Það er hægt að semja til langs tíma á íslenskum vinnumarkaði Jón Ingi Hákonarson skrifar 15. febrúar 2023 13:00 Geta aðilar á vinnumarkaði gert langtíma kjarasamning? Svarið er já, hluti atvinnulífsins býr við þann stöðugleika að geta horft áratug fram í tímann. Aftur á móti býr stór hluti atvinnulífsins við þær aðstæður að geta ekki einu sinni séð ár fram í tímann. Við erum að upplifa merkilegt tímabil því á sama augnabliki eru uppi þrjár ólíkar stöður í kjarabaráttunni. Stór hluti stéttarfélaga hefur samið til mjög skamms tíma vegna óvissunnar í efnahagsmálum, Efling hefur boðað til verkfalla og samningsviðræður við atvinnulífið eru við frostmark. Sjómenn hafa aftur á móti samið til tíu ára vegna stöðugleika og þess fyrirsjáanleika sem þar ríkir. Erum við ekki öll á sama báti, er þetta ekki eitt efnahagskerfi sem við búum við, eða hvað? Einn þessara hópa býr við þá gæfu að fá að gera upp í evru, hinir í íslenskum krónum. Kostir þess að vera utan krónuhagkerfisins hafa líklega aldrei verið jafn augljósir. Krónan ýkir óstöðugleika efnahagslífsins á meðan evran ýtir undir stöðugleika. Krónan er dýr gjaldmiðill og kostar megin þorra launafólks hvítuna úr augunum. Mesta kjarabót íslensks launafólks er gjaldmiðill sem heldur verðgildi sínu. Það að íslenskt launafólk borgi húsnæði sitt allt að þrisvar sinnum á meðan nágrannar okkar í Skandinavíu borgi það einu og hálfu sinni er ekki boðlegt. Það að íslenskt launafólk hafi ekki efni á öðru en 40 ára löngu verðtryggðu húsnæðisláni er fátæktargildra efri áranna. Nú er svo komið að fasteignaverð og vextir á fasteignalánum eru komin út fyrir þolmörk og verkfæri efnahagsstjórnunar eru orðin bitlaus. Hinir skuldlausu þola krónuhagkerfið, við sem burðumst með fasteignalán gerum það ekki. Við verðum bara að hlaupa hraðar. Mér sýnist að flest launafólk sé búið að hlaupa of hratt of lengi. Er ekki bara komið nóg? Er ekki bara best að taka upp nothæfan gjaldmiðil? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenska krónan Jón Ingi Hákonarson Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Geta aðilar á vinnumarkaði gert langtíma kjarasamning? Svarið er já, hluti atvinnulífsins býr við þann stöðugleika að geta horft áratug fram í tímann. Aftur á móti býr stór hluti atvinnulífsins við þær aðstæður að geta ekki einu sinni séð ár fram í tímann. Við erum að upplifa merkilegt tímabil því á sama augnabliki eru uppi þrjár ólíkar stöður í kjarabaráttunni. Stór hluti stéttarfélaga hefur samið til mjög skamms tíma vegna óvissunnar í efnahagsmálum, Efling hefur boðað til verkfalla og samningsviðræður við atvinnulífið eru við frostmark. Sjómenn hafa aftur á móti samið til tíu ára vegna stöðugleika og þess fyrirsjáanleika sem þar ríkir. Erum við ekki öll á sama báti, er þetta ekki eitt efnahagskerfi sem við búum við, eða hvað? Einn þessara hópa býr við þá gæfu að fá að gera upp í evru, hinir í íslenskum krónum. Kostir þess að vera utan krónuhagkerfisins hafa líklega aldrei verið jafn augljósir. Krónan ýkir óstöðugleika efnahagslífsins á meðan evran ýtir undir stöðugleika. Krónan er dýr gjaldmiðill og kostar megin þorra launafólks hvítuna úr augunum. Mesta kjarabót íslensks launafólks er gjaldmiðill sem heldur verðgildi sínu. Það að íslenskt launafólk borgi húsnæði sitt allt að þrisvar sinnum á meðan nágrannar okkar í Skandinavíu borgi það einu og hálfu sinni er ekki boðlegt. Það að íslenskt launafólk hafi ekki efni á öðru en 40 ára löngu verðtryggðu húsnæðisláni er fátæktargildra efri áranna. Nú er svo komið að fasteignaverð og vextir á fasteignalánum eru komin út fyrir þolmörk og verkfæri efnahagsstjórnunar eru orðin bitlaus. Hinir skuldlausu þola krónuhagkerfið, við sem burðumst með fasteignalán gerum það ekki. Við verðum bara að hlaupa hraðar. Mér sýnist að flest launafólk sé búið að hlaupa of hratt of lengi. Er ekki bara komið nóg? Er ekki bara best að taka upp nothæfan gjaldmiðil? Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun