„Við getum verið best í heimi“ Stefán Árni Pálsson skrifar 21. janúar 2023 19:00 Vésteinn, Ásmundur Einar og Lárus Blöndal á blaðamannafundi ÍSÍ og Menntamálaráðuneytinu í Gautaborg í dag. Vísir/vilhelm Tímamótasamningur var undirritaður í Gautaborg í dag en hann er ætlaður til að styðja við bakið á afreksíþróttafólki á Íslandi. Vésteinn Hafteinsson mun flytja heim til Íslands og leiða verkefnið. „Það leggst rosalega vel í mig að flytja heim. Ég er Íslendingur og hjartað hefur alltaf verið þar,“ segir Vésteinn Hafsteinsson á blaðamannafundi Mennta- og barnamálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þegar skrifað var undir samstarfssamning um stefnumörkun og uppbyggingu afreksíþróttastarfs á Íslandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi ÍSÍ og Mennta- og baranamálaráðherra í Gautaborg í dag. Vésteinn Hafsteinsson mun verða ráðinn Afreksstjóri ÍSÍ og mun samhliða því leiða nýjan starfshóp Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks. Markmiðið er að umgjörð afreksíþróttastarfs verði eins og best verður á kosið þannig að afreksíþróttafólk okkar standi jafnfætis keppinautum sínum á alþjóðavísu. „Mitt verkefni verður að gera alla umgjörð og réttindi afreksfólks betra á Íslandi. Það er mjög mikilvægt starf sem verður unnið í samráði við önnur ráðuneyti líka, bara í sambandi við þetta venjulega líf, að geta staðið í þessu. Um er að ræða tryggingarkerfið, lífeyrissjóðir og allt annað, að það komist á laggirnir og það verði gott kerfi í kringum það,“ segir Vésteinn og heldur áfram. „Svo er það þessi greiningarvinna, að greina íþróttafólkið félagslegu, andlegu, líkamlegu og tæknilegu hliðinni og það er svona uppáhalds starfið mitt. Þegar ég hætti þessu eftir fimm til tíu ár þá vona ég að það verði miklu fleiri afreksíþróttafólk á Ísland og fleiri sem fara á Ólympíuleika, Evrópumót og heimsmeistaramót.“ Hann segir að margt gott hafi verið gert í gegnum tíðina á Íslandi en það megi bæta sumt. „Ef við erum með mjög öflugt teymi hjá ÍSÍ sem vinnur vel með sérsamböndunum þá er ég alveg með á hreinu að við getum verið best í heimi í þessari vinnu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni við Véstein. Klippa: Vésteinn á leiðinni heim „Við erum að fara auka gæðin í afreksstarfinu hjá okkur og það er bara mjög mikils virði að það takist,“ segir Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, í Gautaborg í dag. „Við erum á sama tíma í samstarfi við menntamálaráðuneytið að greina og skapa betri umgjörð um afreksíþróttastarfið í heild sinni. Það er verkefni sem starfshópur er með á sinni könnu og á að klára á þessu ári.“ Hann segir að réttindi afreksíþróttafólks ættu að batna mikið. „Það á að fara yfir alla löggjöf þar sem á að tryggja réttindi íþróttafólksins sem er að keppa á okkar vegum og það sama á við um tekjur og þetta er allt saman partur af þessu verkefni,“ segir Lárus en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Forseti ÍSÍ spenntur fyrir komandi tímum ÍSÍ Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sjá meira
„Það leggst rosalega vel í mig að flytja heim. Ég er Íslendingur og hjartað hefur alltaf verið þar,“ segir Vésteinn Hafsteinsson á blaðamannafundi Mennta- og barnamálaráðuneytið og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands þegar skrifað var undir samstarfssamning um stefnumörkun og uppbyggingu afreksíþróttastarfs á Íslandi. Þetta kom fram á blaðamannafundi ÍSÍ og Mennta- og baranamálaráðherra í Gautaborg í dag. Vésteinn Hafsteinsson mun verða ráðinn Afreksstjóri ÍSÍ og mun samhliða því leiða nýjan starfshóp Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks. Markmiðið er að umgjörð afreksíþróttastarfs verði eins og best verður á kosið þannig að afreksíþróttafólk okkar standi jafnfætis keppinautum sínum á alþjóðavísu. „Mitt verkefni verður að gera alla umgjörð og réttindi afreksfólks betra á Íslandi. Það er mjög mikilvægt starf sem verður unnið í samráði við önnur ráðuneyti líka, bara í sambandi við þetta venjulega líf, að geta staðið í þessu. Um er að ræða tryggingarkerfið, lífeyrissjóðir og allt annað, að það komist á laggirnir og það verði gott kerfi í kringum það,“ segir Vésteinn og heldur áfram. „Svo er það þessi greiningarvinna, að greina íþróttafólkið félagslegu, andlegu, líkamlegu og tæknilegu hliðinni og það er svona uppáhalds starfið mitt. Þegar ég hætti þessu eftir fimm til tíu ár þá vona ég að það verði miklu fleiri afreksíþróttafólk á Ísland og fleiri sem fara á Ólympíuleika, Evrópumót og heimsmeistaramót.“ Hann segir að margt gott hafi verið gert í gegnum tíðina á Íslandi en það megi bæta sumt. „Ef við erum með mjög öflugt teymi hjá ÍSÍ sem vinnur vel með sérsamböndunum þá er ég alveg með á hreinu að við getum verið best í heimi í þessari vinnu.“ Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni við Véstein. Klippa: Vésteinn á leiðinni heim „Við erum að fara auka gæðin í afreksstarfinu hjá okkur og það er bara mjög mikils virði að það takist,“ segir Lárus L. Blöndal, forseti ÍSÍ, í Gautaborg í dag. „Við erum á sama tíma í samstarfi við menntamálaráðuneytið að greina og skapa betri umgjörð um afreksíþróttastarfið í heild sinni. Það er verkefni sem starfshópur er með á sinni könnu og á að klára á þessu ári.“ Hann segir að réttindi afreksíþróttafólks ættu að batna mikið. „Það á að fara yfir alla löggjöf þar sem á að tryggja réttindi íþróttafólksins sem er að keppa á okkar vegum og það sama á við um tekjur og þetta er allt saman partur af þessu verkefni,“ segir Lárus en viðtalið við hann má sjá í heild sinni hér að neðan. Klippa: Forseti ÍSÍ spenntur fyrir komandi tímum
ÍSÍ Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sjá meira