Vilja þrívíddarprenta híbýli á tunglinu og Mars Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2022 15:01 Á þessari tölvuteiknuðu mynd má meðal annars sjá þrjá Project Olympus þjarka, eins og þeir eru hugsaðir í dag, vinna að byggingu innviða og húsa á tunglinu. ICON Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur veitt bandarísku fyrirtæki 57 milljónir dala til að þróa tækni til að prenta híbýli manna á tunglinu og jafnvel öðrum reikistjörnum. Fyrirtækið ICON frá Texas mun einnig þróa leiðir til að byggja innviði eins og vegi og lendingarpalla úr jarðvegi á tunglinu og Mars. Rannsóknarverkefnið, sem kallast Project Olympus, byggir á öðru slíku sem ICON hafði unnið að fyrir NASA og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Project Olympus snýr í grófum dráttum að því að búa til þjarka sem hægt er að senda með eða á undan mönnum til tunglsins og annarra reikistjarna, þar sem þeir geta byggt innviði úr þeim efnivið sem þar er að finna. Innan veggja NASA og víðar er unnið að því að senda menn til tunglsins á nýjan leik og það með Artemis-áætluninni svokölluðu. Þegar þetta er skrifað er Orion-geimfar á braut um tunglið í Artemis-1, fyrstu ferð áætlunarinnar. Seinna meir stendur til að koma upp varanlegri byggð á tunglinu og nota það sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Starfsmenn ICON munu meðal annars nota jarðsýni frá tunglinu við þessa rannsóknarvinnu og þyngdarleysisherma til að kanna hvernig þessi efni virka til byggingar í þyngdarafli tunglsins. Möguleg þrívíddarprentuð bækistöð á tunglinu.ICON Í tilkynningu frá ICON segir Jason Ballard, forstjóri, að til að koma upp byggðum á öðrum reikistjörnum þurfi að þróa góð og áreiðanleg kerfi til sem geti notast við þær auðlindir sem finna má á þessum fjarlægu stöðum. Hann segir forsvarsmenn fyrirtækisins ánægða með að starfsmenn þess hafi getað sýnt fram á að þessi tækni sé möguleg og þá hlakki til að gera hana að raunveruleika. Hann segir að verkefninu loknu muni verkefni hafa leitt til fyrstu bygginga mannkynsins á öðrum hnetti. Samningur NASA og ICON gerir ráð fyrir því að rannsóknarverkefninu ljúki árið 2028. Nauðsynleg tækni á öðrum heimum Niki Werkheiser, einn af yfirmönnum NASA, segir þessa tækni nauðsynlega til að kanna aðra heima. Eins og áður segir á að senda menn til að lenda á tunglinu með Artemis-3. Til stendur að skjóta því geimfari af stað árið 2025. Það verður í fyrsta sinn sem menn lenda á tunglinu frá 1972. NASA hefur gert samning við fyrirtækið SpaceX um að þeir geimfarar verði fluttir á yfirborð tunglsins um borð í Starship geimfari. Það sama verður gert þegar áhöfn Artemis-4 lendir á tunglinu. ICON hefur áður þrívíddarprentað frumgerð af mögulegu híbýli manna á Mars sem kallast Mars Dune Alpha. Geimurinn Tunglið Tækni Mars Artemis-áætlunin SpaceX Tengdar fréttir Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52 Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Rannsóknarverkefnið, sem kallast Project Olympus, byggir á öðru slíku sem ICON hafði unnið að fyrir NASA og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna. Project Olympus snýr í grófum dráttum að því að búa til þjarka sem hægt er að senda með eða á undan mönnum til tunglsins og annarra reikistjarna, þar sem þeir geta byggt innviði úr þeim efnivið sem þar er að finna. Innan veggja NASA og víðar er unnið að því að senda menn til tunglsins á nýjan leik og það með Artemis-áætluninni svokölluðu. Þegar þetta er skrifað er Orion-geimfar á braut um tunglið í Artemis-1, fyrstu ferð áætlunarinnar. Seinna meir stendur til að koma upp varanlegri byggð á tunglinu og nota það sem stökkpall lengra út í sólkerfið. Starfsmenn ICON munu meðal annars nota jarðsýni frá tunglinu við þessa rannsóknarvinnu og þyngdarleysisherma til að kanna hvernig þessi efni virka til byggingar í þyngdarafli tunglsins. Möguleg þrívíddarprentuð bækistöð á tunglinu.ICON Í tilkynningu frá ICON segir Jason Ballard, forstjóri, að til að koma upp byggðum á öðrum reikistjörnum þurfi að þróa góð og áreiðanleg kerfi til sem geti notast við þær auðlindir sem finna má á þessum fjarlægu stöðum. Hann segir forsvarsmenn fyrirtækisins ánægða með að starfsmenn þess hafi getað sýnt fram á að þessi tækni sé möguleg og þá hlakki til að gera hana að raunveruleika. Hann segir að verkefninu loknu muni verkefni hafa leitt til fyrstu bygginga mannkynsins á öðrum hnetti. Samningur NASA og ICON gerir ráð fyrir því að rannsóknarverkefninu ljúki árið 2028. Nauðsynleg tækni á öðrum heimum Niki Werkheiser, einn af yfirmönnum NASA, segir þessa tækni nauðsynlega til að kanna aðra heima. Eins og áður segir á að senda menn til að lenda á tunglinu með Artemis-3. Til stendur að skjóta því geimfari af stað árið 2025. Það verður í fyrsta sinn sem menn lenda á tunglinu frá 1972. NASA hefur gert samning við fyrirtækið SpaceX um að þeir geimfarar verði fluttir á yfirborð tunglsins um borð í Starship geimfari. Það sama verður gert þegar áhöfn Artemis-4 lendir á tunglinu. ICON hefur áður þrívíddarprentað frumgerð af mögulegu híbýli manna á Mars sem kallast Mars Dune Alpha.
Geimurinn Tunglið Tækni Mars Artemis-áætlunin SpaceX Tengdar fréttir Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52 Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15 Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Innlent Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Bandarískir erindrekir hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Sjá meira
Bein útsending: Flogið upp að tunglinu Orion-geimfarið sem sent var til tunglsins í fyrsta geimskoti Artemis-áætlunarinnar stefnir nú hraðbyr að tunglinu. Þyngdarkraftur tunglsins verður notaður í dag til að koma því á háa sporbraut en myndefni frá geimfarinu er streymt til jarðarinnar. 21. nóvember 2022 10:52
Á fleygiferð til tunglsins Fyrsta geimskot Artemis-áætlunarinnar heppnaðist vel þegar Orion geimfari var skotið af stað til tunglsins. Um fimmtíu ár eru frá því menn stóðu síðast á yfirborði tunglsins en Artemis-áætlunin snýr að því að koma upp varanlegri viðveru þar á næstu árum. 17. nóvember 2022 11:15
Artemis-1 loks á leið til tunglsins Starfsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) skutu í morgun geimfari af stað til tunglsins. Eftir ítrekaðar frestanir bar fyrsta Space Launch System eldflaugin, sem er sú öflugasta sem hefur verið framleidd, Orion-geimfar á braut um jörðu en þaðan verður farinu flogið til tunglsins. 16. nóvember 2022 08:29