Hyggst kæra manninn fyrir tilraun til manndráps Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 12. janúar 2023 15:08 Maðurinn sem varð fyrir því að gröfumaður frá fyrirtækinu Óskatak sturtaði úr fullri skóflu af snjó yfir sig er strætóbílstjóri. Hann segist slasaður eftir atvikið og hyggst kæra gröfumanninn fyrir tilraun til manndráps. Atvikið átti sér stað síðdegis í gær. Í samtali við fréttastofu segir maðurinn, sem ekki vildi koma fram undir nafni að svo stöddu, að hann hefði verið að keyra strætisvagn í Kópavogi þegar grafa var fyrir vagninum og gröfubílstjórinn hefði neitað að færa sig. Hann hafi farið út úr strætisvagninum til að biðja bíla fyrir aftan að færa sig en þá hafi gröfumaðurinn byrjað að öskra á sig. „Hann byrjar að öskra á mig og segist ætla að drepa mig. Hann sturtaði ekki einu sinni heldur tvisvar úr snjóskóflunni og í seinna skiptið fór allt yfir mig,“ segir bílstjórinn. Hann segir að mikill ís hafi verið í snjónum sem hann fékk yfir sig og hann hafi meitt sig mikið bæði í hálsi og baki. Þá hafi maðurinn hótað því að slá til hans með skóflunni á gröfunni. Strætóbílstjórinn leitaði á sjúkrahús í dag þar sem hann gekkst undir rannsóknir. Hann er að sögn enn mjög verkjaður í hálsi og baki og sér fram á að vera frá vinnu í að minnsta kosti 10-20 daga. Hann hefur ráðfært sig við lögfræðing og hyggst kæra manninn fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn á gröfunni var við vinnu á vegum fyrirtækisins Óskatak. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Ingibjörg Sigursteinsdóttir, mannauðsstjóri Óskataks, að hann hefði verið sendur í ótímabundið leyfi og að málið væri í skoðun. Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó funduðu í dag og lauk fundinum nú fyrir skömmu. Þeir vildu ekki tjá sig um efni fundarins eða frekar um málið þegar fréttastofa leitaðist eftir viðbrögðum. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða staðfesti í samtali við fréttastofu að maðurinn sé starfsmaður á þeirra vegum. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið fyrir utan að hann segir að það sé litið alvarlegum augum og sé í skoðun. Snjómokstur Strætó Kópavogur Tengdar fréttir Óskatak og Strætó funda vegna uppákomunnar í Kópavogi Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó ætla að funda í dag vegna uppákomu við Engihjalla í Kópavogi í gær. Þar reyndi starfsmaður Óskataks á gröfu að sturta snjó yfir karlmann sem stóð nærri og öskraði að honum. 12. janúar 2023 10:15 Gröfumaður hellir snjó yfir mann Myndband er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem gröfumaður sést hella nokkru magni af snjó yfir mann sem stóð þar á gangstétt við hliðina á gröfunni. 11. janúar 2023 22:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Atvikið átti sér stað síðdegis í gær. Í samtali við fréttastofu segir maðurinn, sem ekki vildi koma fram undir nafni að svo stöddu, að hann hefði verið að keyra strætisvagn í Kópavogi þegar grafa var fyrir vagninum og gröfubílstjórinn hefði neitað að færa sig. Hann hafi farið út úr strætisvagninum til að biðja bíla fyrir aftan að færa sig en þá hafi gröfumaðurinn byrjað að öskra á sig. „Hann byrjar að öskra á mig og segist ætla að drepa mig. Hann sturtaði ekki einu sinni heldur tvisvar úr snjóskóflunni og í seinna skiptið fór allt yfir mig,“ segir bílstjórinn. Hann segir að mikill ís hafi verið í snjónum sem hann fékk yfir sig og hann hafi meitt sig mikið bæði í hálsi og baki. Þá hafi maðurinn hótað því að slá til hans með skóflunni á gröfunni. Strætóbílstjórinn leitaði á sjúkrahús í dag þar sem hann gekkst undir rannsóknir. Hann er að sögn enn mjög verkjaður í hálsi og baki og sér fram á að vera frá vinnu í að minnsta kosti 10-20 daga. Hann hefur ráðfært sig við lögfræðing og hyggst kæra manninn fyrir tilraun til manndráps. Maðurinn á gröfunni var við vinnu á vegum fyrirtækisins Óskatak. Í samtali við fréttastofu í morgun sagði Ingibjörg Sigursteinsdóttir, mannauðsstjóri Óskataks, að hann hefði verið sendur í ótímabundið leyfi og að málið væri í skoðun. Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó funduðu í dag og lauk fundinum nú fyrir skömmu. Þeir vildu ekki tjá sig um efni fundarins eða frekar um málið þegar fréttastofa leitaðist eftir viðbrögðum. Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða staðfesti í samtali við fréttastofu að maðurinn sé starfsmaður á þeirra vegum. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið fyrir utan að hann segir að það sé litið alvarlegum augum og sé í skoðun.
Snjómokstur Strætó Kópavogur Tengdar fréttir Óskatak og Strætó funda vegna uppákomunnar í Kópavogi Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó ætla að funda í dag vegna uppákomu við Engihjalla í Kópavogi í gær. Þar reyndi starfsmaður Óskataks á gröfu að sturta snjó yfir karlmann sem stóð nærri og öskraði að honum. 12. janúar 2023 10:15 Gröfumaður hellir snjó yfir mann Myndband er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem gröfumaður sést hella nokkru magni af snjó yfir mann sem stóð þar á gangstétt við hliðina á gröfunni. 11. janúar 2023 22:00 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Óskatak og Strætó funda vegna uppákomunnar í Kópavogi Forsvarsmenn verktakafyrirtækisins Óskataks og Strætó ætla að funda í dag vegna uppákomu við Engihjalla í Kópavogi í gær. Þar reyndi starfsmaður Óskataks á gröfu að sturta snjó yfir karlmann sem stóð nærri og öskraði að honum. 12. janúar 2023 10:15
Gröfumaður hellir snjó yfir mann Myndband er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem gröfumaður sést hella nokkru magni af snjó yfir mann sem stóð þar á gangstétt við hliðina á gröfunni. 11. janúar 2023 22:00