„Hefðum tekið stigið fyrirfram en ógeðslega pirraðir að hafa ekki unnið“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. desember 2022 23:01 Björgvin Páll Gústavsson var eðlilega súr og svekktur eftir leikinn. Vísir/Hulda Margrét Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Íslandsmeistara Vals, gat ekki leynt svekkelsi sínu eftir að liðið tapaði niður sjö marka forystu gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir þó að liðið verði að virða stigið sem þó fékkst. „Það var mikil þreyta í mönnum í þessum leik. Við erum að spila á háu tempói mjög lengi og við spilum frábærlega í þessum leik í rauninni allan leikinn. Þeir ná að saxa á okkur undir restina, en við erum spila frábæran leik frá fyrstu mínútu og nánast að þeirri síðustu,“ sagði Björgvin Páll eftir leikinn. „Síðan missum við aðeins dampinn og missum menn í meiðsli. Benni [Benedikt Gunnar Óskarsson] dettur aðeins út og það er mikil þreyta í okkur öllum. Orkustigið er hátt og auðvitað kemur höllin með þeim. Ungverjarnir lenda upp við vegg og koma svo til baka og þá var aðeins erfitt að stíga aftur á bensíngjöfina.“ „Ég held að við hefðum tekið stigið fyrirfram en ógeðslega pirraðir að hafa ekki unnið leikinn.“ Björgvin átti flottan leik framan af í liði Vals, en gekk illa að klukka bolta seinni hluta síðari hálfleiks. Hann segir að sér og öðrum leimönnum liðsins líði illa eftir tapað stig. „Illa. Þetta er mjög svekkjandi. Við ætlum auðvitað að koma hingað til að vinna, en við verðum samt að virða stigið líka. Við erum með innbyrðis viðureignina á þá og þetta er punktur í erfiðrir keppni á erfiðum útivelli. En úr því sem komið var áttum við bara að klára þetta miklu fyrr. Það var kannski smá aulaskapur í okkur að gera það ekki,“ sagði Björgvin að lokum. Valur Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir „Héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, var hálf niðurlútur eftir að liðið missti frá sér sjö marka forskot gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að leikjaálagið hafi ekki haft áhrif á sína menn. 6. desember 2022 20:16 Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. 6. desember 2022 19:40 „Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. 6. desember 2022 20:02 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
„Það var mikil þreyta í mönnum í þessum leik. Við erum að spila á háu tempói mjög lengi og við spilum frábærlega í þessum leik í rauninni allan leikinn. Þeir ná að saxa á okkur undir restina, en við erum spila frábæran leik frá fyrstu mínútu og nánast að þeirri síðustu,“ sagði Björgvin Páll eftir leikinn. „Síðan missum við aðeins dampinn og missum menn í meiðsli. Benni [Benedikt Gunnar Óskarsson] dettur aðeins út og það er mikil þreyta í okkur öllum. Orkustigið er hátt og auðvitað kemur höllin með þeim. Ungverjarnir lenda upp við vegg og koma svo til baka og þá var aðeins erfitt að stíga aftur á bensíngjöfina.“ „Ég held að við hefðum tekið stigið fyrirfram en ógeðslega pirraðir að hafa ekki unnið leikinn.“ Björgvin átti flottan leik framan af í liði Vals, en gekk illa að klukka bolta seinni hluta síðari hálfleiks. Hann segir að sér og öðrum leimönnum liðsins líði illa eftir tapað stig. „Illa. Þetta er mjög svekkjandi. Við ætlum auðvitað að koma hingað til að vinna, en við verðum samt að virða stigið líka. Við erum með innbyrðis viðureignina á þá og þetta er punktur í erfiðrir keppni á erfiðum útivelli. En úr því sem komið var áttum við bara að klára þetta miklu fyrr. Það var kannski smá aulaskapur í okkur að gera það ekki,“ sagði Björgvin að lokum.
Valur Handbolti Evrópudeild karla í handbolta Tengdar fréttir „Héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, var hálf niðurlútur eftir að liðið missti frá sér sjö marka forskot gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að leikjaálagið hafi ekki haft áhrif á sína menn. 6. desember 2022 20:16 Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. 6. desember 2022 19:40 „Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. 6. desember 2022 20:02 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Fleiri fréttir „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Sjá meira
„Héldum ekki nógu vel á spilunum þegar við vorum komnir með forskot“ Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Valsmanna, var hálf niðurlútur eftir að liðið missti frá sér sjö marka forskot gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Hann segir að leikjaálagið hafi ekki haft áhrif á sína menn. 6. desember 2022 20:16
Umfjöllun: Ferencváros - Valur 33-33 | Valsmenn köstuðu frá sér sigrinum í Búdapest Valur gerði 33-33 jafntefli við Ferencváros í B-riðli Evrópudeildarinnar í handbolta í kvöld. Ungverjarnir jöfnuðu metin með marki úr vítakasti eftir að leiktíminn var runninn út. 6. desember 2022 19:40
„Þetta var leikur sem við áttum að taka“ Hornamaðurinn Stiven Tobar Valencia var eðlilega súr eftir að Valsmenn gerðu 33-33 jafntefli gegn Ferencváros í Evrópudeildinni í handbolta í kvöld. Valsmenn náðu mest sjö marka forskoti í leiknum, en Ungverjarnir jöfnuðu metin úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. 6. desember 2022 20:02
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita