Evrópa í basli með skotfærabirgðir og framleiðslu Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2022 15:30 Stórskotaliðsvopn hafa skipt sköpum í stríðinu í Úkraínu þar sem víglínur hafa að mestu lítið hreyfst, fyrir utan nokkrar umfangsmiklar breytingar eins og undanhald Rússa frá Kænugarði, Kharkív og vesturbakka Dniproár. AP/LIBKOS Ríki Evrópu eiga í vandræðum með að auka framleiðslu hergagna, þrátt fyrir að mörg af stærstu vopnaframleiðslufyrirtækjum heims megi finna á heimsálfunni. Vandræðin snúa sérstaklega að framleiðslu skotfæra fyrir stórskotaliðsvopn. Vopnasendingar til Úkraínu hafa gengið nokkuð á skotfærageymslur Evrópu. Dræm framleiðslugeta, skortur á sérhæfðu starfsfólki, vandamál með birgðakeðjur, hár fjármagnskostnaður og regluverk Evrópusambandsins er sagt hafa komið niður á getu Evrópu til að halda í við skotaflæðið til Úkraínu, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Stórskotaliðsvopn hafa skipt sköpum í stríðinu í Úkraínu en skotfæraframleiðsla hefur ekki haldið í við notkun Rússa og Úkraínumanna í stríðinu. Bakhjarlar Úkraínu hafa þó líklegast meiri framleiðslugetu en Rússar, sem sagðir eru hafa leitað til Írans og Norður-Kóreu eftir skotfærum. Frásagnir úkraínskra hermanna af því að stórskotaliðsárásum Rússa hafi fækkað renna stoðum undir fregnir af skotfæraskorti hjá Rússum. Ráðmenn á Vesturlöndum segja Rússa byrjaða að nota mjög gamlar sprengikúlur og Bandaríkjamenn tilkynntu nýverið að miklu púðri yrði varið í það að auka framleiðslugetu þar í landi. Til að mynda stæði til að auka framleiðslugetu á 155 mm sprengikúlum, sem er hefðbundin hlaupvídd stórskotaliðs NATO, úr um fjórtán þúsund skotum á mánuði í um fjörutíu þúsund árið 2025. Til samanburðar er áætlað að Úkraínumenn noti minnst níutíu þúsund sprengikúlur og eldflaugar í hverjum mánuði. Rússar hafa líklega verið að nota enn meira en það. Þá segir WSJ að Úkraínumenn noti um fjörutíu þúsund 155 mm sprengikúlur í mánuði en samanlagt geti ríki Evrópu ekki framleitt nema um þrjú hundruð þúsund skot á ári. Í síðasta mánuði bárust fregnir af því að á ráðamenn á Vesturlöndum hefðu biðlað til vopnaframleiðenda um að auka framleiðslu á vopnum og skotfærum. Sjá einnig: Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Úkraínumenn hafa einnig fengið mikið af loftvarnarkerfum frá Evópu og Bandaríkjunum vegna umfangsmikilla stýriflauga- og drónaárása Rússa á innviði ríkisins og hafa þær sendingar einnig gengið á forða Evrópu. Ef Þýskaland færi í stríð í dag myndu birgðir ríkisins á skotfærum fyrir stórskotalið einungis duga í tvær vikur. Viðmið NATO segja til um að aðildarríki eigi að sitja á um mánaðarbirgðum. Víða verið að bretta um ermar Í Þýskalandi hafa forsvarsmenn Rheinmetall brugðist við með því að byggja nýja skotfæraverksmiðju. Þessi verksmiðja á eingöngu að framleiða skotfæri í stórar vélbyssur og loftvarnabyssur eins og eru á Gepard-bryndrekunum sem Úkraínumenn hafa fengið frá Þýskalandi til að verjast sjálfsprengidrónum sem Rússar fengu frá Íran. Yfirvöld í Þýskalandi hafa gefið út að til stendur að verja rúmum tuttugu milljörðum evra í skotfæri, þar á meðal sprengikúlur og eldflaugar fyrir stórskotalið, á næstu árum. Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og víðar hafa slegið á svipaða strengi. Sérfræðingar sem ræddu við WSJ segja ríki Evrópu þurfa mun meiri framleiðslugetu. Langvarandi friður og breyttar áherslu vegna stríðsins gegn hryðjuverkum hafi leitt til þess að framleiðslugeta hafi dregist verulega saman. Ef hefðbundið stríð skylli á í Evrópu myndi ekkert ríki álfunnar hafa næga framleiðslugetu til að eiga í slíkum hernaði. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland NATO Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Afmá úkraínska menningu í Maríupól Undanfarnar vikur hafa rússneskir verktakar rifið fjölda rústa og bygginga í maríupól. Með brakinu eru lík sem liggja enn í rústunum flutt á brott. Verið er að afmá úkraínska menningu borgarinnar og hafa götur Maríupól til að mynda fengið nöfn frá tímum Sovétríkjanna. 23. desember 2022 10:31 Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 23. desember 2022 07:54 Fyrrverandi yfirmaður Roscosmos særðist í Donetsk Dmitry Rogozin, fyrrverandi yfirmaður Geimvísindastofnunar Rússlands, Roscosmos, og núverandi hernaðarráðgjafi í Donbas, er sagður hafa særst í loftárás Úkraínumanna í Doentsk-borg. 22. desember 2022 16:17 Pútín viðurkennir vandræði og styður stækkun hersins Vlaldimír Putín, forseti Rússlands, lýsti í gær yfir stuðningi við áætlun Varnarmálaráðuneytisins um að stækka rússneska herinn um um það bil helming. Þá sagði forsetinn að herinn þyrfti að ganga í gegnum ýmsar endurbætur og að engu væri sparað til. 22. desember 2022 11:19 Ekki ölmusa heldur fjárfesting í öryggi og lýðræði „Fjárstuðningur ykkar er ekki ölmusa. Hann er fjárfesting í öryggi heimsins og lýðræði, sem við förum með á sem ábyrgastan hátt,“ sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði Bandaríkjaþing í gærkvöldi. 22. desember 2022 06:26 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira
Vopnasendingar til Úkraínu hafa gengið nokkuð á skotfærageymslur Evrópu. Dræm framleiðslugeta, skortur á sérhæfðu starfsfólki, vandamál með birgðakeðjur, hár fjármagnskostnaður og regluverk Evrópusambandsins er sagt hafa komið niður á getu Evrópu til að halda í við skotaflæðið til Úkraínu, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Stórskotaliðsvopn hafa skipt sköpum í stríðinu í Úkraínu en skotfæraframleiðsla hefur ekki haldið í við notkun Rússa og Úkraínumanna í stríðinu. Bakhjarlar Úkraínu hafa þó líklegast meiri framleiðslugetu en Rússar, sem sagðir eru hafa leitað til Írans og Norður-Kóreu eftir skotfærum. Frásagnir úkraínskra hermanna af því að stórskotaliðsárásum Rússa hafi fækkað renna stoðum undir fregnir af skotfæraskorti hjá Rússum. Ráðmenn á Vesturlöndum segja Rússa byrjaða að nota mjög gamlar sprengikúlur og Bandaríkjamenn tilkynntu nýverið að miklu púðri yrði varið í það að auka framleiðslugetu þar í landi. Til að mynda stæði til að auka framleiðslugetu á 155 mm sprengikúlum, sem er hefðbundin hlaupvídd stórskotaliðs NATO, úr um fjórtán þúsund skotum á mánuði í um fjörutíu þúsund árið 2025. Til samanburðar er áætlað að Úkraínumenn noti minnst níutíu þúsund sprengikúlur og eldflaugar í hverjum mánuði. Rússar hafa líklega verið að nota enn meira en það. Þá segir WSJ að Úkraínumenn noti um fjörutíu þúsund 155 mm sprengikúlur í mánuði en samanlagt geti ríki Evrópu ekki framleitt nema um þrjú hundruð þúsund skot á ári. Í síðasta mánuði bárust fregnir af því að á ráðamenn á Vesturlöndum hefðu biðlað til vopnaframleiðenda um að auka framleiðslu á vopnum og skotfærum. Sjá einnig: Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Úkraínumenn hafa einnig fengið mikið af loftvarnarkerfum frá Evópu og Bandaríkjunum vegna umfangsmikilla stýriflauga- og drónaárása Rússa á innviði ríkisins og hafa þær sendingar einnig gengið á forða Evrópu. Ef Þýskaland færi í stríð í dag myndu birgðir ríkisins á skotfærum fyrir stórskotalið einungis duga í tvær vikur. Viðmið NATO segja til um að aðildarríki eigi að sitja á um mánaðarbirgðum. Víða verið að bretta um ermar Í Þýskalandi hafa forsvarsmenn Rheinmetall brugðist við með því að byggja nýja skotfæraverksmiðju. Þessi verksmiðja á eingöngu að framleiða skotfæri í stórar vélbyssur og loftvarnabyssur eins og eru á