Snjómokstur

Fréttamynd

Á­standið verði gjör­breytt í fyrra­málið

Veðurfræðingur á von á því að íbúar á höfuðborgarsvæðinu vakni upp við gjörbreytta og þægilegri stöðu í fyrramálið eftir mikla samfélagslega röskun sökum snjósins í vikunni. Gríðarleg umferð ofan í snjókomu á þriðjudaginn hafi þjappað niður snjónum á sama tíma og tæki Vegagerðarinnar hafi ekki komist að til að moka. Fyrir vikið hafa ökumenn í borginni kynnst skrölti sem minnir á akstur á illa viðhöldnum malarvegum á landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Telur að of mikil salt­notkun geri moksturinn enn erfiðari

Gottlieb Konráðsson, Gotti mokari, segir betur þurfa að skipuleggja snjómokstur á höfuðborgarsvæðinu. Hann telur að of mikið salt sé notað á göturnar á meðan snjói. Það eigi að geyma það þar til enginn skafrenningur er og snjókoma. Þannig virki saltið best. Gottlieb var til viðtals um snjómokstur í Bítinu á Bylgjunni. Hann mokar til dæmis á Hellisheiðinni.

Innlent
Fréttamynd

„Því miður er verk­lagið þannig“

Skrifstofustjóri skrifstofu reksturs og umhirðu borgarlands Reykjavíkurborgar, sem er sá hluti embættismannakerfis borgarinnar sem annast snjómokstur, segist reikna með því að mokstri ljúki og götur borgarinnar verði færar seinni partinn á morgun. Þá taki ekki viðaminna verkefni hins vegar við þegar hlýnar í veðri.

Innlent
Fréttamynd

Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri

Áttræð hjón hafa verið föst heima hjá sér í rúma þrjá sólarhringa þar sem gatan var ekki mokuð við heimili þeirra. Þau eru ósátt við hvernig staðið var að snjómokstri og segja fá svör að fá frá borginni.

Innlent
Fréttamynd

Ekki gefinn af­sláttur á gjald­skyldu í snjó­komu

Guðbjörg Lilja Erlendsdóttir samgöngustjóri Reykjavíkurborgar segir Bílastæðasjóð hafa sektað í gær eins og aðra daga. Hafi fólk athugasemdir við sektir sem það fékk í gær geti það sent beiðni um endurupptöku máls á Bílastæðasjóð.

Neytendur
Fréttamynd

Miklar tafir hjá strætó og vagnar fastir

Steinar Karl Hlífarsson, sviðsstjóri aksturssviðs, segir aðstæður verulega krefjandi fyrir akstur Strætó í dag. Vagnar hafi setið fastir í umferð vegna vanbúinna bíla. Hann segir allt að fjóra vagna fasta í snjó og dráttarbíll strætó hafi verið nýttur til að losa bílana í dag.

Veður
Fréttamynd

Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi

Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur. Gul viðvörun tók gildi við Faxaflóa, á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu og fólk hvatt til að halda sig heima.

Veður
Fréttamynd

Snjó­koman rétt að byrja

Snjó kyngir niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur og gular viðvaranir vegna snjókomunnar taka gildi síðar í dag. Birgir Örn Höskuldsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að snjóað hafi síðan í gærkvöldi á suðvesturhorninu og nokkurra sentímetra snjólag liggi nú yfir.

Innlent
Fréttamynd

„Búumst við hinu versta en vonum það besta“

Borgarstarfsmenn eru nú á fullu við að tryggja niðurföll og tugum flugferða hefur verið aflýst vegna veðurspár, sem gerir ráð fyrir hvassviðri og asahláku. Gular og appelsínuguglar viðvaranir taka gildi ein af annarri frá hádegi. 

Innlent
Fréttamynd

Snjó­mokstur hófst um klukkan fjögur í nótt

Eiður Fannar Erlendsson yfirmaður vetrarþjónustu Reykjavíkur segir snjómokstur hafa gengið vel í nótt og í morgun. Snjómokstur hófst um klukkan fjögur í nótt og hefur verið kallaður út aukamannskapur til að ryðja snjónum burt.

Veður
Fréttamynd

Segir um­ferðar­menninguna oft erfiða á Hellis­heiðinni

Gottlieb Konráðsson segir snjómokstur hafa gengið vel á Hellisheiði í vetur. Það hafi verið lítill snjór. Meiri skafrenningur og hálka. Hann segir umferðarmenninguna rosalega á Hellisheiðinni og ökumenn oft skapa hættulegar aðstæður með því að flýta sér of mikið.

Veður
Fréttamynd

Arð­semi vetrarþjónustu

Fyrsti vetrardagur er að nálgast, þótt haustið hafi verið milt þá eru veðurspárnar farnar að boða breytta tíma.

Skoðun
Fréttamynd

Neita að borga tjón eftir að hafa mokað snjó yfir bíl

Þórir Brynjúlfsson varð fyrir miklu óláni fyrir rúmlega ári síðan, þegar hann kom heim til Íslands eftir að hafa lagt bíl sínum á bílastæði ISAVIA á Keflavíkurflugvelli. Snjó hafði verið mokað upp að og undir bílinn, sem fraus og þrýstist upp í undirvagninn. Bíllinn varð fyrir nokkru tjóni, en ISAVIA og verktakinn sem sá um snjómoksturinn neita að borga tjónið.

Innlent
Fréttamynd

Vetrarþjónustan þungur baggi á borginni

Rekstrarniðurstaða A-hluta Reykjavíkurborgar var neikvæð um 3.292 milljónir króna á þremur fyrstu mánuðum ársins. Það er 1.357 milljónum króna lakari niðurstaða en gert var ráð fyrir. Meðal þess sem skýrir lakari afkomu er vetrarþjónusta borgarinnar, sem fór 782 milljónir króna umfram fjárheimildir.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Vonskuveður um allt land og vegir víða ó­færir

Vonskuveður með mikilli snjókomu gengur yfir Austfirði og Norðurland en víða hefur snjóað og verið mjög hvasst um vestanvert landið. Vegir eru lokaðir um allt land og sums staðar væntir ekki fregna fyrr en á morgun.

Veður
Fréttamynd

Líf­seigir skaflar á á­byrgð eig­enda

Snjóskaflar sem standa í borgarlandinu verða ekki fjarlægðir nema þeir ógni umferðaröryggi. Skrifstofustjóri hjá Reykjavíkurborg hvetur fólk til að láta borgina vita ef snjóhrúga veldur ama.

Innlent
Fréttamynd

Rebbi lifði hrotta­legt banatilræðið af

Óhug sló á marga á Instagram þegar snjóruðningsmaður vestur á fjörðum sýndi þegar hann ók yfir ref nokkurn á brú. Refurinn komst ekki undan. Viðkomandi hefur verið tekinn á teppið af Vegagerðinni.

Innlent
Fréttamynd

Dóra Björt ekki að hæðast að Tómasi

Stóra snjómokstursmálið virðist til lykta leitt. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segist hafa farið strax í að skoða athugasemdir Tómasar Skúlasonar eftir að Vísir greindi frá þeim.

Innlent