Lögmál leiksins um örvæntingafullt lið Lakers: „Verða ekki meistarar eins og liðið er uppsett núna“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2022 09:31 Farið var yfir hvort stjórn Lakers ætti að rífa í gikkinn og skipta út leikmanni eða leikmanni í von um að styrkja liðið. Tim Nwachukwu/Getty Images Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var að venju á sínum stað í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta. Að þessu sinni var farið yfir hvort gott gengi Brooklyn Nets gæti haldið áfram, hvort Miami Heat þyrfti ekki að fara hafa áhyggjur, hvort Los Angeles Lakers gæti orðið NBA meistari og hvor yrði bestur af Cade Cunningham, Evan Mobley og Jalen Green. Í „Nei eða Já“ setur Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, fram fullyrðingu fyrir sérfræðinga þáttarins og þurfa þeir að svara henni játandi eða neitandi, og svo rökstyðja svör sín. „Brooklyn Nets hefur heldur betur klifrað upp töfluna, vinnur nú hvern leikinn á fætur öðrum og er einum – einum og hálfum – leik á eftir Cleveland Cavaliers,“ sagði Kjartan Atli áður en hann beindi fyrstu fullyrðingunni að Tómasi Steindórssyni. Fyrsta mál á dagskrá: Brooklyn Nets mun á endanum ná Cleveland og enda fyrir ofan Cavaliers, í fjórða sætinu Maður veit aldrei hvað maður fær frá Brooklyn Nets.Jacob Kupferman/Getty Images „Nei ég held ekki. Þetta er tíu manna rótering hjá þeim, þeir eru dálítið meiddir. Ná sjaldan að spila allir saman og munu tapa leikjum þó þeir séu fínir núna. Var ótrúlegur leikur á móti Indiana Pacers í vikunni þar sem þeir sigruðu 136-133 og ég kannaðist við einn leikmann í byrjunarliðinu, ég er ekki einu sinn að grínast. Það vantaði allt byrjunarliðið.“ Hörður Unnsteinsson tók í sama streng. „Held þeir verði í sjötta, sjöunda eða áttunda – á svipuðum stað og þeir voru í fyrra.“ Önnur fullyrðing: Þetta er byrjað að vera áhyggjuefni fyrir Miami Heat „Já. 27 leikir, það er búinn einn þriðji af tímabilinu og þá er orðið mikið áhyggjuefni ef þú ert þremur leikjum fyrir neðan 50 prósent sigurhlutfall. Lið sem við ætluðum að væri að berjast um efsta sætið í Austrinu. Voru topp 3-4 allavega.“ „Þeir eiga að hafa áhyggjur,“ sagði Tómas hreinskilinn. Jimmy Butler og félagar eru í basli.Getty/Cole Burston Þriðja fullyrðing: Stjórn Lakers þarf að taka í gikkinn þegar kemur að leikmannaskiptum „Okkar maður er á því að Los Angeles Lakers getur orðið NBA-meistari þrátt fyrir að vera 11-15. Hann telur að liðið sé vel upp sett, mér finnst það alveg pæling. Anthony Davis er búinn að vera frábær. Liðið er samt sem áður enn fyrir utan útsláttarkeppnina, þarf stjórnin að fara taka í gikkinn þegar kemur að leikmannaskiptum eða eiga þeir og vona að þetta haldi áfram í rétta átt,“ spurði Kjartan Atli. „Ef þeir geta gert eitthvað með Russell Westbrook og fengið þá í staðinn 2-3 leikmenn. Ég myndi ekki taka leikmann fyrir leikmann skipti. Ef þeir gætu fengið aðeins meiri breidd í þetta þá myndi ég rífa í gikkinn þó Westbrook sé búinn að vera þokkalegur upp á síðakastið. Það vantar leikmenn fjögur til sjö sem geta eitthvað,“ sagði Tómas. Westbrook hefur verið skömminni skárri þegar hann kemur inn af bekknum.AP Photo/Godofredo A. Vásquez „Það er algjörlega klárt að þeir verða ekki meistarar eins og liðið er uppsett núna. Auðvitað ættu þeir að vera löngu búnir að taka í gikkinn, áður en það verður of seint. Þeir verða klárlega ekki meistarar ef þetta lið þarf að fara í gegnum umspilsleiki og spila erfiða fyrstu seríu við ungt og ferskt lið. Það verður erfitt fyrir þetta aldna og laskaða Lakers-lið.