„Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. janúar 2023 21:30 Jón Mýrdal skorar á veitingamenn að vera óhræddir við að rukka nóg. Vísir/Egill Veitingamenn eru farnir að finna fyrir hækkandi hrávöruverði, auknum launakostnaði og hærri áfengisgjöldum á nýju ári og segja rekstrarumhverfi veitingastaða afar slæmt. Veitingamaður skorar á kollega sína að hræðast ekki að hækka verð. Undanfarna daga hafa veitingamenn lýst yfir örvæntingu sinni vegna erfiðs rekstrarumhverfis í veitingageiranum. Þar hafi launahækkanir vegna nýrra kjarasamninga vegið sérstaklega þungt. „Laun hafa hækkað gríðarlega og hráefni hækkar vikulega hjá okkur. Eins og grænmeti hækkar bara á hverjum degi,“ segir Jón Mýrdal, veitingamaður. „Ég held að meðallaunakostnaður hjá veitingastöðum sé 40 til 55 prósent. Ég er ekki viss um að aðrir bransar myndu þola það mjög lengi.“ Fólk kvarti ekki yfir háu verði Einhverjir hafa lýst yfir áhyggjum að neytendur hætti að mæta á veitingastaði sé vöruverð hækkað í samræmi við aukin útgjöld. Hann hefur ekki sömu áhyggjur. „Við höfum ekki fundið fyrir því að fólk sé mikið að kvarta yfir verðinu. Ég held að veitingamenn séu ekki alveg nógu duglegir að rukka, það er bara þannig,“ segir Jón. Þannig að þú ert ekki hræddur um að fólk muni hætta að koma til dæmis út af of háu verði? „Það er erfitt að sigla þennan lygna sjó en ég meina, ef við getum ekki borgað laun og ekki borgað leigu erum við hvort sem er ekki í rekstri,“ segir Jón. Hugsjónir dugi skammt Veitingastaðir eins og Coocoo's nest á Granda, sem var lokað um áramótin eftir áratugslangan rekstur, rukki bara að hans mati ekki nóg. Hugsjónir dugi skammt. „Það er voða gaman að vera með fallega hugsjón og elda góðan mat en við verðum að rukka. Það er bara svoleiðis,“ segir Jón og bætir við til annarra veitingamanna: „Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin.“ Veitingastaðir Verðlag Tengdar fréttir Sérkjarasamningar nauðsynlegir til að bjarga veitingageiranum Veitingamenn segja rekstrarumhverfið orðið ómögulegt vegna mikilla hrávöruverðs- og launahækkana. Ómögulegt sé að hækka verð í samræmi við útlagðan kostnað vilji veitingamenn fá til sín gesti. 3. janúar 2023 12:31 Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Undanfarna daga hafa veitingamenn lýst yfir örvæntingu sinni vegna erfiðs rekstrarumhverfis í veitingageiranum. Þar hafi launahækkanir vegna nýrra kjarasamninga vegið sérstaklega þungt. „Laun hafa hækkað gríðarlega og hráefni hækkar vikulega hjá okkur. Eins og grænmeti hækkar bara á hverjum degi,“ segir Jón Mýrdal, veitingamaður. „Ég held að meðallaunakostnaður hjá veitingastöðum sé 40 til 55 prósent. Ég er ekki viss um að aðrir bransar myndu þola það mjög lengi.“ Fólk kvarti ekki yfir háu verði Einhverjir hafa lýst yfir áhyggjum að neytendur hætti að mæta á veitingastaði sé vöruverð hækkað í samræmi við aukin útgjöld. Hann hefur ekki sömu áhyggjur. „Við höfum ekki fundið fyrir því að fólk sé mikið að kvarta yfir verðinu. Ég held að veitingamenn séu ekki alveg nógu duglegir að rukka, það er bara þannig,“ segir Jón. Þannig að þú ert ekki hræddur um að fólk muni hætta að koma til dæmis út af of háu verði? „Það er erfitt að sigla þennan lygna sjó en ég meina, ef við getum ekki borgað laun og ekki borgað leigu erum við hvort sem er ekki í rekstri,“ segir Jón. Hugsjónir dugi skammt Veitingastaðir eins og Coocoo's nest á Granda, sem var lokað um áramótin eftir áratugslangan rekstur, rukki bara að hans mati ekki nóg. Hugsjónir dugi skammt. „Það er voða gaman að vera með fallega hugsjón og elda góðan mat en við verðum að rukka. Það er bara svoleiðis,“ segir Jón og bætir við til annarra veitingamanna: „Ekki vera huglausir, við verðum að hækka verðin.“
Veitingastaðir Verðlag Tengdar fréttir Sérkjarasamningar nauðsynlegir til að bjarga veitingageiranum Veitingamenn segja rekstrarumhverfið orðið ómögulegt vegna mikilla hrávöruverðs- og launahækkana. Ómögulegt sé að hækka verð í samræmi við útlagðan kostnað vilji veitingamenn fá til sín gesti. 3. janúar 2023 12:31 Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sjá meira
Sérkjarasamningar nauðsynlegir til að bjarga veitingageiranum Veitingamenn segja rekstrarumhverfið orðið ómögulegt vegna mikilla hrávöruverðs- og launahækkana. Ómögulegt sé að hækka verð í samræmi við útlagðan kostnað vilji veitingamenn fá til sín gesti. 3. janúar 2023 12:31
Hugsar daglega hvort hann eigi ekki að leggja árar í bát Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumaður kenndur við Slippinn í Vestmannaeyjum og Næs, segist íhuga það daglega að hætta í veitingarekstri. Rekstrarumhverfið sé orðið yfirþyrmandi lýjandi. Hann spyr hvað sé til bragðs að taka? 2. janúar 2023 16:15