„Það eru allir jafnir þegar kemur að snjómokstri“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 27. desember 2022 20:01 Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins segir engin hverfi tekin fram yfir önnur þegar kemur að snjómokstri. Vísir/Steingrímur Búist er við að það verði búið að moka flestar götur og stíga í Reykjavík fyrir gamlárskvöld. Svo framarlega sem það snjóar ekki meira og það þarf að byrja á mokstri upp á nýtt. Það hefur verið lítið um jólafrí hjá snjómokstursfólki borgarinnar. Það hefur verið nóg að gera hjá borginni síðustu daga við að ryðja götur, salta og sanda. „Ég er búin að vera í snjómokstursverkefni undanfarna daga. Við byrjuðum klukkan fjögur í nótt til að geta verið reiðubúnir með helstu leiðir,“ segir Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins. Hann segir að það taki um fjóra til sex daga að ryðja allar götur. Ef það byrji hins vegar að snjóa á þeim tíma þurfi að byrja upp á nýtt. „Þá þurfum við kannski að fara tvisvar á einhverjar götur og þá getur forgangur á neðri röð eins og húsagötur aðeins tafist,“ segir hann Hjalti segir rangt að frekar sé byrjað á hverfum miðsvæðis en efri byggðum borgarinnar. „Það eru allir jafnir þegar kemur að snjómokstri. Ef við fáum fréttir af því gegnum eftirlitsfólk að það séu erfiðar aðstæður einhvers staðar eins og í efri byggðum, eins og í Úlfarsárdal, Grafarvogi eða Breiðholti þá reynum við að leggja meiri áherslu á að fara þangað. Í stað þess að vera með tæki þar sem kannski minni erfiðleikar eru,“ segir Hjalti. Hjalti segir að vetrarfærð og kuldatíð hafi aðeins sett hans eigin dagskrá úr skorðum. „Jólafríið er nú búið að vera eitthvað takmarkað þetta árið, en en svona er þetta, þetta er bara starfið,“ segir hann. Bláar og grænar tunnur tæmdar fyrir árslok Ingimundur Ellert Þorkelsson flokkstjóri Sorphirðu borgarinnar vonar að það takist að klára að tæma bláar og grænar tunnur í vikunni.Vísir/Steingrímur Sorphirða borgarinnar tók líka daginn snemma en starfsfólk tekur grænar og bláar tunnur í þessari viku. Ingimundur Ellert Þorkelsson flokkstjóri vonar að það takist að klára fyrir gamlárskvöld. „Við klárum restina af Grafarvogi og Vesturbæinn í þessari viku en það verður knappt því færðin seinkar aðeins störfum okkar. Þá biðjum við fólk að moka frá tunnum, en ef við komumst ekki að þeim þá er ruslið ekki tekið í það skiptið. Það er þó sem betur fer sjaldgæft,“ segir Ingimundur. Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Það hefur verið nóg að gera hjá borginni síðustu daga við að ryðja götur, salta og sanda. „Ég er búin að vera í snjómokstursverkefni undanfarna daga. Við byrjuðum klukkan fjögur í nótt til að geta verið reiðubúnir með helstu leiðir,“ segir Hjalti J. Guðmundsson skrifstofustjóri Borgarlandsins. Hann segir að það taki um fjóra til sex daga að ryðja allar götur. Ef það byrji hins vegar að snjóa á þeim tíma þurfi að byrja upp á nýtt. „Þá þurfum við kannski að fara tvisvar á einhverjar götur og þá getur forgangur á neðri röð eins og húsagötur aðeins tafist,“ segir hann Hjalti segir rangt að frekar sé byrjað á hverfum miðsvæðis en efri byggðum borgarinnar. „Það eru allir jafnir þegar kemur að snjómokstri. Ef við fáum fréttir af því gegnum eftirlitsfólk að það séu erfiðar aðstæður einhvers staðar eins og í efri byggðum, eins og í Úlfarsárdal, Grafarvogi eða Breiðholti þá reynum við að leggja meiri áherslu á að fara þangað. Í stað þess að vera með tæki þar sem kannski minni erfiðleikar eru,“ segir Hjalti. Hjalti segir að vetrarfærð og kuldatíð hafi aðeins sett hans eigin dagskrá úr skorðum. „Jólafríið er nú búið að vera eitthvað takmarkað þetta árið, en en svona er þetta, þetta er bara starfið,“ segir hann. Bláar og grænar tunnur tæmdar fyrir árslok Ingimundur Ellert Þorkelsson flokkstjóri Sorphirðu borgarinnar vonar að það takist að klára að tæma bláar og grænar tunnur í vikunni.Vísir/Steingrímur Sorphirða borgarinnar tók líka daginn snemma en starfsfólk tekur grænar og bláar tunnur í þessari viku. Ingimundur Ellert Þorkelsson flokkstjóri vonar að það takist að klára fyrir gamlárskvöld. „Við klárum restina af Grafarvogi og Vesturbæinn í þessari viku en það verður knappt því færðin seinkar aðeins störfum okkar. Þá biðjum við fólk að moka frá tunnum, en ef við komumst ekki að þeim þá er ruslið ekki tekið í það skiptið. Það er þó sem betur fer sjaldgæft,“ segir Ingimundur.
Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Sjá meira
Íbúar beðnir um að sýna þolinmæði Búist er við að það taki fjóra til sex daga að klára að moka allar helstu götur í Reykjavík. Snjóruðningstæki byrjuðu að ryðja götur í nótt. Borgarbúar eru minntir á að moka frá ruslatunnum. 27. desember 2022 12:01