Áskorun til matvælaráðherra Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar 19. desember 2022 10:01 Staða þeirra landsmanna sem stunda sauðfjárrækt að atvinnu hefur verið til umræðu um langa hríð án þess að nokkurt bitastætt hafi gerst í þá veru að gera því fólki rekstur sinna sauðfjárbúa bærilegan með tilliti til afkomu. Það er helst á hátíðis- og tyllidögum sem ráðamenn hafa uppi stór orð um að aðgerða sé þörf en þegar til kastanna kemur þá gerist því miður fátt. Nú nálgast jólahátíð og tyllidagar þar í kring og því þykir mér a.m.k. tilraunarinnar virði að vekja athygli á málinu og byggi grein þessa á áskorun sem sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 15. desember s.l. og sendi til matvælaráðherra og einnig til nokkurra alþingismanna til upplýsinga en a.m.k. hafa enn sem komið er viðbrögðin ekki verið mikil. Áskorunin hljóðar svo: „Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á matvælaráðherra að virða það samkomulag sem gert var við undirritun búvörusamninga í febrúar 2016 og fresta fyrirhugaðri niðurtröppun greiðslumarks hjá sauðfjárbændum til 1. janúar 2024. Markmið samningsins um aukna verðmætasköpun greinarinnar hafa alls ekki gengið eftir sem var megin forsenda niðurtröppunar samkvæmt því samkomulagi.“ Til frekari upplýsinga þá voru árið 2021 rúmlega 24.000 vetrarfóðraðar kindur í Dalabyggð en í skýrslu Byggðastofnunnar sem unnin var fyrir Innviðaráðuneytið fyrr á þessu ár kemur fram að sauðfjárrækt sé hlutfallslega mikilvægust á landinu í Dalabyggð en 5,3 sauðfjárbú, með fleiri en 300 kindur, eru á hverja 100 íbúa sveitarfélagins. 70% skólabarna í grunnskóladeild Auðarskóla koma úr dreifbýlinu utan Búðardals. Flest börnin úr dreifbýli koma frá heimilum þar sem sauðfjárrækt er undirstaða í atvinnutekjum heimils. Nokkur endurnýjun hefur verið á sauðfjárbúum í sveitarfélaginu uppá síðkasti og ábúendur fjárfest í greiðslumarki sem nú á að trappa niður þannig að hluti ríkisstuðnings mun flytja úr Dalabyggð í önnur sveitarfélög þar sem atvinnugreinin er minna mikilvæg en í Dalabyggð. Samkvæmt skýrslum um rekstur sauðfjárbúa undanfarin ár hefur greiðslumark mikil áhrif á rekstrarhæfni þeirra. Best reknu búin hafa meiri afurðir eftir hverjar kind sem leiðir til lægra kolefnisspors á dilkakjötsframleiðsluna. Að draga úr vægi greiðslumarks sauðfjárbænda gengur því gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi ásamt því að ganga gegn markmið búvörulaga nr. 99/1993 um að kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Sveitarstjórn Dalabyggðar ítrekar hvatningu til ráðherra og vonar að matvælaráðherra taki áskoruninni vel og gefi sauðfjárbændum tækifæri til að kynna aðstæður og forsendur í sínum rekstri þegar að fyrirhugaðri heimsókn ráðherrans í Dalina verður á nýju ári. Samtal um málefni sauðfjárræktar á forsendum möguleika til aukinnar verðmætasköpunar verður að verða og það er von Dalamanna að ráðherrann komi vel undirbúin til viðræðna um málefni landbúnaðarins þegar heimsókn hennar í Dalabyggð verður að veruleika, því aðgerða er þörf. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dalabyggð Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landbúnaður Mest lesið Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Manneklan er víða Brynhildur Bolladóttir skrifar Skoðun Sótt að hagsmunum atvinnulausra Steinar Harðarson skrifar Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Launamunur kynjanna eykst – Hvar liggur ábyrgðin? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn verður fórnarlamb Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gefum íslensku séns – að tala íslensku við alla Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Réttnefni: Viðbragð við upplýsingaóreiðu Jón Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Farsæl framfaraskref á Sólheimum Sigurjón Örn Þórsson skrifar Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Sjá meira
