„Ég hélt bara að klakastykkin ætluðu í gegnum bílinn” Máni Snær Þorláksson skrifar 1. febrúar 2023 15:16 Þorkell bjóst við að skemmdirnar yrðu meiri en það sér þó á bílnum. Þorkell Þorkelsson Þorkell Þorkelsson var að keyra á Suðurlandsvegi klukkan rétt rúmlega 16 í gær þegar hann mætti stærðarinnar snjóruðningstæki sem var að keyra á hinni akreininni. Bíll Þorkels varð fyrir skemmdum og hann leitar nú að ökumanni tækisins. „Hann er að keyra þarna á móti mér á töluverðri ferð og nær að ausa svona gjörsamlega yfir okkur,” segir Þorkell í samtali við Vísi um málið. „Strókurinn stóð örugglega í svona fimm, sex, sjö metrum. Bíllinn sem var svona sex, sjö metrum fyrir framan mig – hann hvarf bara í klakaregni, bókstaflega, svörtu klakaregni. Ég reyni eitthvað að hægja á mér en maður er náttúrulega bara að keyra þarna, hvað á maður að gera?” Þrátt fyrir að Þorkell hafi reynt að hægja á sér þá náði hann ekki að forðast klakaregnið. Taldi sig hafa sloppið með skrekkinn „Ég fæ þetta yfir allan bílinn og ég hélt bara að klakastykkin ætluðu í gegnum bílinn,” segir hann. Klakinn fór þó ekki í gegnum bílinn og því hélt Þorkell að hann hefði sloppið með skrekkinn. Þegar á leiðarenda var komið var honum þó ljóst að svo var ekki alveg. „Stuðarinn brotnaði að framan og annað framljósið. Annað hef ég ekki séð ennþá en ég efast ekki um að það sjáist meira á bílnum þegar ég fer að þrífa hann,” segir hann. „Það er eiginlega magnað hvað í rauninni skemmdist lítið, miðað við lætin. Ég hélt að framrúðan ætlaði hreinlega niður úr.” Enginn haft samband Þorkell óskaði eftir aðstoð vegna málsins í færslu sem hann birti á Facebook. Hann leitar nú að ökumanni snjóruðningstækisins. „Shit happens eins og maðurinn sagði en þætti vænt um ef ökumaður snjóruðningstækisins gæti gefið sig fram,” segir hann í færslunni. Þá hefur hann haft samband bæði við Reykjavíkurborg og Vegagerðina vegna málsins en hann hefur enn ekki fengið nein svör. „Það hefur enginn haft samband við mig ennþá” segir hann í samtali við blaðamann. „Ég fékk Árekstur.is til þess að koma og taka tjónaskýrslu og allt svoleiðis, þeir ætla líka að vinna í málinu. Þeir efast um að viðkomandi verktaki muni yfirhöfuð viðurkenna þetta þannig að maður veit ekki.” Snjómokstur Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
„Hann er að keyra þarna á móti mér á töluverðri ferð og nær að ausa svona gjörsamlega yfir okkur,” segir Þorkell í samtali við Vísi um málið. „Strókurinn stóð örugglega í svona fimm, sex, sjö metrum. Bíllinn sem var svona sex, sjö metrum fyrir framan mig – hann hvarf bara í klakaregni, bókstaflega, svörtu klakaregni. Ég reyni eitthvað að hægja á mér en maður er náttúrulega bara að keyra þarna, hvað á maður að gera?” Þrátt fyrir að Þorkell hafi reynt að hægja á sér þá náði hann ekki að forðast klakaregnið. Taldi sig hafa sloppið með skrekkinn „Ég fæ þetta yfir allan bílinn og ég hélt bara að klakastykkin ætluðu í gegnum bílinn,” segir hann. Klakinn fór þó ekki í gegnum bílinn og því hélt Þorkell að hann hefði sloppið með skrekkinn. Þegar á leiðarenda var komið var honum þó ljóst að svo var ekki alveg. „Stuðarinn brotnaði að framan og annað framljósið. Annað hef ég ekki séð ennþá en ég efast ekki um að það sjáist meira á bílnum þegar ég fer að þrífa hann,” segir hann. „Það er eiginlega magnað hvað í rauninni skemmdist lítið, miðað við lætin. Ég hélt að framrúðan ætlaði hreinlega niður úr.” Enginn haft samband Þorkell óskaði eftir aðstoð vegna málsins í færslu sem hann birti á Facebook. Hann leitar nú að ökumanni snjóruðningstækisins. „Shit happens eins og maðurinn sagði en þætti vænt um ef ökumaður snjóruðningstækisins gæti gefið sig fram,” segir hann í færslunni. Þá hefur hann haft samband bæði við Reykjavíkurborg og Vegagerðina vegna málsins en hann hefur enn ekki fengið nein svör. „Það hefur enginn haft samband við mig ennþá” segir hann í samtali við blaðamann. „Ég fékk Árekstur.is til þess að koma og taka tjónaskýrslu og allt svoleiðis, þeir ætla líka að vinna í málinu. Þeir efast um að viðkomandi verktaki muni yfirhöfuð viðurkenna þetta þannig að maður veit ekki.”
Snjómokstur Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira