Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2022 15:50 Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skupulagsráðs Reykjavíkurborgar, leitar skýringa á hvers vegna á þriðja tug snjóruðningstækja vantaði á göturnar fyrsta sólarhringinn eftir að snjór byrjaði að falla á aðfaranótt laugardags. Vísir/samsett Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. Hart hefur verið deilt á vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar eftir að snjó kyngdi niður á aðfaranótt laugardags. Gagnrýni hefur ekki síst beinst að því að verktakar á vegum borgarinnar hafi verið lengi að byrja að ryðja húsagötur. Til stóð að ljúka mokstri í þeim nú í kvöld. Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að hún hafi unnið að því að upplýsa hvað fór úrskeiðis til að bæta þjónustuna undanfarna daga. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hún að borgarbúar hafi skiljanlega verið ósáttir við hversu seint hafi gengið að ryðja götur. Á fundi um stöðuna í snjóruðningsmálum sem hún boðaði til hafi komið fram að þó að allir verktakar á beinum samningum við Reykjavíkurborg hafi farið strax af stað nóttina sem snjókoman byrjaði hafi undirverktakar ekki verið tilbúnir með þá viðbótarþjónustu sem borgin hafi samið um að fá við aðstæður sem þessar. „Það þýddi að það vantaði 26 tæki á göturnar fyrsta sólarhringinn og munar um minna. Við erum að rannsaka af hverju þetta gerðist og hvernig við getum tryggt að það gerist ekki aftur,“ skrifar Alexandra. Snjómokstur Reykjavík Veður Tengdar fréttir „Það vildi enginn vinna með ykkur“ Snjómokstur Reykjavíkurborgar var til umræðu í Kastljósi kvöldsins á RÚV. Mörgum finnst borgin ekki hafa staðið sig í stykkinu við mokstur og söltun gatna. Til viðtals voru Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en athygli vakti þegar Einar sagði engan annan borgarstjórnarflokk hafa viljað vinna með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar í vor. 21. desember 2022 22:43 „Verkefnið hefur stækkað gríðarlega“ Snjómokstur í borginni verður sífellt umfangsmeiri samhliða stækkun borgarinnar. Fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið notuð til að ryðja göturnar síðustu daga og hafa þau nú rutt samtals um þúsund kílómetra leið. 21. desember 2022 20:58 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Hart hefur verið deilt á vetrarþjónustu Reykjavíkurborgar eftir að snjó kyngdi niður á aðfaranótt laugardags. Gagnrýni hefur ekki síst beinst að því að verktakar á vegum borgarinnar hafi verið lengi að byrja að ryðja húsagötur. Til stóð að ljúka mokstri í þeim nú í kvöld. Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, segir að hún hafi unnið að því að upplýsa hvað fór úrskeiðis til að bæta þjónustuna undanfarna daga. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hún að borgarbúar hafi skiljanlega verið ósáttir við hversu seint hafi gengið að ryðja götur. Á fundi um stöðuna í snjóruðningsmálum sem hún boðaði til hafi komið fram að þó að allir verktakar á beinum samningum við Reykjavíkurborg hafi farið strax af stað nóttina sem snjókoman byrjaði hafi undirverktakar ekki verið tilbúnir með þá viðbótarþjónustu sem borgin hafi samið um að fá við aðstæður sem þessar. „Það þýddi að það vantaði 26 tæki á göturnar fyrsta sólarhringinn og munar um minna. Við erum að rannsaka af hverju þetta gerðist og hvernig við getum tryggt að það gerist ekki aftur,“ skrifar Alexandra.
Snjómokstur Reykjavík Veður Tengdar fréttir „Það vildi enginn vinna með ykkur“ Snjómokstur Reykjavíkurborgar var til umræðu í Kastljósi kvöldsins á RÚV. Mörgum finnst borgin ekki hafa staðið sig í stykkinu við mokstur og söltun gatna. Til viðtals voru Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en athygli vakti þegar Einar sagði engan annan borgarstjórnarflokk hafa viljað vinna með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar í vor. 21. desember 2022 22:43 „Verkefnið hefur stækkað gríðarlega“ Snjómokstur í borginni verður sífellt umfangsmeiri samhliða stækkun borgarinnar. Fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið notuð til að ryðja göturnar síðustu daga og hafa þau nú rutt samtals um þúsund kílómetra leið. 21. desember 2022 20:58 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
„Það vildi enginn vinna með ykkur“ Snjómokstur Reykjavíkurborgar var til umræðu í Kastljósi kvöldsins á RÚV. Mörgum finnst borgin ekki hafa staðið sig í stykkinu við mokstur og söltun gatna. Til viðtals voru Einar Þorsteinsson, starfandi borgarstjóri, og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en athygli vakti þegar Einar sagði engan annan borgarstjórnarflokk hafa viljað vinna með Sjálfstæðisflokki eftir kosningar í vor. 21. desember 2022 22:43
„Verkefnið hefur stækkað gríðarlega“ Snjómokstur í borginni verður sífellt umfangsmeiri samhliða stækkun borgarinnar. Fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið notuð til að ryðja göturnar síðustu daga og hafa þau nú rutt samtals um þúsund kílómetra leið. 21. desember 2022 20:58