Telur forkastanlegt að halda drengnum í gæsluvarðhaldi Jakob Bjarnar skrifar 20. desember 2022 10:12 Málið vakti mikla athygli, skók samfélagið. Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir skjólstæðing sinn, 19 ára að aldri, sitja einan eftir í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögmaðurinn gagnrýnir harðlega það að fá ekki umbeðin gögn í málinu. Ómar R. Valdimarsson lögmaður er verjandi 19 ára manns sem situr einn eftir í gæsluvarðhaldi vegna hnífaárásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti-club. Hann er ósáttur fyrir hönd skjólstæðings síns og telur hann grátt leikinn af lögreglu og ákæruvaldinu. Samfélagið var slegið þegar fréttir bárust af því að hópur grímuklæddra manna hafi ráðist inn á Bankastræti Club í síðasta mánuði, ráðist þar á tvo menn og stungið. Miklum sögum fóru af hefndaraðgerðum sem stæðu fyrir dyrum og varð hálfgert messufall í kjölfarið í skemmtanalífi miðborgarinnar. Viðbúnaður lögreglu var mikill. Lögreglan handtók fjórtán manns vegna málsins. Aðeins einn af þeim situr enn í gæsluvarðhaldi en að sögn Ómars, sem er afar ósáttur fyrir hönd síns skjólstæðings sem neitar aðild að málinu, en sakborningar í málinu voru upphaflega 30. Segir allt tal um játningu tilhæfulaust Ómar segir Héraðsdóm Reykjavíkur ekki svara kröfu um afhendingu gagna, lögreglan hafi ekki afhent snefil af gögnum en ætli engu að síður að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir hinum unga manni. „Það er með ólíkindum að 19 ára barn sé haldið í gæsluvarðhaldi án þess að ákæruvaldið hafi afhent svo mikið sem snefil af gögnum, sem tengja hann við málið,“ segir Ómar ósáttur. Hann er ómyrkur í máli í samtali við Vísi. Ómar telur skjólstæðing sinn grátt leikinn af lögreglu og dómstólum, en hann situr einn eftir í varðhaldi af þrjátíu sakborningum í málinu.gassi „Drengurinn hefur neitað sök en ákæruvaldið heldur því fram, þvert á neitan hans, að hann hafi játað. Þetta er svo tekið upp af dómstólum, sem er mjög óheppilegt. Nú stendur til að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir barninu, án þess að afhent hafa verið nokkur gögn. Hvernig á sakborningur að verjast kröfu, sem hann veit ekki á hverju er byggð?“ spyr lögmaðurinn. Neita að afhenda gögn Ómar spyr jafnframt hvernig dómstólar geti stimplað kröfur ákæruvaldsins, án þess að verjendur fá tækifæri til þess að skoða þær og gögnin sem þær eru grundvallaðar á, með gagnrýnum augum? „Hvernig geta dómstólar réttlætt það, að kröfu um afhendingu gagna — réttur sem er vel að merkja vel skilgreindur í lögum um meðferð sakamála — sé ekki svo mikið sem svarað fyrr en eftir dúk og disk?” Ómar bætir því við að þetta skjóti skökku við: „Síðan er hlaupið upp til handa og fóta í hvert skipti sem löggan bankar upp á og vill frelsissvipta borgarana, með mjög misgóðum rökum í það og það skiptið.” Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira
Samfélagið var slegið þegar fréttir bárust af því að hópur grímuklæddra manna hafi ráðist inn á Bankastræti Club í síðasta mánuði, ráðist þar á tvo menn og stungið. Miklum sögum fóru af hefndaraðgerðum sem stæðu fyrir dyrum og varð hálfgert messufall í kjölfarið í skemmtanalífi miðborgarinnar. Viðbúnaður lögreglu var mikill. Lögreglan handtók fjórtán manns vegna málsins. Aðeins einn af þeim situr enn í gæsluvarðhaldi en að sögn Ómars, sem er afar ósáttur fyrir hönd síns skjólstæðings sem neitar aðild að málinu, en sakborningar í málinu voru upphaflega 30. Segir allt tal um játningu tilhæfulaust Ómar segir Héraðsdóm Reykjavíkur ekki svara kröfu um afhendingu gagna, lögreglan hafi ekki afhent snefil af gögnum en ætli engu að síður að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir hinum unga manni. „Það er með ólíkindum að 19 ára barn sé haldið í gæsluvarðhaldi án þess að ákæruvaldið hafi afhent svo mikið sem snefil af gögnum, sem tengja hann við málið,“ segir Ómar ósáttur. Hann er ómyrkur í máli í samtali við Vísi. Ómar telur skjólstæðing sinn grátt leikinn af lögreglu og dómstólum, en hann situr einn eftir í varðhaldi af þrjátíu sakborningum í málinu.gassi „Drengurinn hefur neitað sök en ákæruvaldið heldur því fram, þvert á neitan hans, að hann hafi játað. Þetta er svo tekið upp af dómstólum, sem er mjög óheppilegt. Nú stendur til að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir barninu, án þess að afhent hafa verið nokkur gögn. Hvernig á sakborningur að verjast kröfu, sem hann veit ekki á hverju er byggð?“ spyr lögmaðurinn. Neita að afhenda gögn Ómar spyr jafnframt hvernig dómstólar geti stimplað kröfur ákæruvaldsins, án þess að verjendur fá tækifæri til þess að skoða þær og gögnin sem þær eru grundvallaðar á, með gagnrýnum augum? „Hvernig geta dómstólar réttlætt það, að kröfu um afhendingu gagna — réttur sem er vel að merkja vel skilgreindur í lögum um meðferð sakamála — sé ekki svo mikið sem svarað fyrr en eftir dúk og disk?” Ómar bætir því við að þetta skjóti skökku við: „Síðan er hlaupið upp til handa og fóta í hvert skipti sem löggan bankar upp á og vill frelsissvipta borgarana, með mjög misgóðum rökum í það og það skiptið.”
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Fleiri fréttir „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Sjá meira