“ Fjórða og síðasta fullyrðingin: Cade Cunningham verður betri en Evan Mobley og Jalen Green „Akkúrat núna er þetta Mobley, Cade og Green. Eins og staðan er núna. Held að Cade sé með öll verkfærin og líklegastur til að verða heildstæðasti leikmaðurinn af þeim þremur,“ sagði Hörður. Sjá má „Nei eða Já“ í heild sinni hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins um Lakers: Klukkan er korter í fjögur og það er búið að kveikja ljósin Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Í „Nei eða Já“ setur Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, fram fullyrðingu fyrir sérfræðinga þáttarins og þurfa þeir að svara henni játandi eða neitandi, og svo rökstyðja svör sín. „Brooklyn Nets hefur heldur betur klifrað upp töfluna, vinnur nú hvern leikinn á fætur öðrum og er einum – einum og hálfum – leik á eftir Cleveland Cavaliers,“ sagði Kjartan Atli áður en hann beindi fyrstu fullyrðingunni að Tómasi Steindórssyni. Fyrsta mál á dagskrá: Brooklyn Nets mun á endanum ná Cleveland og enda fyrir ofan Cavaliers, í fjórða sætinu Maður veit aldrei hvað maður fær frá Brooklyn Nets.Jacob Kupferman/Getty Images „Nei ég held ekki. Þetta er tíu manna rótering hjá þeim, þeir eru dálítið meiddir. Ná sjaldan að spila allir saman og munu tapa leikjum þó þeir séu fínir núna. Var ótrúlegur leikur á móti Indiana Pacers í vikunni þar sem þeir sigruðu 136-133 og ég kannaðist við einn leikmann í byrjunarliðinu, ég er ekki einu sinn að grínast. Það vantaði allt byrjunarliðið.“ Hörður Unnsteinsson tók í sama streng. „Held þeir verði í sjötta, sjöunda eða áttunda – á svipuðum stað og þeir voru í fyrra.“ Önnur fullyrðing: Þetta er byrjað að vera áhyggjuefni fyrir Miami Heat „Já. 27 leikir, það er búinn einn þriðji af tímabilinu og þá er orðið mikið áhyggjuefni ef þú ert þremur leikjum fyrir neðan 50 prósent sigurhlutfall. Lið sem við ætluðum að væri að berjast um efsta sætið í Austrinu. Voru topp 3-4 allavega.“ „Þeir eiga að hafa áhyggjur,“ sagði Tómas hreinskilinn. Jimmy Butler og félagar eru í basli.Getty/Cole Burston Þriðja fullyrðing: Stjórn Lakers þarf að taka í gikkinn þegar kemur að leikmannaskiptum „Okkar maður er á því að Los Angeles Lakers getur orðið NBA-meistari þrátt fyrir að vera 11-15. Hann telur að liðið sé vel upp sett, mér finnst það alveg pæling. Anthony Davis er búinn að vera frábær. Liðið er samt sem áður enn fyrir utan útsláttarkeppnina, þarf stjórnin að fara taka í gikkinn þegar kemur að leikmannaskiptum eða eiga þeir og vona að þetta haldi áfram í rétta átt,“ spurði Kjartan Atli. „Ef þeir geta gert eitthvað með Russell Westbrook og fengið þá í staðinn 2-3 leikmenn. Ég myndi ekki taka leikmann fyrir leikmann skipti. Ef þeir gætu fengið aðeins meiri breidd í þetta þá myndi ég rífa í gikkinn þó Westbrook sé búinn að vera þokkalegur upp á síðakastið. Það vantar leikmenn fjögur til sjö sem geta eitthvað,“ sagði Tómas. Westbrook hefur verið skömminni skárri þegar hann kemur inn af bekknum.AP Photo/Godofredo A. Vásquez „Það er algjörlega klárt að þeir verða ekki meistarar eins og liðið er uppsett núna. Auðvitað ættu þeir að vera löngu búnir að taka í gikkinn, áður en það verður of seint. Þeir verða klárlega ekki meistarar ef þetta lið þarf að fara í gegnum umspilsleiki og spila erfiða fyrstu seríu við ungt og ferskt lið. Það verður erfitt fyrir þetta aldna og laskaða Lakers-lið.“ Fjórða og síðasta fullyrðingin: Cade Cunningham verður betri en Evan Mobley og Jalen Green „Akkúrat núna er þetta Mobley, Cade og Green. Eins og staðan er núna. Held að Cade sé með öll verkfærin og líklegastur til að verða heildstæðasti leikmaðurinn af þeim þremur,“ sagði Hörður. Sjá má „Nei eða Já“ í heild sinni hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins um Lakers: Klukkan er korter í fjögur og það er búið að kveikja ljósin
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira