„Ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur“ Atli Ísleifsson skrifar 16. febrúar 2023 14:02 Ljóst má vera að fjölmargir gera sér ekki grein fyrir því að bannað sé að keyra yfir göngustíginn við World Class Laugar í Laugardal eða hreinlega hundsa merkingarnar. Vísir/Egill „Það er náttúrulega ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur og mjög alvarlegt að fólk sé að keyra þarna þar sem akstur er bannaður.“ Þetta segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, um síendurtekinn og ólöglegan akstur fólks yfir göngustíg við World Class í Laugardal sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Alexandra segir að það jafnframt geta verið erfitt að fást við fólk sem hlýði ekki umferðarreglum og að í raun sé það á borði lögreglu að tryggja að umferðarlögum sé framfylgt. Rætt var við móður í Laugardal í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hún kallaði eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. Mikil umferð barna sé á stígnum sem liggur meðal annars milli Laugardalslaugar og Laugardalsvallar og Þróttar. Alexandra segir að umferðaröryggishópur á samgöngusviði borgarinnar hafi á sínum tíma metið það að þessi staður væri hættulegur og í kjölfarið var ráðist í breytingar sem fól í sér breytingar á bílastæðinu næst Laugum og að koma upp skiltum. „Í umferðaröryggishópnum er reynt að meta hlutina út frá faglegum forsendum. Þó að að stjórnmálamenn komi reglulega með einhverjar uppástungur þá er því vísað inn í vinnu þessa hóps. Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Stöð 2 Það var ráðist í þessar aðgerðir til að takmarka umferð þarna yfir. Það er alveg skýrt að allur akstur er bannaður nema fyrir vöruafhendingu. Það er auðvitað erfitt að fást við það ef ökumenn eru ekki að hlýða umferðarlögum. Ég held að það sé í raun lögreglumál og það ætti þá að sekta þá sem eru keyra þarna sem eiga ekki að vera þarna. Varðandi það hvort að hægt sé að fara í einhverjar enn frekari aðgerðir, ég veit það ekki.... Það er spurning hvort að hættan sem sé af þessu núna sé ennþá svo mikil að hún ætti að vera ofarlega í forgangsröðuninni, en það er eitthvað sem ég myndi þurfa treysta faglegu mati til að skoða. Það er alvarlegt mál ef fólk er ekki að hlýða þessu og það getur vel verið að þurfi að skoða frekari aðgerðir. Ég ætla ekki að útiloka það,“ segir Alexandra. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Stöð 2 Lögreglu kunnugt um málið Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri á umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglu sé vel kunnugt um málið. „Við höfum fengið ábendingar, ekki margar, en við höfum fengið ábendingar. En við fáum náttúrulega gríðarlega margar ábendingar inn í okkar kerfi um hin og þessi umferðarlagabrot.“ Árni segir að þarna sé fólk klárlega að brjóta gegn fyrirmælum um umferðarmerki sem þýði 20 þúsund króna sekt. „Við biðjum fólk og vonum að sjálfsögðu að fólk fari að lögum. Við gerum það meðal annars með merkjum og hraðatakmörkunum. Og fólki ber að fara eftir umferðarmerkingum, bæði í Laugardalnum, miðborginni og annars staðar. Við vitum af þessu, en það er stórt svæði sem við þurfum að sinna.“ Reykjavík Umferðaröryggi Börn og uppeldi Borgarstjórn Lögreglumál Tengdar fréttir Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. 15. febrúar 2023 20:10 Loka fyrir hringaksturinn á bílastæðinu næst Laugum Framkvæmdir standa nú yfir við innkeyslu á bílastæðið næst World Class Laugum í Laugardal sem ætlað er að bæta umferðaröryggi. Eftir breytingar verður almennum stæðum þar fækkað og lokað fyrir hringakstur. 