Villti á sér heimildir til að afla gagna um eiginkonuna Atli Ísleifsson skrifar 9. febrúar 2023 14:45 Maðurinn braut ítrekað gegn nálgunarbanni gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og barni. Í einu tilvikinu þóttist hann vera starfsmaður embættis ríkissaksóknara og reyndi að nálgast sjúkragögn sem vörðuðu eiginkonu hans á heilsugæslustöð. Vísir/Egill Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 1. mars næstkomandi vegna ítrekaðra brota á nálgunarbanni gegn fyrrverandi eiginkonu sinni og ólögráða barni. Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis. Manninum var gert að sæta nálgunarbanni í mars á síðasta ári og var nálgunarbannið framlengt í hálft ár í september síðastliðinn. Fram kemur að maðurinn hafi ítrekað virt nálgunarbannið að vettugi, en frá því að nálgunarbannið var framlengt hafi hann tíu sinnum brotið gegn því, síðast að morgni 1. febrúar þegar hann var loks handtekinn. Samkvæmt banninu var manninum óheimilt að vera hundrað metrum eða nær húsi konunnar og barnsins. Þá hafi bann verið lagt við að hann veiti þeim eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau á öðrum hætti. Reyndi að nálgast sjúkragögn konunnar Í úrskurðinum eru brot mannsins rakin. Má þar sjá að hann hafi meðal annars gengið framhjá húsi konunnar, veitt henni og barninu eftirför, ítrekað hringt í þau og sent þeim smáskilaboð og oftar en einu sinni lagt bílnum fyrir utan skóla barnsins um það leyti sem skólinn var að klárast. Í einu tilviki þóttist hann vera starfsmaður embættis ríkissaksóknara og reyndi að nálgast sjúkragögn sem vörðuðu eiginkonu hans á heilsugæslustöð. Maðurinn var loks handtekinn af lögreglu þann 1. febrúar þar sem hann hafi verið í bíl sem lagður var í porti fyrir framan bílskúr. Þar hafi hann enn á ný brotið gegn nálgunarbanninu. Hótaði að skera mann á háls Samkvæmt áhættumati, sem greint er frá í úrskurðinum, eru taldar miklar líkur á áframhaldandi ofbeldishegðun gagnvart konunni og barninu, auk þess að talið sé að nokkrar líkur á lífshættulegu ofbeldi. Þannig er maðurinn undir rökstuddum grun um að hafa hótað manni lífláti í lok janúar. Þar hafi hann sagt: „Ég næ þér og ég stúta þér,“ auk þess að sýna með látbragði að hann ætlaði að skera manninn á háls. Fram kemur að lögregla hafi talið yfirgnæfandi líkur á því að maðurinn myndi halda áfram brotahrinu sinni ef hann yrði frjáls ferða sinna. Meiri líkur en minni væru á að hann myndi halda áfram að brjóta nálgunarbannið og að hann eigri sér ekki fyrir að fremja ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni og barni. Var því metið nauðsynlegt að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til að verja aðra fyrir manninum á meðan mál hans væri til meðferðar hjá lögreglu og dómstólum, allt þar til að dómur gengur í máli mannsins. Geðræn veikindi og ofbeldisfullt viðhorf Metið var sem svo að ráðandi áhættuþáttur í ofbeldishegðun mannsins sé hugsanleg geðræn veikindi, ofbeldisfullt viðhorf og yfirvofandi skilnaður við brotaþola. Hann hafi ekki sýnt neinn vilja til betrunar og ekki sýnt neina iðrun brota sinna hjá lögreglu. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur mátu það sem svo að maðurinn myndi halda áfram brotum og var gæsluvarðhald því talið nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum hans. Því fallist á kröfu lögreglunnar. Fram kemur að rannsókn sumra brota mannsins sé lokið og er unnið að því að ljúka rannsókn annarra svo að hægt sé að gefa út ákæru á hendur manninum á næstu vikum. Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þessa efnis. Manninum var gert að sæta nálgunarbanni í mars á síðasta ári og var nálgunarbannið framlengt í hálft ár í september síðastliðinn. Fram kemur að maðurinn hafi ítrekað virt nálgunarbannið að vettugi, en frá því að nálgunarbannið var framlengt hafi hann tíu sinnum brotið gegn því, síðast að morgni 1. febrúar þegar hann var loks handtekinn. Samkvæmt banninu var manninum óheimilt að vera hundrað metrum eða nær húsi konunnar og barnsins. Þá hafi bann verið lagt við að hann veiti þeim eftirför, nálgist þau á almannafæri eða setji sig í samband við þau á öðrum hætti. Reyndi að nálgast sjúkragögn konunnar Í úrskurðinum eru brot mannsins rakin. Má þar sjá að hann hafi meðal annars gengið framhjá húsi konunnar, veitt henni og barninu eftirför, ítrekað hringt í þau og sent þeim smáskilaboð og oftar en einu sinni lagt bílnum fyrir utan skóla barnsins um það leyti sem skólinn var að klárast. Í einu tilviki þóttist hann vera starfsmaður embættis ríkissaksóknara og reyndi að nálgast sjúkragögn sem vörðuðu eiginkonu hans á heilsugæslustöð. Maðurinn var loks handtekinn af lögreglu þann 1. febrúar þar sem hann hafi verið í bíl sem lagður var í porti fyrir framan bílskúr. Þar hafi hann enn á ný brotið gegn nálgunarbanninu. Hótaði að skera mann á háls Samkvæmt áhættumati, sem greint er frá í úrskurðinum, eru taldar miklar líkur á áframhaldandi ofbeldishegðun gagnvart konunni og barninu, auk þess að talið sé að nokkrar líkur á lífshættulegu ofbeldi. Þannig er maðurinn undir rökstuddum grun um að hafa hótað manni lífláti í lok janúar. Þar hafi hann sagt: „Ég næ þér og ég stúta þér,“ auk þess að sýna með látbragði að hann ætlaði að skera manninn á háls. Fram kemur að lögregla hafi talið yfirgnæfandi líkur á því að maðurinn myndi halda áfram brotahrinu sinni ef hann yrði frjáls ferða sinna. Meiri líkur en minni væru á að hann myndi halda áfram að brjóta nálgunarbannið og að hann eigri sér ekki fyrir að fremja ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni og barni. Var því metið nauðsynlegt að hann yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald til að verja aðra fyrir manninum á meðan mál hans væri til meðferðar hjá lögreglu og dómstólum, allt þar til að dómur gengur í máli mannsins. Geðræn veikindi og ofbeldisfullt viðhorf Metið var sem svo að ráðandi áhættuþáttur í ofbeldishegðun mannsins sé hugsanleg geðræn veikindi, ofbeldisfullt viðhorf og yfirvofandi skilnaður við brotaþola. Hann hafi ekki sýnt neinn vilja til betrunar og ekki sýnt neina iðrun brota sinna hjá lögreglu. Bæði Héraðsdómur Reykjavíkur og Landsréttur mátu það sem svo að maðurinn myndi halda áfram brotum og var gæsluvarðhald því talið nauðsynlegt til að verja aðra fyrir árásum hans. Því fallist á kröfu lögreglunnar. Fram kemur að rannsókn sumra brota mannsins sé lokið og er unnið að því að ljúka rannsókn annarra svo að hægt sé að gefa út ákæru á hendur manninum á næstu vikum.
Lögreglumál Dómsmál Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Innlent Fleiri fréttir Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Sjá meira