Gepard-bryndrekunum sem Úkraínumenn hafa fengið frá Þýskalandi til að verjast sjálfsprengidrónum sem Rússar fengu frá Íran. Yfirvöld í Þýskalandi hafa gefið út að til stendur að verja rúmum tuttugu milljörðum evra í skotfæri, þar á meðal sprengikúlur og eldflaugar fyrir stórskotalið, á næstu árum. Yfirvöld í Bretlandi, Frakklandi og víðar hafa slegið á svipaða strengi. Sérfræðingar sem ræddu við WSJ segja ríki Evrópu þurfa mun meiri framleiðslugetu. Langvarandi friður og breyttar áherslu vegna stríðsins gegn hryðjuverkum hafi leitt til þess að framleiðslugeta hafi dregist verulega saman. Ef hefðbundið stríð skylli á í Evrópu myndi ekkert ríki álfunnar hafa næga framleiðslugetu til að eiga í slíkum hernaði.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Rússland NATO Þýskaland Bandaríkin Tengdar fréttir Afmá úkraínska menningu í Maríupól Undanfarnar vikur hafa rússneskir verktakar rifið fjölda rústa og bygginga í maríupól. Með brakinu eru lík sem liggja enn í rústunum flutt á brott. Verið er að afmá úkraínska menningu borgarinnar og hafa götur Maríupól til að mynda fengið nöfn frá tímum Sovétríkjanna. 23. desember 2022 10:31 Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 23. desember 2022 07:54 Fyrrverandi yfirmaður Roscosmos særðist í Donetsk Dmitry Rogozin, fyrrverandi yfirmaður Geimvísindastofnunar Rússlands, Roscosmos, og núverandi hernaðarráðgjafi í Donbas, er sagður hafa særst í loftárás Úkraínumanna í Doentsk-borg. 22. desember 2022 16:17 Pútín viðurkennir vandræði og styður stækkun hersins Vlaldimír Putín, forseti Rússlands, lýsti í gær yfir stuðningi við áætlun Varnarmálaráðuneytisins um að stækka rússneska herinn um um það bil helming. Þá sagði forsetinn að herinn þyrfti að ganga í gegnum ýmsar endurbætur og að engu væri sparað til. 22. desember 2022 11:19 Ekki ölmusa heldur fjárfesting í öryggi og lýðræði „Fjárstuðningur ykkar er ekki ölmusa. Hann er fjárfesting í öryggi heimsins og lýðræði, sem við förum með á sem ábyrgastan hátt,“ sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði Bandaríkjaþing í gærkvöldi. 22. desember 2022 06:26 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira
Afmá úkraínska menningu í Maríupól Undanfarnar vikur hafa rússneskir verktakar rifið fjölda rústa og bygginga í maríupól. Með brakinu eru lík sem liggja enn í rústunum flutt á brott. Verið er að afmá úkraínska menningu borgarinnar og hafa götur Maríupól til að mynda fengið nöfn frá tímum Sovétríkjanna. 23. desember 2022 10:31
Wagner málaliðahópurinn sagður hafa keypt vopn af Norður-Kóreu Bandaríkjamenn hafa sakað stjórnvöld í Norður-Kóreu um að hafa séð Wagner málaliðahópnum fyrir vopnun til notkunar í Úkraínu. Þeir segja söluna brjóta gegn ályktunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 23. desember 2022 07:54
Fyrrverandi yfirmaður Roscosmos særðist í Donetsk Dmitry Rogozin, fyrrverandi yfirmaður Geimvísindastofnunar Rússlands, Roscosmos, og núverandi hernaðarráðgjafi í Donbas, er sagður hafa særst í loftárás Úkraínumanna í Doentsk-borg. 22. desember 2022 16:17
Pútín viðurkennir vandræði og styður stækkun hersins Vlaldimír Putín, forseti Rússlands, lýsti í gær yfir stuðningi við áætlun Varnarmálaráðuneytisins um að stækka rússneska herinn um um það bil helming. Þá sagði forsetinn að herinn þyrfti að ganga í gegnum ýmsar endurbætur og að engu væri sparað til. 22. desember 2022 11:19
Ekki ölmusa heldur fjárfesting í öryggi og lýðræði „Fjárstuðningur ykkar er ekki ölmusa. Hann er fjárfesting í öryggi heimsins og lýðræði, sem við förum með á sem ábyrgastan hátt,“ sagði Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti þegar hann ávarpaði Bandaríkjaþing í gærkvöldi. 22. desember 2022 06:26