Hugleiðing um Kristna trú og menningu Árni Már Jensson skrifar 8. desember 2022 14:30 Ástarhöfðinginn Jesú var kraftaverkalæknir, viskubrunnur og húmanisti í þátíð, nútíð og framtíð. Hann kennir, að Guð elskar allt fólk og leggur áherslu á að kærleikurinn sé skilyrðislaus og að hann eigi að vera fyrirmynd um hvernig við komum fram hvert við annað. Í guðspjöllunum talar Jesú oft um mikilvægi þess að elska náungann og jafnvel óvini okkar. Hann leggur áherslu á gildi samúðar og fyrirgefningar. Hann kennir að við eigum að leitast við að koma fram við aðra af góðvild, skilningi og virðingu og vera fús til að leggja okkur fram um að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi og að það sé lykillinn að siðferðilegu og fullnægjandi lífi. Gullna reglan er þannig meginstoð kristinnar siðfræði. Hana er að finna í Matteusarguðspjalli og er úr fjallræðu Jesú Krists og hljóðar: „Allt sem þér viljið að aðrir geri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Þessi boðskapur kærleika og samúðar er miðlægur í kenningum Jesú og grundvallaratriði í boðskap hans um mannúð. Í guðspjöllunum mælir Jesús gegn óréttlæti og hræsni og hann talar stöðugt fyrir fátækum, sjúkum, jaðarsettum og kúguðum. Svona útskýrði Jesú Guðsríki fyrir faríseunum: Hann sagði: „Guðsríki kemur ekki þannig að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðsríki er innra með yður.“ Þarna vísaði Jesú til þess einfalda sannleika að Guð sé andi skilyrðislauss kærleika sem býr innra með manninum, jafnt sem ytra, og honum því eðlislægt að gangast við og svara. Hann var að leiðbeina fræðimönnunum, svolítið eins og litlum börnum, að flækja hlutina ekki um of og leita ekki langt yfir skammt. Að gagnvirk hringrás Guðs væri innra með þeim frá þeirri stundu sem þeir meðtækju hana og iðkuðu. Frá þeirri stundu sem þeir meðtækju að vera í Guði - yrði Guð í þeim. En þeir skildu hann ekki. Andhverfur kærleikans; sjálfhverfan, hrokinn og hræsnin byrgðu þeim sýn á inntak orða Jesú að einum þeirra undanskildum, Nikodemusi. Kristni hefur haft jákvæð og mótandi áhrif á marga þætti mannkynssögunnar. Kristnin hefur lagt grunn að siðferðilegum meginreglum sem hafa mótað einstaklinga, réttarkerfi og samfélög. Kristnin elur hugmyndina um kærleik í garð allra og hvetur fólk til að hugsa um aðra af meiri samúð. Kristnin hefur lagt áherslu á mikilvægi iðrunar og endurlausnar og skapað lausn fyrir einstaklinga og samfélög að leita fyrirgefningar og bæta fyrir mistök sín. Kristnin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í þróun margvíslegrar menningar, s.s. bókmennta, sögu, tónlista og myndlista og hefur verið innblástur í mörg af stórfenglegustu listaverkum mannkynssögunnar. Kristnin er að grunni til hugmyndafræðin að velferðar og heilbrigðiskerfi vesturlanda og þeim samfélags jöfnuði sem miðar að jöfnum tækifærum allra. Kristin hugmyndafræði hefur alið af sér víðtækari starfsemi hjálparsamtaka en nokkur önnur dæmi eru um. Kristnin hefur stuðlað að vexti og útbreiðslu menntunar og hvatt til akademískrar þekkingaröflunar. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig kristin hugmyndafræði hefur auðgað mannkynið og mótað samfélögin og vert að hafa í huga að framangreind upptalning er síður en svo tæmandi. Jesú var heilagur en yfir honum bjó engin helgislepja. Auk viskunnar bjó hann yfir ríkri kímnigáfu og átti það til að mæla af dulúð eins og fyrir komandi kynslóðir að brjóta heilann um inntak orða sínna. Við tvíburabróðirinn Tómas sagði hann t.a.m. eftirfarandi: „Nú hefur einhver leit. Megi hinn sami halda leit sinni áfram þar til hann finnur. Í þeirri andrá mun hann sundla en gagntekinn hrifningu mun hann sigrast á örvæntingu andartaksins og ríkja yfir öllu.