Skoða að setja upp loftbrú milli Keflavíkur og Reykjavíkur Bjarki Sigurðsson skrifar 20. desember 2022 11:04 Ásdís Ýr Pétursdóttir er upplýsingafulltrúi Icelandair. Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að verið sé að skoða að setja upp loftbrú milli Keflavíkur og Reykjavíkur. Þannig yrðu farþegar sem sitja fastir á Keflavíkurflugvelli fluttir til Reykjavíkur og starfsfólk flugfélagsins flutt til Keflavíkur. Um fimm hundruð manns lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun með fjórum flugvélum. Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Icelandair, og Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, ræddu flugvallarmálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þau segja bæði að aðalvandinn í gær hafi verið sá að illa gekk að koma starfsfólki Isavia og flugfélaganna í flugstöðina. Að sögn Guðjóns er fundað um leið og það liggur fyrir að veður stefnir á flugvöllinn sem gæti truflað það að þjónusta fólk og flugvélar. Á fundunum eru fulltrúar frá Isavia, flugfélögunum og öðrum rekstraraðilum. Síðan er það á ábyrgð flugfélaganna að taka ákvarðanir um framhaldið. Viðtalið við Guðna og Ásdísi má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bítið - Færðin og flugið: Munu allir komast heim fyrir jólin? Í morgun lentu fjórar flugvélar á vegum Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Um borð í vélunum voru fimm hundruð farþegar og bættust þeir í hóp þeirra tvö hundruð farþega sem voru nú þegar fastir á flugvellinum. Aðspurð segir Ásdís starfsfólk flugfélagsins hafa metið aðstæður sem svo að flugvélarnar gætu lent. „Þetta var ákvörðun sem var tekin og auðvitað er ýmsu velt upp en það sem við erum að kanna núna varðandi þessa farþega er að við erum að skoða að setja upp ferjuflug frá Keflavík til Reykjavíkur með Boeing 757-vélum. Erum að kanna það þar sem við myndum koma starfsfólki og áhöfnum til Keflavíkur þar sem Reykjanesbrautin er lokuð og þá þessum farþegum í bæinn,“ segir Ásdís. Níutíu af þessum fimm hundruð eru tengiflugfarþegar og hefur Icelandair þegar gengið frá gistingu fyrir þá. „Það hefur einkennt starfsfólk Icelandair að hugsa í lausnum. Þetta er það sem við erum að skoða núna. Auðvitað var helsta hindrunin í gær lokun Reykjanesbrautarinnar og færðin til og frá flugstöðinni þó að flugskilyrði hafa verið í lagi,“ segir Ásdís. Að sögn Ásdísar hefur vandamálið við Keflavíkurflugvöll ekki verið það að flugvélar geti ekki lent eða tekið á loft heldur er það færðin til og frá flugstöðinni. „Að koma starfsfólki í flugstöðina til að geta sinnt fólkinu sem var á staðnum og auðvitað hafði það áhrif á þá þjónustu sem við gátum veitt,“ segir Ásdís. Sumir farþegar sem hafa átt bókað flug með Icelandair hafa kvartað yfir upplýsingaleysi frá flugfélaginu. Ásdís segir að starfsmenn leggi sig alla fram við að halda upplýsingaflæði gangandi en fjöldinn sem raskanirnar höfðu áhrif á telur um fimm þúsund manns. Því var gífurlegt álag á kerfið. Verið er að skoða alls konar leiðir við að koma farþegum á áfangastað, meðal annars með því að setja upp aukaflug. „Við reynum alltaf að koma tengifarþegum á önnur flug hjá öðrum flugfélögum til að létta á kerfinu. En við erum með allt okkar fólk í að vinna í því að finna lausnir fyrir farþega sem þurfa að komast á sinn áfangastað. Við munum gera allt sem við getum til að koma fólki á leiðarenda,“ segir Ásdís. Fréttastofa minnir á veðurvaktina hér á Vísi þar sem hægt er að fylgjast með öllum nýjustu upplýsingum hvað varðar veðrið hér á landi í dag. Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Icelandair, og Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, ræddu flugvallarmálin í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þau segja bæði að aðalvandinn í gær hafi verið sá að illa gekk að koma starfsfólki Isavia og flugfélaganna í flugstöðina. Að sögn Guðjóns er fundað um leið og það liggur fyrir að veður stefnir á flugvöllinn sem gæti truflað það að þjónusta fólk og flugvélar. Á fundunum eru fulltrúar frá Isavia, flugfélögunum og öðrum rekstraraðilum. Síðan er það á ábyrgð flugfélaganna að taka ákvarðanir um framhaldið. Viðtalið við Guðna og Ásdísi má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Bítið - Færðin og flugið: Munu allir komast heim fyrir jólin? Í morgun lentu fjórar flugvélar á vegum Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Um borð í vélunum voru fimm hundruð farþegar og bættust þeir í hóp þeirra tvö hundruð farþega sem voru nú þegar fastir á flugvellinum. Aðspurð segir Ásdís starfsfólk flugfélagsins hafa metið aðstæður sem svo að flugvélarnar gætu lent. „Þetta var ákvörðun sem var tekin og auðvitað er ýmsu velt upp en það sem við erum að kanna núna varðandi þessa farþega er að við erum að skoða að setja upp ferjuflug frá Keflavík til Reykjavíkur með Boeing 757-vélum. Erum að kanna það þar sem við myndum koma starfsfólki og áhöfnum til Keflavíkur þar sem Reykjanesbrautin er lokuð og þá þessum farþegum í bæinn,“ segir Ásdís. Níutíu af þessum fimm hundruð eru tengiflugfarþegar og hefur Icelandair þegar gengið frá gistingu fyrir þá. „Það hefur einkennt starfsfólk Icelandair að hugsa í lausnum. Þetta er það sem við erum að skoða núna. Auðvitað var helsta hindrunin í gær lokun Reykjanesbrautarinnar og færðin til og frá flugstöðinni þó að flugskilyrði hafa verið í lagi,“ segir Ásdís. Að sögn Ásdísar hefur vandamálið við Keflavíkurflugvöll ekki verið það að flugvélar geti ekki lent eða tekið á loft heldur er það færðin til og frá flugstöðinni. „Að koma starfsfólki í flugstöðina til að geta sinnt fólkinu sem var á staðnum og auðvitað hafði það áhrif á þá þjónustu sem við gátum veitt,“ segir Ásdís. Sumir farþegar sem hafa átt bókað flug með Icelandair hafa kvartað yfir upplýsingaleysi frá flugfélaginu. Ásdís segir að starfsmenn leggi sig alla fram við að halda upplýsingaflæði gangandi en fjöldinn sem raskanirnar höfðu áhrif á telur um fimm þúsund manns. Því var gífurlegt álag á kerfið. Verið er að skoða alls konar leiðir við að koma farþegum á áfangastað, meðal annars með því að setja upp aukaflug. „Við reynum alltaf að koma tengifarþegum á önnur flug hjá öðrum flugfélögum til að létta á kerfinu. En við erum með allt okkar fólk í að vinna í því að finna lausnir fyrir farþega sem þurfa að komast á sinn áfangastað. Við munum gera allt sem við getum til að koma fólki á leiðarenda,“ segir Ásdís. Fréttastofa minnir á veðurvaktina hér á Vísi þar sem hægt er að fylgjast með öllum nýjustu upplýsingum hvað varðar veðrið hér á landi í dag.
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Icelandair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Bítið Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira