„Látið líta út fyrir að maður sé með dauðagildru“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. febrúar 2023 19:29 Frá vettvangi brunans á föstudag. Pétur Örn Pétursson Eigandi áfangaheimilisins Betra líf, þar sem eldur kviknaði á föstudag, segir athugasemdir slökkviliðs um verulega annmarka á brunakerfi ekki eiga við nein rök að styðjast. Eldur kviknaði í húsnæði áfangaheimilisins Betra lífs föstudaginn 17. febrúar, þar sem um þrjátíu manns voru búsettir. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði eldvarnaskoðun í húsnæðinu 8.febrúar, tíu dögum áður en bruninn varð. Slökkviliðið segir meðal annars í skýrslu sinni sem dagsett er daginn eftir brunann 18. febrúar, að brunavörnum og öðrum öryggisþáttum húsnæðisins sé verulega ábótavant og notkun húsnæðisins í þáverandi ástandi teljist „sérlega hættuleg“. Brunavarnakerfið hafi verið í góðu lagi Í skýrslunni segir að brunaviðvörunarkerfi hafi verið óvirkt og sýnt bilun. Þessu hafnar Arnar Gunnar Hjálmtýsson, eigandi áfangaheimilisins í samtali við fréttastofu. „Ég hringdi í öryggismiðstöðina sem sér um brunaviðvörunarkerfið hjá okkur. Þetta brunaviðvörunarkerfi hefur farið í gang sextán sinnu má þessu ári. Það er það næmt að þegar einhver kveikir sér í sígarettu fer það í gang,“ segir Arnar Gunnar. Að sögn Arnars þurfi, þegar kerfið fari í gang, að ýta á takka til að endursetja kerfið. „Þeir hafa komið þarna eftir að kerfið hefur verið nýbúið að fara í gang þannig að það er ekki búið að ýta á takkann til að endursetja. Og þeir dæma allt brunavarnakerfið ónýtt, sem segir mér að þeir eru varla hæfir starfi sínu til úttekta, þessir einstaklingar hjá slökkviliðinu.“ Arnar Gunnar segist afar ósáttur við skýrsluna sem láti líti út fyrir að hann hafi ásetning til þess að búa til „dauðagildru út í bæ“. Sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að búist sé við frekari lokunum á atvinnuhúsnæði sem notað er til búsetu, eftir skurk í málaflokknum í fyrra. Frétt Stöðvar 2: „Ég hef fengið staðfestingu á því að kerfið hafi verið fullkomlega virkt síðustu tvö ár. Að ljúga að því að kerfið virki ekki er bara mjög alvarlegur hlutur,“ segir Arnar Gunnar. Í skýrslu slökkviliðs segir að reykskynjarar hafi verið huldir með hönskum og límbandi. „Þessi reykskynjari er staðsettur í reykingarherberginu,“ segir Arnar Gunnar. „Það er ekki séns að hylja hann ekki, því þá væri kerfið alltaf í gangi. Það er ekki hægt að taka hann úr sambandi þar sem kerfið er raftengt og býður ekki upp á að einn skynjari sé tekinn úr sambandi. Öryggismiðstöðin segir að eina leiðin sé að hylja þegar aðstæður eru svona.“ Öll atriði haldlaus Húsnæðið að Vatnagörðum 18 er ekki í samræmi við samþykktar teikningar og teikningin í gildi er frá árinu 1991. Húsnæði hefur verið mikið breytt síðan. „Starfsemi og notkun er ekki í samræmi við það sem húsnæði var hannað og byggt fyrir. Engin hönnun virðist liggja fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið,“ segir meðal annars í skoðunarskýrslu slökkviliðsins. „Ég tek við húsnæðinu í fyrra. Við sóttum um að þessu húsnæði yrði breytt úr skirfstofuhúsnæði í íbúahúsnæði, en þar sem fasteignagjöld á íbúahúsnæði eru mun ódýrari en á atvinnuhúsnæði, þá neitar borgin því og ber fyrir sig að þetta sé á svæði þar sem ekki sé hægt að breyta skrásetningu yfir í íbúahúsnæði. Þeir voru ekkert að setja út á að fólk myndi búa þarna ef eldvarnir væru í lagi.“ Annað atriði sem nefnt er í skýrslunni er að mikil íkveikjuhætta sögð stafa af ruslasöfnum og öðrum munum. Úr skoðunarskýrslu Slökkviliðs. Mikil íkveikjuhætta sögð stafa af ruslasöfnun og öðrum munum. „Ég vísa því líka bara til föðurhúsanna. Það er farið með ruslið þarna þrisvar í viku. Þeir koma þarna þegar ruslapokarnir standa þarna en það er alltaf bara tímabundið,“ segir Arnar Gunnar. Þannig þú vilt meina að öll atriði sem eru nefnd í skýrslunni séu haldlaus? „Algjörlega. Fáranlegt að svona stofnun fari að rjúka með svona pappíra í fjölmiðla án þess að bera það undir mig,“ segir Arnar Gunnar að lokum. Reykjavík Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Eldur kviknaði í húsnæði áfangaheimilisins Betra lífs föstudaginn 17. febrúar, þar sem um þrjátíu manns voru búsettir. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði eldvarnaskoðun í húsnæðinu 8.febrúar, tíu dögum áður en bruninn varð. Slökkviliðið segir meðal annars í skýrslu sinni sem dagsett er daginn eftir brunann 18. febrúar, að brunavörnum og öðrum öryggisþáttum húsnæðisins sé verulega ábótavant og notkun húsnæðisins í þáverandi ástandi teljist „sérlega hættuleg“. Brunavarnakerfið hafi verið í góðu lagi Í skýrslunni segir að brunaviðvörunarkerfi hafi verið óvirkt og sýnt bilun. Þessu hafnar Arnar Gunnar Hjálmtýsson, eigandi áfangaheimilisins í samtali við fréttastofu. „Ég hringdi í öryggismiðstöðina sem sér um brunaviðvörunarkerfið hjá okkur. Þetta brunaviðvörunarkerfi hefur farið í gang sextán sinnu má þessu ári. Það er það næmt að þegar einhver kveikir sér í sígarettu fer það í gang,“ segir Arnar Gunnar. Að sögn Arnars þurfi, þegar kerfið fari í gang, að ýta á takka til að endursetja kerfið. „Þeir hafa komið þarna eftir að kerfið hefur verið nýbúið að fara í gang þannig að það er ekki búið að ýta á takkann til að endursetja. Og þeir dæma allt brunavarnakerfið ónýtt, sem segir mér að þeir eru varla hæfir starfi sínu til úttekta, þessir einstaklingar hjá slökkviliðinu.“ Arnar Gunnar segist afar ósáttur við skýrsluna sem láti líti út fyrir að hann hafi ásetning til þess að búa til „dauðagildru út í bæ“. Sviðsstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 að búist sé við frekari lokunum á atvinnuhúsnæði sem notað er til búsetu, eftir skurk í málaflokknum í fyrra. Frétt Stöðvar 2: „Ég hef fengið staðfestingu á því að kerfið hafi verið fullkomlega virkt síðustu tvö ár. Að ljúga að því að kerfið virki ekki er bara mjög alvarlegur hlutur,“ segir Arnar Gunnar. Í skýrslu slökkviliðs segir að reykskynjarar hafi verið huldir með hönskum og límbandi. „Þessi reykskynjari er staðsettur í reykingarherberginu,“ segir Arnar Gunnar. „Það er ekki séns að hylja hann ekki, því þá væri kerfið alltaf í gangi. Það er ekki hægt að taka hann úr sambandi þar sem kerfið er raftengt og býður ekki upp á að einn skynjari sé tekinn úr sambandi. Öryggismiðstöðin segir að eina leiðin sé að hylja þegar aðstæður eru svona.“ Öll atriði haldlaus Húsnæðið að Vatnagörðum 18 er ekki í samræmi við samþykktar teikningar og teikningin í gildi er frá árinu 1991. Húsnæði hefur verið mikið breytt síðan. „Starfsemi og notkun er ekki í samræmi við það sem húsnæði var hannað og byggt fyrir. Engin hönnun virðist liggja fyrir þeim breytingum sem gerðar hafa verið,“ segir meðal annars í skoðunarskýrslu slökkviliðsins. „Ég tek við húsnæðinu í fyrra. Við sóttum um að þessu húsnæði yrði breytt úr skirfstofuhúsnæði í íbúahúsnæði, en þar sem fasteignagjöld á íbúahúsnæði eru mun ódýrari en á atvinnuhúsnæði, þá neitar borgin því og ber fyrir sig að þetta sé á svæði þar sem ekki sé hægt að breyta skrásetningu yfir í íbúahúsnæði. Þeir voru ekkert að setja út á að fólk myndi búa þarna ef eldvarnir væru í lagi.“ Annað atriði sem nefnt er í skýrslunni er að mikil íkveikjuhætta sögð stafa af ruslasöfnum og öðrum munum. Úr skoðunarskýrslu Slökkviliðs. Mikil íkveikjuhætta sögð stafa af ruslasöfnun og öðrum munum. „Ég vísa því líka bara til föðurhúsanna. Það er farið með ruslið þarna þrisvar í viku. Þeir koma þarna þegar ruslapokarnir standa þarna en það er alltaf bara tímabundið,“ segir Arnar Gunnar. Þannig þú vilt meina að öll atriði sem eru nefnd í skýrslunni séu haldlaus? „Algjörlega. Fáranlegt að svona stofnun fari að rjúka með svona pappíra í fjölmiðla án þess að bera það undir mig,“ segir Arnar Gunnar að lokum.
Reykjavík Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?