“ Hvað átti Jesú við? Höfundur er áhugamaður um bætt samfélag og betra líf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Ástarhöfðinginn Jesú var kraftaverkalæknir, viskubrunnur og húmanisti í þátíð, nútíð og framtíð. Hann kennir, að Guð elskar allt fólk og leggur áherslu á að kærleikurinn sé skilyrðislaus og að hann eigi að vera fyrirmynd um hvernig við komum fram hvert við annað. Í guðspjöllunum talar Jesú oft um mikilvægi þess að elska náungann og jafnvel óvini okkar. Hann leggur áherslu á gildi samúðar og fyrirgefningar. Hann kennir að við eigum að leitast við að koma fram við aðra af góðvild, skilningi og virðingu og vera fús til að leggja okkur fram um að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi og að það sé lykillinn að siðferðilegu og fullnægjandi lífi. Gullna reglan er þannig meginstoð kristinnar siðfræði. Hana er að finna í Matteusarguðspjalli og er úr fjallræðu Jesú Krists og hljóðar: „Allt sem þér viljið að aðrir geri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.“ Þessi boðskapur kærleika og samúðar er miðlægur í kenningum Jesú og grundvallaratriði í boðskap hans um mannúð. Í guðspjöllunum mælir Jesús gegn óréttlæti og hræsni og hann talar stöðugt fyrir fátækum, sjúkum, jaðarsettum og kúguðum. Svona útskýrði Jesú Guðsríki fyrir faríseunum: Hann sagði: „Guðsríki kemur ekki þannig að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðsríki er innra með yður.“ Þarna vísaði Jesú til þess einfalda sannleika að Guð sé andi skilyrðislauss kærleika sem býr innra með manninum, jafnt sem ytra, og honum því eðlislægt að gangast við og svara. Hann var að leiðbeina fræðimönnunum, svolítið eins og litlum börnum, að flækja hlutina ekki um of og leita ekki langt yfir skammt. Að gagnvirk hringrás Guðs væri innra með þeim frá þeirri stundu sem þeir meðtækju hana og iðkuðu. Frá þeirri stundu sem þeir meðtækju að vera í Guði - yrði Guð í þeim. En þeir skildu hann ekki. Andhverfur kærleikans; sjálfhverfan, hrokinn og hræsnin byrgðu þeim sýn á inntak orða Jesú að einum þeirra undanskildum, Nikodemusi. Kristni hefur haft jákvæð og mótandi áhrif á marga þætti mannkynssögunnar. Kristnin hefur lagt grunn að siðferðilegum meginreglum sem hafa mótað einstaklinga, réttarkerfi og samfélög. Kristnin elur hugmyndina um kærleik í garð allra og hvetur fólk til að hugsa um aðra af meiri samúð. Kristnin hefur lagt áherslu á mikilvægi iðrunar og endurlausnar og skapað lausn fyrir einstaklinga og samfélög að leita fyrirgefningar og bæta fyrir mistök sín. Kristnin hefur gegnt mikilvægu hlutverki í þróun margvíslegrar menningar, s.s. bókmennta, sögu, tónlista og myndlista og hefur verið innblástur í mörg af stórfenglegustu listaverkum mannkynssögunnar. Kristnin er að grunni til hugmyndafræðin að velferðar og heilbrigðiskerfi vesturlanda og þeim samfélags jöfnuði sem miðar að jöfnum tækifærum allra. Kristin hugmyndafræði hefur alið af sér víðtækari starfsemi hjálparsamtaka en nokkur önnur dæmi eru um. Kristnin hefur stuðlað að vexti og útbreiðslu menntunar og hvatt til akademískrar þekkingaröflunar. Þetta eru aðeins nokkur dæmi um hvernig kristin hugmyndafræði hefur auðgað mannkynið og mótað samfélögin og vert að hafa í huga að framangreind upptalning er síður en svo tæmandi. Jesú var heilagur en yfir honum bjó engin helgislepja. Auk viskunnar bjó hann yfir ríkri kímnigáfu og átti það til að mæla af dulúð eins og fyrir komandi kynslóðir að brjóta heilann um inntak orða sínna. Við tvíburabróðirinn Tómas sagði hann t.a.m. eftirfarandi: „Nú hefur einhver leit. Megi hinn sami halda leit sinni áfram þar til hann finnur. Í þeirri andrá mun hann sundla en gagntekinn hrifningu mun hann sigrast á örvæntingu andartaksins og ríkja yfir öllu.“ Hvað átti Jesú við? Höfundur er áhugamaður um bætt samfélag og betra líf.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun