Stofnandi FTX handtekinn á Bahamaeyjum Kjartan Kjartansson skrifar 13. desember 2022 07:39 Sam Bankman-Fried fékk að dúsa í fangaklefa í Nassá í nótt. Hann á að koma fyrir dómara í dag. Myndin er úr safni. Vísir/Getty Lögreglumenn á Bahamaeyjum handtóku Sam Bankman-Fried, stofnanda fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, eftir að bandarískir saksóknarar höfðuðu sakamál gegn honum. Bankman-Fried er sagður grunaður um fjársvik og peningaþvætti. Stjórnvöld á Bahama gáfu út yfirlýsingu um að Bankman-Fried hefði verið tekinn höndum eftir að formleg tilkynning um ákæru var send út. Bandaríkjastjórn muni líklega falast eftir að hann verði framseldur. Bankman-Fried er sagður hafa verið samvinnuþýður þegar hann var tekinn fastur. Hann á að koma fyrir dómara í Nassá, höfuðborg Bahamaeyja í dag. Saksóknarar í New York staðfesta við New York Times að Bankman-Fried hafi verið ákærður og að leynd verði létt af ákærunni í dag. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) segist einnig hafa gefið út ákæru vegna brota á verðbréfalögum. Heimildir bandaríska dagblaðsins herma að Bankman-Fried sé ákærður fyrir fjársvik, verðbréfasvik og peningaþvætti. Hann er sagður sé eini sem er ákærður. Óvenjufljótt handtekinn FTX var þriðja stærsta rafmyntakauphöll í heimi en hún var tekin til gjaldþrotameðferðar í síðasta mánuði. Félagið lenti í alvarlegri lausafjárþurrð þegar viðskiptavinir gerðu áhlaup og drógu út milljarða dollara innistæður eftir fréttir af því að nátengt fyrirtæki stæði á brauðfótum. Skiptastjóri sem tók við FTX hefur sagt að hann hafi aldrei séð aðra eins óstjórn hjá fyrirtæki. Þau orð eru talin hafa sérstaka vigt þar sem hann sá áður um fjárhagslega endurskipulagningu Enron, orkurisans sem fór á hausinn eftir að upp komst um stórfelldar bókhaldsbrellur sem voru notaðar til þess að fela gríðarlegt tap. Sérfræðingum sem New York Times ræddi við kom á óvart hversu fljótt Bankman-Fried var handtekinn. Yfirleitt taki það saksóknara marga mánuði að gefa út ákæru í flóknum hvítflibbamálum. Bankman-Fried átti að bera vitni fyrir þingnefnd í Washington-borg í dag. Maxine Waters, formaður fjármálaþjónustunefndar fulltrúadeildarinar, segir Bankman-Fried skulda bandarískum almenningi skýringar á gjörðum sínum sem leiddu til fjárhagslegs tjóns fyrir fjölda manns. Tímasetning handtökunnar svipti almenning tækifæri til að fá þær skýringar. Rafmyntir Bahamaeyjar Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Rannsaka stofnanda FTX vegna gruns um markaðsmisnotkun Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir rannsaka hvort að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi gerst sekur um markaðsmisnotkun með því að hafa áhrif á gengi tveggja rafmynta. 9. desember 2022 09:26 Fallni rafmyntakóngurinn segist engin svik hafa framið Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, fullyrti að hann hefði ekki reynt að féfletta neinn þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti eftir gjaldþrotið í gær. Hann segist hvorki óttast saka- né skaðabótamál. 1. desember 2022 11:02 Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Sjá meira
Stjórnvöld á Bahama gáfu út yfirlýsingu um að Bankman-Fried hefði verið tekinn höndum eftir að formleg tilkynning um ákæru var send út. Bandaríkjastjórn muni líklega falast eftir að hann verði framseldur. Bankman-Fried er sagður hafa verið samvinnuþýður þegar hann var tekinn fastur. Hann á að koma fyrir dómara í Nassá, höfuðborg Bahamaeyja í dag. Saksóknarar í New York staðfesta við New York Times að Bankman-Fried hafi verið ákærður og að leynd verði létt af ákærunni í dag. Verðbréfa- og kaupþingsnefnd Bandaríkjanna (SEC) segist einnig hafa gefið út ákæru vegna brota á verðbréfalögum. Heimildir bandaríska dagblaðsins herma að Bankman-Fried sé ákærður fyrir fjársvik, verðbréfasvik og peningaþvætti. Hann er sagður sé eini sem er ákærður. Óvenjufljótt handtekinn FTX var þriðja stærsta rafmyntakauphöll í heimi en hún var tekin til gjaldþrotameðferðar í síðasta mánuði. Félagið lenti í alvarlegri lausafjárþurrð þegar viðskiptavinir gerðu áhlaup og drógu út milljarða dollara innistæður eftir fréttir af því að nátengt fyrirtæki stæði á brauðfótum. Skiptastjóri sem tók við FTX hefur sagt að hann hafi aldrei séð aðra eins óstjórn hjá fyrirtæki. Þau orð eru talin hafa sérstaka vigt þar sem hann sá áður um fjárhagslega endurskipulagningu Enron, orkurisans sem fór á hausinn eftir að upp komst um stórfelldar bókhaldsbrellur sem voru notaðar til þess að fela gríðarlegt tap. Sérfræðingum sem New York Times ræddi við kom á óvart hversu fljótt Bankman-Fried var handtekinn. Yfirleitt taki það saksóknara marga mánuði að gefa út ákæru í flóknum hvítflibbamálum. Bankman-Fried átti að bera vitni fyrir þingnefnd í Washington-borg í dag. Maxine Waters, formaður fjármálaþjónustunefndar fulltrúadeildarinar, segir Bankman-Fried skulda bandarískum almenningi skýringar á gjörðum sínum sem leiddu til fjárhagslegs tjóns fyrir fjölda manns. Tímasetning handtökunnar svipti almenning tækifæri til að fá þær skýringar.
Rafmyntir Bahamaeyjar Bandaríkin Gjaldþrot FTX Tengdar fréttir Rannsaka stofnanda FTX vegna gruns um markaðsmisnotkun Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir rannsaka hvort að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi gerst sekur um markaðsmisnotkun með því að hafa áhrif á gengi tveggja rafmynta. 9. desember 2022 09:26 Fallni rafmyntakóngurinn segist engin svik hafa framið Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, fullyrti að hann hefði ekki reynt að féfletta neinn þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti eftir gjaldþrotið í gær. Hann segist hvorki óttast saka- né skaðabótamál. 1. desember 2022 11:02 Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01 Mest lesið „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Neytendur „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Viðskipti innlent Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Fleiri fréttir Buffet hættir sem forstjóri við lok árs Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Gefur eftir í tollastríði við Kína ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Sjá meira
Rannsaka stofnanda FTX vegna gruns um markaðsmisnotkun Bandarískir alríkissaksóknarar eru nú sagðir rannsaka hvort að Sam Bankman-Fried, stofnandi fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, hafi gerst sekur um markaðsmisnotkun með því að hafa áhrif á gengi tveggja rafmynta. 9. desember 2022 09:26
Fallni rafmyntakóngurinn segist engin svik hafa framið Sam Bankman-Fried, fyrrverandi forstjóri fallna rafmyntafyrirtækisins FTX, fullyrti að hann hefði ekki reynt að féfletta neinn þegar hann kom fram opinberlega í fyrsta skipti eftir gjaldþrotið í gær. Hann segist hvorki óttast saka- né skaðabótamál. 1. desember 2022 11:02
Rafmyntakeisarinn sem reyndist nakinn Stofnandi rafmyntakauphallarinnar FTX var hylltur sem einhvers konar kennifaðir rafmyntarbransans og viðraði sig upp við stórstjörnur og stjórnmálamenn. Allt að milljón fjárfesta og viðskiptavina sitja nú uppi með milljarða dollara tap eftir skyndilegt hrun fyrirtækisins. 27. nóvember 2022 07:01