Minnstu bræðurnir Gunnar Jónsson skrifar 10. febrúar 2023 14:30 Kópavogskirkja er fallegasta kirkja á Íslandi og stendur á fallegasta kirkjustæðinu, fullyrði ég. Þar rétt fyrir neðan, á svæðinu á milli ærslabelgsins og Gerðarsafns, stóð hús sem hýsti KFUM þegar ég var gutti. Við vinirnir sóttum fundi þar og nutum veraldlegra spennusagna sem Guðmundar Einarsson mælti af munni fram á þann veg að ekki var hægt að sleppa næsta fundi. Í bland var svo fróðleikur úr biblíunni. Ég hef aldrei efast um að þátttaka í KFUM hafi gert mér gott, jafnvel þótt ég mætti sækja Kópavogskirkju betur en ég geri. Eftirminnileg saga úr KFUM er af minnsta bróðurnum, fengin úr Matteusarguðspjalli. Biblíuna endurritar maður ekki, heldur lætur hana tala fyrir sig sjálfa: …hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín… Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. Fjöldi smárra bræðra og systra hefur sótt í skjól á Íslandi undanfarið. Sem betur fer hefur mörgum verið tekið vel, þótt betur megi gera. Ríkisstjórnin hefur leitað samstarfs við sveitarfélög um móttöku flóttamanna og mörg hafa brugðist vel við, þ.á m. höfuðborgin, Hafnarfjörður, Akureyri, Reykjanesbær, Árborg og önnur minni sveitarfélög, sem hafa boðist til þess að hýsa, fæða og klæða okkar minnstu bræður og systur. Kópavog er hins vegar ekki að finna á listanum. Það er til skammar. Er ástæða fjarveru Kópavogs af listanum sú að bæjaryfirvöld óttist kostnað sem af kunni að hljótast? Það kann að kosta eitthvað að breyta rétt. Samfélagsleg ábyrgð er ekki ókeypis frekar en annað í lífinu. Ég vil að sá Kópavogur sem ég tilheyri rísi undir ábyrgðinni. Kostnaðurinn er fjárfesting í betra og mannúðlegra samfélagi. Kópavogur varð til sem sveitarfélag þeirra sem ekki nutu náðar valdhafanna í höfuðborginni – samfélag minnstu bræðranna. Þeim rótum má ekki gleyma. Kópavogur á að fara fyrir í að hjálpa þeim sem helst eru hjálpar þurfi, ekki vera eftirbátur annarra. Fjárfesting í betra samfélagi er góð fjárfesting sem skilar góðri ávöxtun á alla mælikvarða. Mannúð elur af sér mannúð. Bæjarstjóranum og meirihluta bæjarstjórnar væri hollt að lesa niðurlag guðspjallsins að ofan. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gefa sig út fyrir að vera flokkar byggðir upp á kristilegu siðgæði. Þeir þurfa að sýna það í verki. Til þess ætlast ég sem gamall KFUM maður og Kópavogsbúi. Höfundur er Kópavogsbúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Kópavogskirkja er fallegasta kirkja á Íslandi og stendur á fallegasta kirkjustæðinu, fullyrði ég. Þar rétt fyrir neðan, á svæðinu á milli ærslabelgsins og Gerðarsafns, stóð hús sem hýsti KFUM þegar ég var gutti. Við vinirnir sóttum fundi þar og nutum veraldlegra spennusagna sem Guðmundar Einarsson mælti af munni fram á þann veg að ekki var hægt að sleppa næsta fundi. Í bland var svo fróðleikur úr biblíunni. Ég hef aldrei efast um að þátttaka í KFUM hafi gert mér gott, jafnvel þótt ég mætti sækja Kópavogskirkju betur en ég geri. Eftirminnileg saga úr KFUM er af minnsta bróðurnum, fengin úr Matteusarguðspjalli. Biblíuna endurritar maður ekki, heldur lætur hana tala fyrir sig sjálfa: …hungraður var ég og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég og þér komuð til mín… Sannlega segi ég yður: Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu bræðra, það hafið þér gert mér. Fjöldi smárra bræðra og systra hefur sótt í skjól á Íslandi undanfarið. Sem betur fer hefur mörgum verið tekið vel, þótt betur megi gera. Ríkisstjórnin hefur leitað samstarfs við sveitarfélög um móttöku flóttamanna og mörg hafa brugðist vel við, þ.á m. höfuðborgin, Hafnarfjörður, Akureyri, Reykjanesbær, Árborg og önnur minni sveitarfélög, sem hafa boðist til þess að hýsa, fæða og klæða okkar minnstu bræður og systur. Kópavog er hins vegar ekki að finna á listanum. Það er til skammar. Er ástæða fjarveru Kópavogs af listanum sú að bæjaryfirvöld óttist kostnað sem af kunni að hljótast? Það kann að kosta eitthvað að breyta rétt. Samfélagsleg ábyrgð er ekki ókeypis frekar en annað í lífinu. Ég vil að sá Kópavogur sem ég tilheyri rísi undir ábyrgðinni. Kostnaðurinn er fjárfesting í betra og mannúðlegra samfélagi. Kópavogur varð til sem sveitarfélag þeirra sem ekki nutu náðar valdhafanna í höfuðborginni – samfélag minnstu bræðranna. Þeim rótum má ekki gleyma. Kópavogur á að fara fyrir í að hjálpa þeim sem helst eru hjálpar þurfi, ekki vera eftirbátur annarra. Fjárfesting í betra samfélagi er góð fjárfesting sem skilar góðri ávöxtun á alla mælikvarða. Mannúð elur af sér mannúð. Bæjarstjóranum og meirihluta bæjarstjórnar væri hollt að lesa niðurlag guðspjallsins að ofan. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn gefa sig út fyrir að vera flokkar byggðir upp á kristilegu siðgæði. Þeir þurfa að sýna það í verki. Til þess ætlast ég sem gamall KFUM maður og Kópavogsbúi. Höfundur er Kópavogsbúi.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun