„Við getum verið best í heimi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2023 19:00 Vésteinn, Ásmundur Einar og Lárus Blöndal á blaðamannafundi ÍSÍ og Menntamálaráðuneytinu í Gautaborg í dag. Vísir/vilhelm Tímamótasamningur var undirritaður í Gautaborg í dag en hann er ætlaður til að styðja við bakið á afreksíþróttafólki á Íslandi. Vésteinn Hafteinsson mun flytja heim til Íslands og leiða verkefnið. „Það leggst rosalega vel í mig að flytja heim. Ég er Íslendingur og hjartað hefur alltaf verið þar,“ segir Vésteinn Hafsteinsson á blaðamannafundi Mennta- og barnamálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þegar skrifað var undir samstarfssamning um stefnumörkun og uppbyggingu afreksíþróttastarfs á Íslandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi ÍSÍ og Mennta- og baranamálaráðherra í Gautaborg í dag. Vésteinn Hafsteinsson mun verða ráðinn Afreksstjóri ÍSÍ og mun samhliða því leiða nýjan starfshóp Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks. Markmiðið er að umgjörð afreksíþróttastarfs verði eins og best verður á kosið þannig að afreksíþróttafólk okkar standi jafnfætis keppinautum sínum á alþjóðavísu. „Mitt verkefni verður að gera alla umgjörð og réttindi afreksfólks betra á Íslandi. Það er mjög mikilvægt starf sem verður unnið í samráði við önnur ráðuneyti líka, bara í sambandi við þetta venjulega líf, að geta staðið í þessu. Um er að ræða tryggingarkerfið, lífeyrissjóðir og allt annað, að það komist á laggirnir og það verði gott kerfi í kringum það,“ segir Vésteinn og heldur áfram. „Svo er það þessi greiningarvinna, að greina íþróttafólkið félagslegu, andlegu, líkamlegu og tæknilegu hliðinni og það er svona uppáhalds starfið mitt. Þegar ég hætti þessu eftir fimm til tíu ár þá vona ég að það verði miklu fleiri afreksíþróttafólk á Ísland og fleiri sem fara á Ólympíuleika, Evrópumót og heimsmeistaramót.“ Hann segir að margt gott hafi verið gert í gegnum tíðina á Íslandi en það megi bæta sumt. „Ef við erum með mjög öflugt teymi hjá ÍSÍ sem vinnur vel með sérsamböndunum þá er ég alveg með á hreinu að við getum verið best í heimi í þessari vinnu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni við Véstein. Klippa: Vésteinn á leiðinni heim „Við erum að fara auka gæðin í afreksstarfinu hjá okkur og það er bara mjög mikils virði að það takist,“ segir Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, í Gautaborg í dag. „Við erum á sama tíma í samstarfi við menntamálaráðuneytið að greina og skapa betri umgjörð um afreksíþróttastarfið í heild sinni. Það er verkefni sem starfshópur er með á sinni könnu og á að klára á þessu ári.“ Hann segir að réttindi afreksíþróttafólks ættu að batna mikið. „Það á að fara yfir alla löggjöf þar sem á að tryggja réttindi íþróttafólksins sem er að keppa á okkar vegum og það sama á við um tekjur og þetta er allt saman partur af þessu verkefni,“ segir Lárus en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Forseti ÍSÍ spenntur fyrir komandi tímum ÍSÍ Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira
„Það leggst rosalega vel í mig að flytja heim. Ég er Íslendingur og hjartað hefur alltaf verið þar,“ segir Vésteinn Hafsteinsson á blaðamannafundi Mennta- og barnamálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þegar skrifað var undir samstarfssamning um stefnumörkun og uppbyggingu afreksíþróttastarfs á Íslandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi ÍSÍ og Mennta- og baranamálaráðherra í Gautaborg í dag. Vésteinn Hafsteinsson mun verða ráðinn Afreksstjóri ÍSÍ og mun samhliða því leiða nýjan starfshóp Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks. Markmiðið er að umgjörð afreksíþróttastarfs verði eins og best verður á kosið þannig að afreksíþróttafólk okkar standi jafnfætis keppinautum sínum á alþjóðavísu. „Mitt verkefni verður að gera alla umgjörð og réttindi afreksfólks betra á Íslandi. Það er mjög mikilvægt starf sem verður unnið í samráði við önnur ráðuneyti líka, bara í sambandi við þetta venjulega líf, að geta staðið í þessu. Um er að ræða tryggingarkerfið, lífeyrissjóðir og allt annað, að það komist á laggirnir og það verði gott kerfi í kringum það,“ segir Vésteinn og heldur áfram. „Svo er það þessi greiningarvinna, að greina íþróttafólkið félagslegu, andlegu, líkamlegu og tæknilegu hliðinni og það er svona uppáhalds starfið mitt. Þegar ég hætti þessu eftir fimm til tíu ár þá vona ég að það verði miklu fleiri afreksíþróttafólk á Ísland og fleiri sem fara á Ólympíuleika, Evrópumót og heimsmeistaramót.“ Hann segir að margt gott hafi verið gert í gegnum tíðina á Íslandi en það megi bæta sumt. „Ef við erum með mjög öflugt teymi hjá ÍSÍ sem vinnur vel með sérsamböndunum þá er ég alveg með á hreinu að við getum verið best í heimi í þessari vinnu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni við Véstein. Klippa: Vésteinn á leiðinni heim „Við erum að fara auka gæðin í afreksstarfinu hjá okkur og það er bara mjög mikils virði að það takist,“ segir Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, í Gautaborg í dag. „Við erum á sama tíma í samstarfi við menntamálaráðuneytið að greina og skapa betri umgjörð um afreksíþróttastarfið í heild sinni. Það er verkefni sem starfshópur er með á sinni könnu og á að klára á þessu ári.“ Hann segir að réttindi afreksíþróttafólks ættu að batna mikið. „Það á að fara yfir alla löggjöf þar sem á að tryggja réttindi íþróttafólksins sem er að keppa á okkar vegum og það sama á við um tekjur og þetta er allt saman partur af þessu verkefni,“ segir Lárus en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Forseti ÍSÍ spenntur fyrir komandi tímum
ÍSÍ Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Fleiri fréttir Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Sjá meira