„Brjálæðislega dýr bjór“ bitni á ferðaþjónustunni og tekjulágum Máni Snær Þorláksson skrifar 17. febrúar 2023 15:41 Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Enn og aftur hefur Íslandi tekist að bæta Evrópumetið í áfengissköttum. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekanda gagnrýnir hækkunina harðlega. Hún bitni á ferðaþjónustunni og þeim sem hafa minnst á milli handanna. „Þetta er bara óskaplega dapurleg staða, að það sé bætt í þetta Evrópumet ár frá ári,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í samtali við fréttastofu. Félagið vakti athygli á hækkun áfengisskattsins á heimasíðu sinni fyrr í dag. Ólafur furðar sig á því hve fátt er um svör frá ráðamönnum þegar kemur að hækkunum á áfengisskattinum. „Við fáum aldrei nein svör við því frá stjórnmálamönnum hvaða skynsamlegu rök séu fyrir því að Íslendingar borgi til dæmis fimm til átta sinnum hærri áfengisskatt heldur en Danir, sem búa í afskaplega svipuðu þjóðfélagi og við. Þessi munur eykst bara ár frá ári og þetta kemur að sjálfsögðu niður á neytendum og lífskjörum. Af því að auðvitað eru áfengisinnkaupin bara partur af matarinnkaupunum eins og alls staðar annars staðar.“ „Stórkostleg náttúra, vingjarnlegt fólk en brjálæðislega dýr bjór“ Ólafur segir þetta hafi slæm áhrif á áfengisframleiðslu hér á landi, innflutning og ferðaþjónustu. „Þetta að sjálfsögðu skemmir fyrir bæði innlendri áfengisframleiðslu, sem á mikla möguleika, og innflutningi á áfengi og síðast en ekki síst þá skekkir þetta samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar alveg svakalega,“ segir hann. „Það vita það allir að það tilheyrir að kaupa sér bjór eða flösku af víni með matnum þegar maður er í fríi. Það er bara miklu, miklu dýrara á Íslandi en annars staðar. Það skemmir fyrir ferðaþjónustunni.“ Að sögn hans eru ferðamenn meðvitaðir um það hversu hátt áfengisverðið er orðið hér á landi. Það sé skelfilegt hversu mikið til að mynda einn bjór getur kostað á veitingastöðum. „Maður sér það bara á TripAdvisor og hingað og þangað þar sem fólk er að tjá sig um Ísland sem áfangastað: Stórkostleg náttúra, vingjarnlegt fólk en brjálæðislega dýr bjór.“ Hækkanirnar kyndi undir verðbólgunni Það vekur athygli Ólafs að meirihluti ríkja í Evrópu sá ekki ástæðu til að hækka áfengisskatta um síðastliðin áramót. „Þrátt fyrir að það þeir séu krónutöluskattar eins og hér og þrátt fyrir að það hafi verið metverðbólga í álfunni allri.“ Þau ríki sem hækkuðu skattinn hafi síðan ekki látið sér detta í hug að hækka í samræmi við verðbólguna, eins og gert var hér. „Það ríki sem hækkar mest hlutfallslega miðað við verðbólgu er Rúmenía sem hækkar um 43% af verðbólgunni á meðan Ísland er að hækka um 107%. Þessar hækkanir, rétt eins og hækkanir á öðrum krónutölusköttum um áramótin, kynda undir verðbólgunni.“ Fræðsla og forvarnir séu árangursríkari en „skattpíning“ Ólafur bendir á að þar sem um er að ræða krónutöluskatta þá hækka ódýrustu tegundirnar af áfengi hlutfallslega meira heldur en þær dýrari. „Þannig þetta bitnar verst á þeim sem hafa minnst á milli handanna og langar að eiga fyrir bjórkippu eða vínflösku,“ segir hann. Lýðheilsusjónarmiðum hefur verið velt upp þegar rætt er um ástæðuna fyrir hárri skattlagningu á áfengi hér á landi. Ólafur segir sömu rök vera notuð í Finnlandi og Svíþjóð en þar er skatturinn þó ekki nærri því jafn mikill. „Það hefur enginn getað útskýrt af hverju Ísland ætti að vera með tvöfalt til þrefalt hærri skatta heldur en þessi lönd.“ Þá er hann ekki á því að meiri skattlagning fái fólk til að neyta minna áfengis. „Ég vil meina að fræðsla og forvarnir séu miklu árangursríkari heldur en skattpíning til að fá fólk til að drekka skynsamlega, segir hann. Ferðamennska á Íslandi Verðlag Áfengi og tóbak Skattar og tollar Neytendur Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Sjá meira
„Þetta er bara óskaplega dapurleg staða, að það sé bætt í þetta Evrópumet ár frá ári,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, í samtali við fréttastofu. Félagið vakti athygli á hækkun áfengisskattsins á heimasíðu sinni fyrr í dag. Ólafur furðar sig á því hve fátt er um svör frá ráðamönnum þegar kemur að hækkunum á áfengisskattinum. „Við fáum aldrei nein svör við því frá stjórnmálamönnum hvaða skynsamlegu rök séu fyrir því að Íslendingar borgi til dæmis fimm til átta sinnum hærri áfengisskatt heldur en Danir, sem búa í afskaplega svipuðu þjóðfélagi og við. Þessi munur eykst bara ár frá ári og þetta kemur að sjálfsögðu niður á neytendum og lífskjörum. Af því að auðvitað eru áfengisinnkaupin bara partur af matarinnkaupunum eins og alls staðar annars staðar.“ „Stórkostleg náttúra, vingjarnlegt fólk en brjálæðislega dýr bjór“ Ólafur segir þetta hafi slæm áhrif á áfengisframleiðslu hér á landi, innflutning og ferðaþjónustu. „Þetta að sjálfsögðu skemmir fyrir bæði innlendri áfengisframleiðslu, sem á mikla möguleika, og innflutningi á áfengi og síðast en ekki síst þá skekkir þetta samkeppnisstöðu ferðaþjónustunnar alveg svakalega,“ segir hann. „Það vita það allir að það tilheyrir að kaupa sér bjór eða flösku af víni með matnum þegar maður er í fríi. Það er bara miklu, miklu dýrara á Íslandi en annars staðar. Það skemmir fyrir ferðaþjónustunni.“ Að sögn hans eru ferðamenn meðvitaðir um það hversu hátt áfengisverðið er orðið hér á landi. Það sé skelfilegt hversu mikið til að mynda einn bjór getur kostað á veitingastöðum. „Maður sér það bara á TripAdvisor og hingað og þangað þar sem fólk er að tjá sig um Ísland sem áfangastað: Stórkostleg náttúra, vingjarnlegt fólk en brjálæðislega dýr bjór.“ Hækkanirnar kyndi undir verðbólgunni Það vekur athygli Ólafs að meirihluti ríkja í Evrópu sá ekki ástæðu til að hækka áfengisskatta um síðastliðin áramót. „Þrátt fyrir að það þeir séu krónutöluskattar eins og hér og þrátt fyrir að það hafi verið metverðbólga í álfunni allri.“ Þau ríki sem hækkuðu skattinn hafi síðan ekki látið sér detta í hug að hækka í samræmi við verðbólguna, eins og gert var hér. „Það ríki sem hækkar mest hlutfallslega miðað við verðbólgu er Rúmenía sem hækkar um 43% af verðbólgunni á meðan Ísland er að hækka um 107%. Þessar hækkanir, rétt eins og hækkanir á öðrum krónutölusköttum um áramótin, kynda undir verðbólgunni.“ Fræðsla og forvarnir séu árangursríkari en „skattpíning“ Ólafur bendir á að þar sem um er að ræða krónutöluskatta þá hækka ódýrustu tegundirnar af áfengi hlutfallslega meira heldur en þær dýrari. „Þannig þetta bitnar verst á þeim sem hafa minnst á milli handanna og langar að eiga fyrir bjórkippu eða vínflösku,“ segir hann. Lýðheilsusjónarmiðum hefur verið velt upp þegar rætt er um ástæðuna fyrir hárri skattlagningu á áfengi hér á landi. Ólafur segir sömu rök vera notuð í Finnlandi og Svíþjóð en þar er skatturinn þó ekki nærri því jafn mikill. „Það hefur enginn getað útskýrt af hverju Ísland ætti að vera með tvöfalt til þrefalt hærri skatta heldur en þessi lönd.“ Þá er hann ekki á því að meiri skattlagning fái fólk til að neyta minna áfengis. „Ég vil meina að fræðsla og forvarnir séu miklu árangursríkari heldur en skattpíning til að fá fólk til að drekka skynsamlega, segir hann.
Ferðamennska á Íslandi Verðlag Áfengi og tóbak Skattar og tollar Neytendur Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Sjá meira