Alþingi ræðir ályktun um hungursneyðina í Úkraínu sem hópmorð Heimir Már Pétursson skrifar 22. febrúar 2023 11:43 Eitt af fjölmörgum minnismerkjum í Kænugarði höfuðborg Úkraínu um fórnarlömb hungursneyðar Stalins í landinu á árunum 1932-1933. Getty/Andre Luis Alves Þingmenn allra flokka eru á þingsályktunartillögu sem rædd verður á Alþingi í dag um að hungursneyðin í Úkraínu í upphafi fjórða áratugar síðustu aldar hafi verið hópmorð. Milljónir manna í Úkraínu og Moldóvu létust úr hungri vegna aðgerða Jósefs Stalíns þáverandi einræðisherra Sovétríkjanna. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrst flutningsmaður þingsályktunartillögunnar um að lýsa því yfir að hálfu Alþingis að hungursneyðin, eða Holodomor eins og Úkraínumenn kalla hana, hafi verið hópmorð. Í greinargerð með tillögunni segir að með samþykkt hennar myndu þingmenn bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að Holodomor hafi verið hópmorð, en fjölmörg ríki hafi nú þegar brugðist við ákallinu. Diljá Mist segir mjög breiða samstöðu um það á Alþingi að þessi tillaga fengi afgreiðslu þingsins í þessari viku. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu þingmanna allra flokka á Alþingi sem rædd verður í dag.Vísir/Vilhelm „Í þessari viku er liðið eitt ár frá innrás Rússlands í Úkraínu. Innrásin er auðvitað alveg sérstakt tilefni til að samþykkja þetta mál. Við erum þarna að bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að hungsneyðin hafi verið hópmorð,“ segir Diljá Mist. Hröð iðnvæðing Sovétríkjanna og áætlanabúskapur undir stjórn einræðisherrans Jósefs Stalíns var látin bitna hart á Úkraínu og Moldóvu sem þá var hluti af sovétlýðveldinu Úkraínu til að berja niður sjálfstæðistilburði Úkraínumanna. Talið er að á bilinu þrjár til tíu milljónir manna hafi dáið úr hungri. „Rússar hafa alla tíð neitað því að þetta hafi verið hópmorð eða þjóðarmorð. Þetta er eins og margt annað á því tímabili,“ segir þingmaðurinn. Fólk skoðar muni í Þjóðminjasafninu um hungursneyðina í Kænugarði.Getty/Andre Luis Alves Á föstudag verður eitt ár liðið frá því tæplega tvöhundruð þúsund manna her Rússa hóf innrás í Úkraínu úr norðri, austri og suðri með það að markmiði að innlima landið í Rússneska sambandslýðveldið og steypa lýðræðislega kjörinni stjórn landsins. Diljá Mist segir að því miður séu viss líkindi með hinni skipulegu hungursneyð á árunum 1932 til 1933 og innrásinni. „Meðal þess sem hungursneyðin gekk út á var að kúga Úkraínumenn til hlýðni og eyða þjóðarvitund þeirra. Þannig að okkur finnst mjög mikilvægt að senda skýr skilaboð og minna á þessa atburði í von um að þeir endurtaki sig ekki,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Alþingi Sovétríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37 Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur í óvænta heimsókn til úkraínsku höfuðborgarinnar Kænugarðs. Hann fundaði með Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseta í morgun. 20. febrúar 2023 10:26 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrst flutningsmaður þingsályktunartillögunnar um að lýsa því yfir að hálfu Alþingis að hungursneyðin, eða Holodomor eins og Úkraínumenn kalla hana, hafi verið hópmorð. Í greinargerð með tillögunni segir að með samþykkt hennar myndu þingmenn bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að Holodomor hafi verið hópmorð, en fjölmörg ríki hafi nú þegar brugðist við ákallinu. Diljá Mist segir mjög breiða samstöðu um það á Alþingi að þessi tillaga fengi afgreiðslu þingsins í þessari viku. Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu þingmanna allra flokka á Alþingi sem rædd verður í dag.Vísir/Vilhelm „Í þessari viku er liðið eitt ár frá innrás Rússlands í Úkraínu. Innrásin er auðvitað alveg sérstakt tilefni til að samþykkja þetta mál. Við erum þarna að bregðast við ákalli Úkraínu um að ríki heimsins lýsi því yfir að hungsneyðin hafi verið hópmorð,“ segir Diljá Mist. Hröð iðnvæðing Sovétríkjanna og áætlanabúskapur undir stjórn einræðisherrans Jósefs Stalíns var látin bitna hart á Úkraínu og Moldóvu sem þá var hluti af sovétlýðveldinu Úkraínu til að berja niður sjálfstæðistilburði Úkraínumanna. Talið er að á bilinu þrjár til tíu milljónir manna hafi dáið úr hungri. „Rússar hafa alla tíð neitað því að þetta hafi verið hópmorð eða þjóðarmorð. Þetta er eins og margt annað á því tímabili,“ segir þingmaðurinn. Fólk skoðar muni í Þjóðminjasafninu um hungursneyðina í Kænugarði.Getty/Andre Luis Alves Á föstudag verður eitt ár liðið frá því tæplega tvöhundruð þúsund manna her Rússa hóf innrás í Úkraínu úr norðri, austri og suðri með það að markmiði að innlima landið í Rússneska sambandslýðveldið og steypa lýðræðislega kjörinni stjórn landsins. Diljá Mist segir að því miður séu viss líkindi með hinni skipulegu hungursneyð á árunum 1932 til 1933 og innrásinni. „Meðal þess sem hungursneyðin gekk út á var að kúga Úkraínumenn til hlýðni og eyða þjóðarvitund þeirra. Þannig að okkur finnst mjög mikilvægt að senda skýr skilaboð og minna á þessa atburði í von um að þeir endurtaki sig ekki,“ sagði Diljá Mist Einarsdóttir.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Alþingi Sovétríkin Utanríkismál Tengdar fréttir Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37 Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00 „Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04 Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur í óvænta heimsókn til úkraínsku höfuðborgarinnar Kænugarðs. Hann fundaði með Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseta í morgun. 20. febrúar 2023 10:26 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Sex látin í árásum Rússa í Kherson Sex létust og sextán særðust eftir stórskotaliðsárás sveita rússneska hersins á borgina Kherson í gærkvöldi og í nótt. 22. febrúar 2023 06:37
Putin segir Rússland fórnarlamb innrásar Vesturlanda Rússlandsforseti lýsir Rússlandi sem algjöru fórnarlambi stríðins í Úkraínu, þar sem íbúar væru gíslar stjórnar nýnasista og Vesturlanda sem hefðu byrjað stríðið í þeim tilgangi að eyða Rússlandi. Forseti Bandaríkjanna segir Vesturlönd hins vegar standa einhuga gegn einræðisöflum og þau muni styðja Úkraínu allt til sigurs. 21. febrúar 2023 20:00
„Rússar munu aldrei bera sigur úr býtum“ Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu, reyndi það ekki eingöngu á Úkraínumenn. Það reyndi á allan heiminn. Þetta sagði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, í ræðu sem hann hélt í Póllandi í dag en þar sagði hann Vesturlönd standa sameinuð gegn innrás Rússa í Úkraínu. 21. febrúar 2023 17:04
Biden í óvæntri heimsókn til Kænugarðs Joe Biden Bandaríkjaforseti er mættur í óvænta heimsókn til úkraínsku höfuðborgarinnar Kænugarðs. Hann fundaði með Vólódýmír Selenskí Úkraínuforseta í morgun. 20. febrúar 2023 10:26