Til greina kemur að nafngreina mann sem hélt vændiskonu í gíslingu og nauðgaði í kjallara Eiður Þór Árnason skrifar 28. desember 2022 12:01 Héraðsdómur Reykjavíkur er lokaður fram á nýársdag. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hyggst skoða hvort ástæða sé til að nafngreina karlmann sem var nýverið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara í Reykjavík. Þetta staðfestir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur í svari til fréttastofu. Til stendur að taka málið til athugunar strax eftir áramót þegar dómstólinn snýr aftur til starfa eftir jólafrí. Mbl.is greindi fyrst frá. Maðurinn var ekki nafngreindur í dómnum sem birtur var opinberlega en sú hefð hefur skapast hjá dómstólum landsins að nafngreina ekki vændiskaupendur. Kannað verður hvort nafn mannsins hafi verið ranglega hreinsað úr dómnum. Alla jafna eru nöfn sakborninga birt í dómum í öllum tegundum ofbeldismála nema til að vernda brotaþola ef viðkomandi aðilar eru tengdir. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna hefur gagnrýnt nafnhreinsunina og sagt ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Hún kallaði á dögunum eftir endurskoðun á þessari venju að þingheimur bregðist við ef lagabreytingu þurfi til. Bjarkey segir hefðina skjóta skökku við og til þess fallna að hlífa gerendum. „Við birtum nöfn í morðmálum eða þar sem fjallað er um mjög alvarleg ofbeldisbrot og þess vegna skýtur það skökku við að verið sé að hlífa brotamönnum í kynferðisbrotamálum og ég held að þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur, að geta ekki nema í sínum hópi sagt frá því og það berst ekki út að þetta séu aðilar sem eru að brjóta af sér og mér finnst ekkert réttlæta það að þeir njóti nafnleyndar. Það er ekkert sem rökstyður það,“ sagði hún í samtali við fréttastofu á Þorláksmessu. Bjarkey bætti við að vændi væri skilgreint sem ofbeldi í lögum. Frelsissviptingin varið í þrjár klukkustundir Fram kemur í dómnum að fjölskyldumaðurinn hafi brotið bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu. Að sögn konunnar hafði hún veitt honum þjónustu í klukkustund þegar hann krafði hana um endurgreiðslu. Þegar hún sagðist ekki getað útvegað honum peningana fyrr daginn eftir hafi hann barið hana, tekið af henni símann og ítrekað tekið hana hálstaki. Í kjölfarið hafi hann margsinnis nauðgað henni. Manninum var gert að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Hann játaði brot sitt að litlum hluta. Í niðurstöðu dómsins segir að frelsissviptingin hafi varað í um þrjár klukkustundir. Við sakfellingu var litið til þess að atlaga mannsins hefði verið ofsafengin og gróf. Hann hefði valdið alvarlegum áverkum og brotið gegn kynfrelsi og trúnaði sem konan sýndi með komu sinni. Ásetningur hafi verið sterkur og telja megi mildi að ekki urðu enn alvarlegri afleiðingar fyrir konuna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Vændi Tengdar fréttir Fjölskyldumaður hélt vændiskonu í gíslingu og nauðgaði í kjallara í Reykjavík Fjölskyldumaður nokkur hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Karlmaðurinn braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu í klukkustund. Hann þarf að greiða henni þrjár milljónir króna í miskabætur. 23. desember 2022 13:12 Segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Endurskoða þurfi hefð dómara um nafnleynd og ef lagabreytingu þurfi til verði þingheimur að bregðast við. 23. desember 2022 19:01 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Þetta staðfestir Ingibjörg Þorsteinsdóttir, dómstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur í svari til fréttastofu. Til stendur að taka málið til athugunar strax eftir áramót þegar dómstólinn snýr aftur til starfa eftir jólafrí. Mbl.is greindi fyrst frá. Maðurinn var ekki nafngreindur í dómnum sem birtur var opinberlega en sú hefð hefur skapast hjá dómstólum landsins að nafngreina ekki vændiskaupendur. Kannað verður hvort nafn mannsins hafi verið ranglega hreinsað úr dómnum. Alla jafna eru nöfn sakborninga birt í dómum í öllum tegundum ofbeldismála nema til að vernda brotaþola ef viðkomandi aðilar eru tengdir. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna hefur gagnrýnt nafnhreinsunina og sagt ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Hún kallaði á dögunum eftir endurskoðun á þessari venju að þingheimur bregðist við ef lagabreytingu þurfi til. Bjarkey segir hefðina skjóta skökku við og til þess fallna að hlífa gerendum. „Við birtum nöfn í morðmálum eða þar sem fjallað er um mjög alvarleg ofbeldisbrot og þess vegna skýtur það skökku við að verið sé að hlífa brotamönnum í kynferðisbrotamálum og ég held að þetta geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir þolendur, að geta ekki nema í sínum hópi sagt frá því og það berst ekki út að þetta séu aðilar sem eru að brjóta af sér og mér finnst ekkert réttlæta það að þeir njóti nafnleyndar. Það er ekkert sem rökstyður það,“ sagði hún í samtali við fréttastofu á Þorláksmessu. Bjarkey bætti við að vændi væri skilgreint sem ofbeldi í lögum. Frelsissviptingin varið í þrjár klukkustundir Fram kemur í dómnum að fjölskyldumaðurinn hafi brotið bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu. Að sögn konunnar hafði hún veitt honum þjónustu í klukkustund þegar hann krafði hana um endurgreiðslu. Þegar hún sagðist ekki getað útvegað honum peningana fyrr daginn eftir hafi hann barið hana, tekið af henni símann og ítrekað tekið hana hálstaki. Í kjölfarið hafi hann margsinnis nauðgað henni. Manninum var gert að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Hann játaði brot sitt að litlum hluta. Í niðurstöðu dómsins segir að frelsissviptingin hafi varað í um þrjár klukkustundir. Við sakfellingu var litið til þess að atlaga mannsins hefði verið ofsafengin og gróf. Hann hefði valdið alvarlegum áverkum og brotið gegn kynfrelsi og trúnaði sem konan sýndi með komu sinni. Ásetningur hafi verið sterkur og telja megi mildi að ekki urðu enn alvarlegri afleiðingar fyrir konuna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Vændi Tengdar fréttir Fjölskyldumaður hélt vændiskonu í gíslingu og nauðgaði í kjallara í Reykjavík Fjölskyldumaður nokkur hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Karlmaðurinn braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu í klukkustund. Hann þarf að greiða henni þrjár milljónir króna í miskabætur. 23. desember 2022 13:12 Segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Endurskoða þurfi hefð dómara um nafnleynd og ef lagabreytingu þurfi til verði þingheimur að bregðast við. 23. desember 2022 19:01 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Fjölskyldumaður hélt vændiskonu í gíslingu og nauðgaði í kjallara í Reykjavík Fjölskyldumaður nokkur hefur verið dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir nauðgun, kaup á vændi, sérlega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í kjallara húss í Reykjavík í apríl í fyrra. Karlmaðurinn braut bein í andliti konu sem hafði selt honum vændisþjónustu í klukkustund. Hann þarf að greiða henni þrjár milljónir króna í miskabætur. 23. desember 2022 13:12
Segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda Þingmaður Vinstri grænna segir ekkert réttlæta nafnleynd vændiskaupenda. Endurskoða þurfi hefð dómara um nafnleynd og ef lagabreytingu þurfi til verði þingheimur að bregðast við. 23. desember 2022 19:01