Staða þeirra landsmanna sem stunda sauðfjárrækt að atvinnu hefur verið til umræðu um langa hríð án þess að nokkurt bitastætt hafi gerst í þá veru að gera því fólki rekstur sinna sauðfjárbúa bærilegan með tilliti til afkomu. Það er helst á hátíðis- og tyllidögum sem ráðamenn hafa uppi stór orð um að aðgerða sé þörf en þegar til kastanna kemur þá gerist því miður fátt. Nú nálgast jólahátíð og tyllidagar þar í kring og því þykir mér a.m.k. tilraunarinnar virði að vekja athygli á málinu og byggi grein þessa á áskorun sem sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti samhljóða á fundi sínum þann 15. desember s.l. og sendi til matvælaráðherra og einnig til nokkurra alþingismanna til upplýsinga en a.m.k. hafa enn sem komið er viðbrögðin ekki verið mikil. Áskorunin hljóðar svo: „Sveitarstjórn Dalabyggðar skorar á matvælaráðherra að virða það samkomulag sem gert var við undirritun búvörusamninga í febrúar 2016 og fresta fyrirhugaðri niðurtröppun greiðslumarks hjá sauðfjárbændum til 1. janúar 2024. Markmið samningsins um aukna verðmætasköpun greinarinnar hafa alls ekki gengið eftir sem var megin forsenda niðurtröppunar samkvæmt því samkomulagi.“ Til frekari upplýsinga þá voru árið 2021 rúmlega 24.000 vetrarfóðraðar kindur í Dalabyggð en í skýrslu Byggðastofnunnar sem unnin var fyrir Innviðaráðuneytið fyrr á þessu ár kemur fram að sauðfjárrækt sé hlutfallslega mikilvægust á landinu í Dalabyggð en 5,3 sauðfjárbú, með fleiri en 300 kindur, eru á hverja 100 íbúa sveitarfélagins. 70% skólabarna í grunnskóladeild Auðarskóla koma úr dreifbýlinu utan Búðardals. Flest börnin úr dreifbýli koma frá heimilum þar sem sauðfjárrækt er undirstaða í atvinnutekjum heimils. Nokkur endurnýjun hefur verið á sauðfjárbúum í sveitarfélaginu uppá síðkasti og ábúendur fjárfest í greiðslumarki sem nú á að trappa niður þannig að hluti ríkisstuðnings mun flytja úr Dalabyggð í önnur sveitarfélög þar sem atvinnugreinin er minna mikilvæg en í Dalabyggð. Samkvæmt skýrslum um rekstur sauðfjárbúa undanfarin ár hefur greiðslumark mikil áhrif á rekstrarhæfni þeirra. Best reknu búin hafa meiri afurðir eftir hverjar kind sem leiðir til lægra kolefnisspors á dilkakjötsframleiðsluna. Að draga úr vægi greiðslumarks sauðfjárbænda gengur því gegn markmiðum ríkisstjórnarinnar um kolefnishlutleysi ásamt því að ganga gegn markmið búvörulaga nr. 99/1993 um að kjör þeirra sem landbúnað stunda verði í sem nánustu samræmi við kjör annarra stétta. Sveitarstjórn Dalabyggðar ítrekar hvatningu til ráðherra og vonar að matvælaráðherra taki áskoruninni vel og gefi sauðfjárbændum tækifæri til að kynna aðstæður og forsendur í sínum rekstri þegar að fyrirhugaðri heimsókn ráðherrans í Dalina verður á nýju ári. Samtal um málefni sauðfjárræktar á forsendum möguleika til aukinnar verðmætasköpunar verður að verða og það er von Dalamanna að ráðherrann komi vel undirbúin til viðræðna um málefni landbúnaðarins þegar heimsókn hennar í Dalabyggð verður að veruleika, því aðgerða er þörf. Höfundur er sveitarstjóri í Dalabyggð.
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar
Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson skrifar
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun