„M-V-Pat, þú veist hvað ég á við“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. febrúar 2023 04:13 Patrick Mahomes með dóttur sína Sterling Skye Mahomes í fanginu eftir sigur Kansas City Chiefs liðsins í Super Bowl í nótt. AP/Brynn Anderson Tengdasonur Mosfellsbæjar, Patrick Mahomes, er á góðri leið með að koma sér í hóp þeirra allra bestu sem hafa spilað í NFL-deildinni frá upphafi. Frammistaða hans í nótt er efni í heimildarmynd í framtíðinni og hann hefur nú unnið tvo meistaratitla, tvisvar verið valinn bestur í Super Bowl og tvisvar verið mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Í nótt leiddi hann 38-35 endurkomusigur Kansas City Chiefs eftir að liðið lenti 24-14 undir fyrir hálfleik og hann meiddist aftur á ökkla rétt fyrir hálfleik. The Mahomes family @PatrickMahomes | @BrittanyLynne pic.twitter.com/hXUppAN9Em— NFL (@NFL) February 13, 2023 Mahomes harkaði af sér og Chiefs sóknin var frábær í seinni hálfleiknum og skilaði alls 24 stigum sem dugði til sigurs. „Hann er MVP (Mikilvægasti leikmaðurinn). Það þarf ekkert að segja neitt meira,“ sagði Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs eftir leikinn. What a moment for the Mahomes family. @PatrickMahomes #SBLVII pic.twitter.com/zp6FgS1R4H— NFL (@NFL) February 13, 2023 „M-V-Pat, þú veist hvað ég á við,“ sagði innherjinn Travis Kelce en hann skoraði eitt snertimarka liðsins eftir sendingu frá Mahomes. „Það er ekki hægt að segja það hversu mikilvægur hann er fyrir þetta lið,“ sagði Kelce. Mahomes er enn bara 27 ára gamall og á sín bestu ár eftir. Það bjuggust ekki margir við því að liðið yrði meistari í ár eftir að útherjinn Tyreek Hill flúði til Miami Dolphons en Mahomes sannaði enn á ný hversu einstakur og frábær leikmaður hann er. "I'm not gonna say dynasty yet, we're not done." - @PatrickMahomes #SBLVII pic.twitter.com/qDqqCOCr5O— NFL (@NFL) February 13, 2023 Síðasti leikmaðurinn til að vera kosinn sá mikilvægasti í deildinni og fylgja því eftir með því að vinna titilinn var Kurt Warner en það var árið 1999. Þá var Mahomes ekki orðinn fjögurra ára gamall. Mahomes er heldur ekki hættur þegar hann var spurður hvort hann vildi kalla þetta dynasty-lið þá neitaði hann því því verkinu væri ekki lokið. Þeir ætluðu sér meira í framtíðinni. And he s only 27 years old. @PatrickMahomes #SBLVII pic.twitter.com/BXFsae4pPW— NFL (@NFL) February 13, 2023 NFL Ofurskálin Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Frammistaða hans í nótt er efni í heimildarmynd í framtíðinni og hann hefur nú unnið tvo meistaratitla, tvisvar verið valinn bestur í Super Bowl og tvisvar verið mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Í nótt leiddi hann 38-35 endurkomusigur Kansas City Chiefs eftir að liðið lenti 24-14 undir fyrir hálfleik og hann meiddist aftur á ökkla rétt fyrir hálfleik. The Mahomes family @PatrickMahomes | @BrittanyLynne pic.twitter.com/hXUppAN9Em— NFL (@NFL) February 13, 2023 Mahomes harkaði af sér og Chiefs sóknin var frábær í seinni hálfleiknum og skilaði alls 24 stigum sem dugði til sigurs. „Hann er MVP (Mikilvægasti leikmaðurinn). Það þarf ekkert að segja neitt meira,“ sagði Andy Reid, þjálfari Kansas City Chiefs eftir leikinn. What a moment for the Mahomes family. @PatrickMahomes #SBLVII pic.twitter.com/zp6FgS1R4H— NFL (@NFL) February 13, 2023 „M-V-Pat, þú veist hvað ég á við,“ sagði innherjinn Travis Kelce en hann skoraði eitt snertimarka liðsins eftir sendingu frá Mahomes. „Það er ekki hægt að segja það hversu mikilvægur hann er fyrir þetta lið,“ sagði Kelce. Mahomes er enn bara 27 ára gamall og á sín bestu ár eftir. Það bjuggust ekki margir við því að liðið yrði meistari í ár eftir að útherjinn Tyreek Hill flúði til Miami Dolphons en Mahomes sannaði enn á ný hversu einstakur og frábær leikmaður hann er. "I'm not gonna say dynasty yet, we're not done." - @PatrickMahomes #SBLVII pic.twitter.com/qDqqCOCr5O— NFL (@NFL) February 13, 2023 Síðasti leikmaðurinn til að vera kosinn sá mikilvægasti í deildinni og fylgja því eftir með því að vinna titilinn var Kurt Warner en það var árið 1999. Þá var Mahomes ekki orðinn fjögurra ára gamall. Mahomes er heldur ekki hættur þegar hann var spurður hvort hann vildi kalla þetta dynasty-lið þá neitaði hann því því verkinu væri ekki lokið. Þeir ætluðu sér meira í framtíðinni. And he s only 27 years old. @PatrickMahomes #SBLVII pic.twitter.com/BXFsae4pPW— NFL (@NFL) February 13, 2023
NFL Ofurskálin Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Söguleg byrjun OKC á tímabilinu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira