ekki þurfa neina kæru frá Haukum í þessu tiltekna máli til þess. Þá sagði Hannes stjórn KKÍ ekki geta tekið upp á því að láta spila leik aftur, slíkt hefði þurft að vera krafa Hauka í kæru til aganefndar, sem er óháð stjórn KKÍ, sem hefði þá getað tekið það til greina.
VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira