Fyrstu loðnufarmarnir á leið til Vopnafjarðar og Norðfjarðar Kristján Már Unnarsson skrifar 12. desember 2022 20:22 Róbert Hafliðason, skipstjóri á Víkingi, stefnir að því að landa loðnu á Vopnafirði í fyrramálið. Arnar Halldórsson Búist er við að fyrstu loðnu þessarar vertíðar verði landað á Austfjörðum á morgun. Von er á farmi til Vopnafjarðar í fyrramálið og öðrum til Norðfjarðar eftir hádegi. Nýafstaðin loðnuleit gefur ekki tilefni til að auka loðnukvótann, að mati Hafrannsóknastofnunar. Fjallað var um upphaf loðnuvertíðarinnar í fréttum Stöðvar 2 en hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson voru bæði við loðnuleit alla síðustu viku ásamt Beiti, skipi Síldarvinnslunnar. Beitir NK og Víkingur AK voru fyrr í dag á loðnuveiðum úti fyrir Norðurlandi. Leitarferlar skipa Hafrannsóknastofnunar eru táknaðir með ljósbláum og bleikum lit. Gulu ferningarnir sýna hafísröndina. Útgerðarfyrirtækin kostuðu leitina í von um að meiri loðna fyndist. Þær vonir brugðust en lítið sást af loðnu á miðunum, að sögn Guðmundar Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun, og sagði hann magnið það lítið að það gæfi ekki tilefni til þess að endurskoða loðnukvótann. Rannsóknaskipin leituðu vestur og norður með landinu, á meðan Beitir kom á móti þeim að austan, og mat Guðmundur það svo að megnið af loðnunni væri enn undir hafísnum út af Vestfjörðum. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK.Sigurjón Ólason Rannsóknaskipin voru hins vegar vart farin af miðunum heim til Hafnarfjarðar þegar loðnuskipin Beitir NK og Víkingur AK hófu að kasta á loðnu austan við Kolbeinseyjarhrygg á laugardag. Beitir var í dag kominn með rúm ellefu hundruð tonn en Víkingur tæp sexhundruð tonn. Frá Vopnafirði. Þar rekur Brim uppsjávarvinnslu.Stöð 2 Skipstjórinn á Beiti, Sturla Þórðarson, lýsti loðnunni sem fallegri og sama sagði skipstjórinn á Víkingi, Róbert Hafliðason, sem áformaði að landa henni á Vopnafirði í fyrramálið til frystingar í uppsjávarvinnslu Brims. Beitir mun hins vegar sigla inn til Norðfjarðar til löndunar hjá Síldarvinnslunni og býst Sturla við að koma þangað um miðjan dag. Beitir NK, skip Síldarvinnslunnar, er væntanlegur inn til Norðfjarðar eftir hádegi á morgun.Einar Árnason Hafrannsóknastofnun áformar aðra loðnuleit í janúar og eftir hana skýrist hvort loðnukvótinn verði aukinn. En svo mikið er víst: Loðnuvertíðin er hafin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vopnafjörður Fjarðabyggð Brim Síldarvinnslan Tengdar fréttir Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. 1. desember 2022 10:59 Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Vestmannaeyjar sem fyrr stærsta loðnuverstöðin Einni verðmætustu loðnuvertíð Íslandssögunnar er lokið og er áætlað að afurðirnar skili um 55 milljarða króna gjaldeyristekjum. Vestmannaeyjar halda áfram stöðu sinni sem stærsta loðnuverstöð landsins. 31. mars 2022 11:22 Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30 Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Fleiri fréttir Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Sjá meira
Fjallað var um upphaf loðnuvertíðarinnar í fréttum Stöðvar 2 en hafrannsóknaskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson voru bæði við loðnuleit alla síðustu viku ásamt Beiti, skipi Síldarvinnslunnar. Beitir NK og Víkingur AK voru fyrr í dag á loðnuveiðum úti fyrir Norðurlandi. Leitarferlar skipa Hafrannsóknastofnunar eru táknaðir með ljósbláum og bleikum lit. Gulu ferningarnir sýna hafísröndina. Útgerðarfyrirtækin kostuðu leitina í von um að meiri loðna fyndist. Þær vonir brugðust en lítið sást af loðnu á miðunum, að sögn Guðmundar Óskarssonar, sviðsstjóra uppsjávarsviðs hjá Hafrannsóknastofnun, og sagði hann magnið það lítið að það gæfi ekki tilefni til þess að endurskoða loðnukvótann. Rannsóknaskipin leituðu vestur og norður með landinu, á meðan Beitir kom á móti þeim að austan, og mat Guðmundur það svo að megnið af loðnunni væri enn undir hafísnum út af Vestfjörðum. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK.Sigurjón Ólason Rannsóknaskipin voru hins vegar vart farin af miðunum heim til Hafnarfjarðar þegar loðnuskipin Beitir NK og Víkingur AK hófu að kasta á loðnu austan við Kolbeinseyjarhrygg á laugardag. Beitir var í dag kominn með rúm ellefu hundruð tonn en Víkingur tæp sexhundruð tonn. Frá Vopnafirði. Þar rekur Brim uppsjávarvinnslu.Stöð 2 Skipstjórinn á Beiti, Sturla Þórðarson, lýsti loðnunni sem fallegri og sama sagði skipstjórinn á Víkingi, Róbert Hafliðason, sem áformaði að landa henni á Vopnafirði í fyrramálið til frystingar í uppsjávarvinnslu Brims. Beitir mun hins vegar sigla inn til Norðfjarðar til löndunar hjá Síldarvinnslunni og býst Sturla við að koma þangað um miðjan dag. Beitir NK, skip Síldarvinnslunnar, er væntanlegur inn til Norðfjarðar eftir hádegi á morgun.Einar Árnason Hafrannsóknastofnun áformar aðra loðnuleit í janúar og eftir hana skýrist hvort loðnukvótinn verði aukinn. En svo mikið er víst: Loðnuvertíðin er hafin. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Loðnuveiðar Sjávarútvegur Vopnafjörður Fjarðabyggð Brim Síldarvinnslan Tengdar fréttir Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20 Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. 1. desember 2022 10:59 Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49 Vestmannaeyjar sem fyrr stærsta loðnuverstöðin Einni verðmætustu loðnuvertíð Íslandssögunnar er lokið og er áætlað að afurðirnar skili um 55 milljarða króna gjaldeyristekjum. Vestmannaeyjar halda áfram stöðu sinni sem stærsta loðnuverstöð landsins. 31. mars 2022 11:22 Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30 Mest lesið Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Samstarf Fleiri fréttir Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Sjá meira
Loðnuveiðar hafnar en ekki talið tilefni til að auka kvóta Fyrsta loðnan á þessari vertíð er veidd og var skip Síldarvinnslunnar, Beitir, komið með ellefuhundruð tonn nú laust fyrir hádegi. Hafrannsóknastofnun telur ekki tilefni til þess að auka loðnukvótann, eftir auka loðnuleiðangur sem lauk um helgina. 12. desember 2022 12:20
Efna til viðbótar leiðangurs í von um stærri loðnuvertíð Hafrannsóknastofnun og útgerðir loðnuskipa hafa sameinast um viðbótar leitarleiðangur í von um að meiri loðna finnist fyrir komandi vertíð. Útgerðin mun greiða kostnaðinn og verður lagt í hann strax eftir helgi. 1. desember 2022 10:59
Komandi loðnuvertíð gæti skilað allt að 30 milljörðum í þjóðarbúið Þrátt fyrir að loðnukvóti komandi vertíðar stefni í að verða um fjórðungur af síðustu vertíð í lönduðum tonnum mælt, dregst vænt útflutningsverðmæti loðnuafurða aðeins saman um helming. Þetta kom fram í máli Gunnþórs Ingvasonar, forstjóra Síldarvinnslunnar í kynningu á uppgjöri félagsins fyrir þriðja ársfjórðung. 25. nóvember 2022 12:49
Vestmannaeyjar sem fyrr stærsta loðnuverstöðin Einni verðmætustu loðnuvertíð Íslandssögunnar er lokið og er áætlað að afurðirnar skili um 55 milljarða króna gjaldeyristekjum. Vestmannaeyjar halda áfram stöðu sinni sem stærsta loðnuverstöð landsins. 31. mars 2022 11:22
Loðnukvótinn aukinn á sama tíma og verðmætasta veiðin er hafin Íslenskar loðnuútgerðir fá um fimmtíu þúsund tonna viðbótarkvóta í loðnu þar sem Norðmönnum tókst ekki að klára sinn kvóta áður en veiðitímabili þeirra á Íslandsmiðum lauk. Þetta gerist á sama tíma og verðmætasti þáttur loðnuvertíðarinnar, hrognavinnslan, er að hefjast. 3. mars 2022 23:30