13. nóvember 2020 10:25 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Þetta segir Alexandra Briem, borgarfulltrúi og formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar, um síendurtekinn og ólöglegan akstur fólks yfir göngustíg við World Class í Laugardal sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Alexandra segir að það jafnframt geta verið erfitt að fást við fólk sem hlýði ekki umferðarreglum og að í raun sé það á borði lögreglu að tryggja að umferðarlögum sé framfylgt. Rætt var við móður í Laugardal í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hún kallaði eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. Mikil umferð barna sé á stígnum sem liggur meðal annars milli Laugardalslaugar og Laugardalsvallar og Þróttar. Alexandra segir að umferðaröryggishópur á samgöngusviði borgarinnar hafi á sínum tíma metið það að þessi staður væri hættulegur og í kjölfarið var ráðist í breytingar sem fól í sér breytingar á bílastæðinu næst Laugum og að koma upp skiltum. „Í umferðaröryggishópnum er reynt að meta hlutina út frá faglegum forsendum. Þó að að stjórnmálamenn komi reglulega með einhverjar uppástungur þá er því vísað inn í vinnu þessa hóps. Alexandra Briem, formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar. Stöð 2 Það var ráðist í þessar aðgerðir til að takmarka umferð þarna yfir. Það er alveg skýrt að allur akstur er bannaður nema fyrir vöruafhendingu. Það er auðvitað erfitt að fást við það ef ökumenn eru ekki að hlýða umferðarlögum. Ég held að það sé í raun lögreglumál og það ætti þá að sekta þá sem eru keyra þarna sem eiga ekki að vera þarna. Varðandi það hvort að hægt sé að fara í einhverjar enn frekari aðgerðir, ég veit það ekki.... Það er spurning hvort að hættan sem sé af þessu núna sé ennþá svo mikil að hún ætti að vera ofarlega í forgangsröðuninni, en það er eitthvað sem ég myndi þurfa treysta faglegu mati til að skoða. Það er alvarlegt mál ef fólk er ekki að hlýða þessu og það getur vel verið að þurfi að skoða frekari aðgerðir. Ég ætla ekki að útiloka það,“ segir Alexandra. Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.Stöð 2 Lögreglu kunnugt um málið Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri á umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að lögreglu sé vel kunnugt um málið. „Við höfum fengið ábendingar, ekki margar, en við höfum fengið ábendingar. En við fáum náttúrulega gríðarlega margar ábendingar inn í okkar kerfi um hin og þessi umferðarlagabrot.“ Árni segir að þarna sé fólk klárlega að brjóta gegn fyrirmælum um umferðarmerki sem þýði 20 þúsund króna sekt. „Við biðjum fólk og vonum að sjálfsögðu að fólk fari að lögum. Við gerum það meðal annars með merkjum og hraðatakmörkunum. Og fólki ber að fara eftir umferðarmerkingum, bæði í Laugardalnum, miðborginni og annars staðar. Við vitum af þessu, en það er stórt svæði sem við þurfum að sinna.“
Reykjavík Umferðaröryggi Börn og uppeldi Borgarstjórn Lögreglumál Tengdar fréttir Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. 15. febrúar 2023 20:10 Loka fyrir hringaksturinn á bílastæðinu næst Laugum Framkvæmdir standa nú yfir við innkeyslu á bílastæðið næst World Class Laugum í Laugardal sem ætlað er að bæta umferðaröryggi. Eftir breytingar verður almennum stæðum þar fækkað og lokað fyrir hringakstur. 13. nóvember 2020 10:25 Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Ítrekað keyrt yfir göngustíg þrátt fyrir merkingar og spyr hvort beðið sé eftir dauðsfalli Móðir í Laugarneshverfi segir ökumenn ítrekað aka yfir göngustíg sem fjölfarin er af börnum til þess að komast að World Class í Laugum þrátt fyrir að merkingar sýni að það sé óheimilt. Hún kallar eftir því að Reykjavíkurborg setji upp hindranir fyrir almenna bílaumferð áður en stórslys verður. 15. febrúar 2023 20:10
Loka fyrir hringaksturinn á bílastæðinu næst Laugum Framkvæmdir standa nú yfir við innkeyslu á bílastæðið næst World Class Laugum í Laugardal sem ætlað er að bæta umferðaröryggi. Eftir breytingar verður almennum stæðum þar fækkað og lokað fyrir hringakstur. 13. nóvember 2020 10:25