Dregur sérfræðinga að borðinu því löng lokun sé óásættanleg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. desember 2022 15:01 Sigurður Ingi Jóhannsson er sannfærður um að ekki hefði þurft að loka Reykjanesbraut í svo langan tíma. Tveggja daga lokun sé óásættanleg. Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir nauðsynlegt að tryggja að álíka ástand og myndaðist á Reykjanesbraut síðustu sólarhringa með tilheyrandi raski á flugumferð myndist ekki aftur. Að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun sagði Sigurður næstu skref felast í að fara yfir mögulegar lausnir með hópi sérfræðinga. „Ég tel að við eigum að geta unnið við það að opna vegi. Auðvitað geta komið veður sem við ráðum ekki við tímabundið en í svona langan tíma, á meðan flugvöllurinn er opinn, getum við ekki sætt okkur við. Og eigum að finna leiðir til að tryggja að það gerist ekki. Það hyggst ég gera með því að tala við alla viðeigandi aðila, hluteigandi sem að málinu koma, og finna leiðir til að tryggja það,“ segir Sigurður Ingi. „Þetta er bara viðvarandi fjármagn sem allir hafa til að halda hlutum gangandi, í vetrarþjónustu hjá Vegagerðinni og væntanlega hjá lögreglu og Almannavörnum. Við þurfum að fara yfir þetta. Við getum ekki sætt okkur við þetta í svona langan tíma.“ Viðtalið við Sigurð Inga má heyra hér að neðan. Upp hafa sprottið umræður um að lest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur hefði komið sér vel á svona tímum. „Það getur vel verið að einhverjum detti það í hug. En eina lestin sem hefði komist þarna í versta veðrinu er neðanjarðarlest. Ég sé það ekki fyrir mér. Við eigum að geta tryggt einfaldlega opnun á vegi með skjótvirkari hætti en þarna var. Það þarf að skoða ýmislegt. Heimild Vegagerðarinnar til að færa bíla, draga þá burt, og svo framvegis. Hvort við getum stýrt lokunum öðruvísi og fleiri spurningar sem á eftir að spyrja þegar við fáum sérfræðingana að borðinu. Það er það sem ég hyggst gera.“ Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar efins G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir erfitt að staðhæfa hvort hægt hefði verið að stytta lokunartímann. „Við fylgdum rútum frá Leifsstöð til Reykjavíkur og til baka aftur til þess að ná í fleiri farþega. Þannig að það er bara eitthvað verklag sem við þurfum að skoða til framtíðar ef svona aðstæður, sem ég á nú ekki von á að gerist oft, verða.“ Hann segir Vegagerðina telja að það hafi verið rétt ákvörðun að loka Reykjanesbrautinni í þann tíma sem hún var lokuð. „Það sýndi sig hvað gerðist þegar við opnuðum, rúta sem fýkur út af, að ástandið var þannig að við hefðum ekki getað farið að hleypa mörg hundruð manns á Reykjanesbrautina fyrr en við gerðum.“ Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira
„Ég tel að við eigum að geta unnið við það að opna vegi. Auðvitað geta komið veður sem við ráðum ekki við tímabundið en í svona langan tíma, á meðan flugvöllurinn er opinn, getum við ekki sætt okkur við. Og eigum að finna leiðir til að tryggja að það gerist ekki. Það hyggst ég gera með því að tala við alla viðeigandi aðila, hluteigandi sem að málinu koma, og finna leiðir til að tryggja það,“ segir Sigurður Ingi. „Þetta er bara viðvarandi fjármagn sem allir hafa til að halda hlutum gangandi, í vetrarþjónustu hjá Vegagerðinni og væntanlega hjá lögreglu og Almannavörnum. Við þurfum að fara yfir þetta. Við getum ekki sætt okkur við þetta í svona langan tíma.“ Viðtalið við Sigurð Inga má heyra hér að neðan. Upp hafa sprottið umræður um að lest á milli Keflavíkur og Reykjavíkur hefði komið sér vel á svona tímum. „Það getur vel verið að einhverjum detti það í hug. En eina lestin sem hefði komist þarna í versta veðrinu er neðanjarðarlest. Ég sé það ekki fyrir mér. Við eigum að geta tryggt einfaldlega opnun á vegi með skjótvirkari hætti en þarna var. Það þarf að skoða ýmislegt. Heimild Vegagerðarinnar til að færa bíla, draga þá burt, og svo framvegis. Hvort við getum stýrt lokunum öðruvísi og fleiri spurningar sem á eftir að spyrja þegar við fáum sérfræðingana að borðinu. Það er það sem ég hyggst gera.“ Upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar efins G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir erfitt að staðhæfa hvort hægt hefði verið að stytta lokunartímann. „Við fylgdum rútum frá Leifsstöð til Reykjavíkur og til baka aftur til þess að ná í fleiri farþega. Þannig að það er bara eitthvað verklag sem við þurfum að skoða til framtíðar ef svona aðstæður, sem ég á nú ekki von á að gerist oft, verða.“ Hann segir Vegagerðina telja að það hafi verið rétt ákvörðun að loka Reykjanesbrautinni í þann tíma sem hún var lokuð. „Það sýndi sig hvað gerðist þegar við opnuðum, rúta sem fýkur út af, að ástandið var þannig að við hefðum ekki getað farið að hleypa mörg hundruð manns á Reykjanesbrautina fyrr en við gerðum.“
Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Snjómokstur Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Fleiri fréttir „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Sjá meira