Jaafar Jackson fetar í fótspor frænda í nýrri kvikmynd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. janúar 2023 11:48 Jaafar Jackson mun leika föðurbróður sinn Michael í nýrri kvikmynd um lífshlaup hans. Getty/samsett Hinn 26 ára gamli Jaafar Jackson mun feta í fótspor föðurbróður síns, Michael Jackson, í kvikmynd sem gera á um lífshlaup poppkóngsins. „Til allra aðdáenda hans, um allan heim: Ég sé ykkur fljótlega,“ skrifar Jaafar í tilkynningu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Jaafar Jackson (@jaafarjackson) Kvikmyndin mun bera titilinn Michael og verður leikstýrt af Antoine Fuqua. Fuqua hefur leikstýrt myndunum Training Day og Emancipation. Þá mun Graham King, sem hefur meðal annars komið að framleiðslu myndarinnar Bohemian Rhapsody, framleiða myndina. Michael Jackson skaust upp á stjörnuhimininn sem barn þegar hann var í fjölskylduhljómsveitinni Jackson 5. Á fullorðinsárum reis hann enn hærra og varð einn stærsti tónlistarmaður síns tíma. Stúdíóið sem framleiðir myndina hefur ekki tilkynnt hvort snert verði á fjölmörgum skandölum Jacksons í myndinni. Meðal þeirra eru ásakanir um að hann hafi misnotað börn kynferðislega. Jackson var dreginn fyrir dóm árið 2003 en sýknaður af barnaníði. Jackson lést árið 2009, þá fimmtugur, eftir að hafa fengið of stóran skammt af própófóli. Stúdíóið hefur hins vegar sagt að allar hliðar lífshlaups Jacksons verði til umfjöllunar í myndinni, þar á meðal verði sýnt frá frægustu tónleikum hans. View this post on Instagram A post shared by Prince Jackson (@princejackson) Prince, sonur Jacksons, skrifaði á Instagram eftir að tilkynnt var um leikaravalið að hann gæti ekki verið hamingjusamari með Jaafar. Hollywood Bandaríkin Tónlist Bíó og sjónvarp Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
„Til allra aðdáenda hans, um allan heim: Ég sé ykkur fljótlega,“ skrifar Jaafar í tilkynningu á Instagram. View this post on Instagram A post shared by Jaafar Jackson (@jaafarjackson) Kvikmyndin mun bera titilinn Michael og verður leikstýrt af Antoine Fuqua. Fuqua hefur leikstýrt myndunum Training Day og Emancipation. Þá mun Graham King, sem hefur meðal annars komið að framleiðslu myndarinnar Bohemian Rhapsody, framleiða myndina. Michael Jackson skaust upp á stjörnuhimininn sem barn þegar hann var í fjölskylduhljómsveitinni Jackson 5. Á fullorðinsárum reis hann enn hærra og varð einn stærsti tónlistarmaður síns tíma. Stúdíóið sem framleiðir myndina hefur ekki tilkynnt hvort snert verði á fjölmörgum skandölum Jacksons í myndinni. Meðal þeirra eru ásakanir um að hann hafi misnotað börn kynferðislega. Jackson var dreginn fyrir dóm árið 2003 en sýknaður af barnaníði. Jackson lést árið 2009, þá fimmtugur, eftir að hafa fengið of stóran skammt af própófóli. Stúdíóið hefur hins vegar sagt að allar hliðar lífshlaups Jacksons verði til umfjöllunar í myndinni, þar á meðal verði sýnt frá frægustu tónleikum hans. View this post on Instagram A post shared by Prince Jackson (@princejackson) Prince, sonur Jacksons, skrifaði á Instagram eftir að tilkynnt var um leikaravalið að hann gæti ekki verið hamingjusamari með Jaafar.
Hollywood Bandaríkin Tónlist Bíó og sjónvarp Mest lesið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira