Varðhaldskröfu í hryðjuverkamáli hafnað vegna vafa um ásetning Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2022 12:43 Sveinn Andri Sveinsson verjandi annars mannsins sem hefur verið ákærður fyrir tilraunar til hryðjuverka hefur sagt málatilbúnaðinn gagnvart honum söguleg mistök. Vísir/Egill Tveir karlmenn á þrítugsaldri þurfa ekki að sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Landsréttur setur spurningamerki við hvort ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannsins, staðfestir niðurstöðu Landsréttar við fréttastofu. Mennirnir höfðu setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur þar til þeim var sleppt þann 13. desember með úrskurði Landsréttar. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki stæði slík hætta af mönnunum að það réttlætti gæsluvarðhald. Ekki væri talið að árás væri yfirvofandi, eða mjög líkleg eins og áskilið samkvæmt ákvæðinu sem krafa ákæruvaldsins var byggð á. Mennirnir voru á dögunum ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka með því að hafa ákveðið að valda „ótilgreindum hópi fólks, á ótilgreindum stað, bana eða stórfelldu líkamstjóni eða stefna lífi þeirra í hættu með stórfelldum eignaspjöllum, og sýnt þann ásetning ótvírætt í verki með tilgreindum hætti á tímabilinu maí til september 2022, allt í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta og mikilli ringulreið í þjóðfélaginu“. Í úrskurði Landsréttar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að samkvæmt gögnum málsins liggi fyrir upplýsingar um athafnir mannanna í aðdraganda þess að þeir voru handteknir. Undirbúningsathafnir einar og sér geta leitt til refsiábyrgðar. „Með undirbúningsathöfnum er átt við þær athafnir eða ráðstafanir geranda sem miða að framkvæmd brots eða er ætlað að miða að framkvæmd þess en nægja þó ekki til að brot geti fullframist. Af þeim þarf þó að vera unnt að draga þá ályktun að ásetningur standi til fullframningar brots og þá að undangengnu ströngu mati á huglægri afstöðu geranda til þeirra athafna sem um ræðir, sbr. orðalag ákvæðisins um að hann hafi ótvírætt sýnt þann ásetning í verki.“ Landsréttur telur að þessar upplýsingar megi, hlutlægt séð, virða sem undirbúning að framningu þess hegningarlagabrots sem ákæra tekur til. „Á hinn bóginn telst vera uppi í málinu vafi um hvort fullnægt sé kröfum um huglæga afstöðu varnaraðila til fullframningar þess, en niðurstaða þar um ræðst af sönnunarfærslu fyrir dómi,“ segir í úrskurði Landsréttar. Taldi Landsréttur að samkvæmt þeirri kröfu sem gera verði við mat á huglægri afstöðu ákærða sé ófært að slá því föstu að skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi um sterkan grun sé fullnægt. Fréttin verður uppfærð. Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Kærðu úrskurðinn og bíða nú niðurstöðu Landsréttar Embætti héraðssaksóknara hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embættinu, í samtali við fréttastofu. 19. desember 2022 10:23 Blöskraði áhugi félaga síns á drónaárásum Í framburði manns, sem ákærður hefur verið fyrir hlutdeild í tilraun til skipulagningar hryðjuverka, segir að honum hafi blöskrað mikill áhugi félaga síns á drónaárásum og hversu langt hann væri kominn í slíkum pælingum. 17. desember 2022 18:19 Telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. 16. desember 2022 18:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannsins, staðfestir niðurstöðu Landsréttar við fréttastofu. Mennirnir höfðu setið í gæsluvarðhaldi í ellefu vikur þar til þeim var sleppt þann 13. desember með úrskurði Landsréttar. Sú ákvörðun byggði á geðmati og því að ekki stæði slík hætta af mönnunum að það réttlætti gæsluvarðhald. Ekki væri talið að árás væri yfirvofandi, eða mjög líkleg eins og áskilið samkvæmt ákvæðinu sem krafa ákæruvaldsins var byggð á. Mennirnir voru á dögunum ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverka með því að hafa ákveðið að valda „ótilgreindum hópi fólks, á ótilgreindum stað, bana eða stórfelldu líkamstjóni eða stefna lífi þeirra í hættu með stórfelldum eignaspjöllum, og sýnt þann ásetning ótvírætt í verki með tilgreindum hætti á tímabilinu maí til september 2022, allt í þeim tilgangi að valda almenningi verulegum ótta og mikilli ringulreið í þjóðfélaginu“. Í úrskurði Landsréttar, sem fréttastofa hefur undir höndum, segir að samkvæmt gögnum málsins liggi fyrir upplýsingar um athafnir mannanna í aðdraganda þess að þeir voru handteknir. Undirbúningsathafnir einar og sér geta leitt til refsiábyrgðar. „Með undirbúningsathöfnum er átt við þær athafnir eða ráðstafanir geranda sem miða að framkvæmd brots eða er ætlað að miða að framkvæmd þess en nægja þó ekki til að brot geti fullframist. Af þeim þarf þó að vera unnt að draga þá ályktun að ásetningur standi til fullframningar brots og þá að undangengnu ströngu mati á huglægri afstöðu geranda til þeirra athafna sem um ræðir, sbr. orðalag ákvæðisins um að hann hafi ótvírætt sýnt þann ásetning í verki.“ Landsréttur telur að þessar upplýsingar megi, hlutlægt séð, virða sem undirbúning að framningu þess hegningarlagabrots sem ákæra tekur til. „Á hinn bóginn telst vera uppi í málinu vafi um hvort fullnægt sé kröfum um huglæga afstöðu varnaraðila til fullframningar þess, en niðurstaða þar um ræðst af sönnunarfærslu fyrir dómi,“ segir í úrskurði Landsréttar. Taldi Landsréttur að samkvæmt þeirri kröfu sem gera verði við mat á huglægri afstöðu ákærða sé ófært að slá því föstu að skilyrði fyrir gæsluvarðhaldi um sterkan grun sé fullnægt. Fréttin verður uppfærð.
Dómsmál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Kærðu úrskurðinn og bíða nú niðurstöðu Landsréttar Embætti héraðssaksóknara hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embættinu, í samtali við fréttastofu. 19. desember 2022 10:23 Blöskraði áhugi félaga síns á drónaárásum Í framburði manns, sem ákærður hefur verið fyrir hlutdeild í tilraun til skipulagningar hryðjuverka, segir að honum hafi blöskrað mikill áhugi félaga síns á drónaárásum og hversu langt hann væri kominn í slíkum pælingum. 17. desember 2022 18:19 Telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. 16. desember 2022 18:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Fleiri fréttir Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Sjá meira
Kærðu úrskurðinn og bíða nú niðurstöðu Landsréttar Embætti héraðssaksóknara hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur í hryðjuverkamálinu svokallaða til Landsréttar. Þetta staðfestir Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embættinu, í samtali við fréttastofu. 19. desember 2022 10:23
Blöskraði áhugi félaga síns á drónaárásum Í framburði manns, sem ákærður hefur verið fyrir hlutdeild í tilraun til skipulagningar hryðjuverka, segir að honum hafi blöskrað mikill áhugi félaga síns á drónaárásum og hversu langt hann væri kominn í slíkum pælingum. 17. desember 2022 18:19
Telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök Lögmaður annars mannsins í hryðjuverkamálinu telur ríkislögreglustjóra hafa gert söguleg mistök í málinu og geri allt til að halda andlitinu. Gæsluvarðhaldi yfir mönnunum var hafnað í dag. Héraðssaksóknari hefur ekki ákveðið hvort hann ætli að áfrýja niðurstöðunni. 16. desember 2022 18:30