Stórhættulegt og beinlínis ólöglegt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. febrúar 2023 18:37 Þórður Guðjónsson er framkvæmdastjóri Skeljungs. Vísir/Vilhelm Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Skeljungs segist hafa séð fleiri dæmi um að fólk dæli þúsundum lítra af eldsneyti á opna plasttanka. Hann biður fólk að hætta því hið snarasta enda athæfið bæði stórhættulegt og beinlínis ólöglegt. Myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í vikunni sem sýndi vörubílstjóra sem hafði dælt þúsundum lítra af eldsneyti á plasttanka. Myndbandinu hefur nú verið eytt en mbl.is greinir frá því að um hafi verið að ræða tólf þúsund lítra af eldsneyti, að andvirði tæpra fjögurra milljóna króna. Þórður segir málið ekki einsdæmi. „Við getum ekkert gert í þessu í raun og veru. Við erum ekki lögaðili í landinu. Í raun og veru er það eina sem við getum gert er að benda fólki á að þetta sé ólöglegt og biðja það að gera það ekki. Lögreglan er búin að sjá þessi vídeó eins og við og það er þá bara í þeirra höndum að bregðast við.“ Sex til átta þúsund lítrar á opnum palli Þórður segir að ólöglegt sé að keyra með meira en 900 lítra af eldsneyti, jafnvel minna, en það fari eftir tegundum eldsneytisins. Sé farið yfir hámarkið þurfi sérhæfðan búnað og tilskilin leyfi til flutningsins. Hann kveðst hafa fengið myndbönd send þar sem vörubílstjórar keyri jafnvel með sex til átta þúsund lítra af eldsneyti á opnum palli. „Þetta er svakalegt og það er greinilegt að fólk er ekki að átta sig á hættunni á því að flytja eldsneyti. Og er það miður.“ „Nóg af eldsneyti þarna úti“ Hann segir að takmörk séu fyrir fjárhæðunum sem hægt sé að setja á debet og kreditkort í sjálfsafgreiðslu. Menn geti hins vegar alveg straujað kortið aftur og aftur, standi vilji til. „Ég hvet fólk til þess að vera ekki að gera þetta; setja eldsneyti á einhver ílát og tanka og tól sem það er ekki vant að gera. Dísilolía er hættuleg, bensín er enn hættulegra þannig að ég biðla til fólks að vera ekki að gera þetta. Það er nóg af eldsneyti þarna úti, þetta er ekki þess virði,“ segir Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Skeljungs. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Bensín og olía Tengdar fréttir „Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. 23. febrúar 2023 23:01 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Myndband fór í dreifingu á samfélagsmiðlum í vikunni sem sýndi vörubílstjóra sem hafði dælt þúsundum lítra af eldsneyti á plasttanka. Myndbandinu hefur nú verið eytt en mbl.is greinir frá því að um hafi verið að ræða tólf þúsund lítra af eldsneyti, að andvirði tæpra fjögurra milljóna króna. Þórður segir málið ekki einsdæmi. „Við getum ekkert gert í þessu í raun og veru. Við erum ekki lögaðili í landinu. Í raun og veru er það eina sem við getum gert er að benda fólki á að þetta sé ólöglegt og biðja það að gera það ekki. Lögreglan er búin að sjá þessi vídeó eins og við og það er þá bara í þeirra höndum að bregðast við.“ Sex til átta þúsund lítrar á opnum palli Þórður segir að ólöglegt sé að keyra með meira en 900 lítra af eldsneyti, jafnvel minna, en það fari eftir tegundum eldsneytisins. Sé farið yfir hámarkið þurfi sérhæfðan búnað og tilskilin leyfi til flutningsins. Hann kveðst hafa fengið myndbönd send þar sem vörubílstjórar keyri jafnvel með sex til átta þúsund lítra af eldsneyti á opnum palli. „Þetta er svakalegt og það er greinilegt að fólk er ekki að átta sig á hættunni á því að flytja eldsneyti. Og er það miður.“ „Nóg af eldsneyti þarna úti“ Hann segir að takmörk séu fyrir fjárhæðunum sem hægt sé að setja á debet og kreditkort í sjálfsafgreiðslu. Menn geti hins vegar alveg straujað kortið aftur og aftur, standi vilji til. „Ég hvet fólk til þess að vera ekki að gera þetta; setja eldsneyti á einhver ílát og tanka og tól sem það er ekki vant að gera. Dísilolía er hættuleg, bensín er enn hættulegra þannig að ég biðla til fólks að vera ekki að gera þetta. Það er nóg af eldsneyti þarna úti, þetta er ekki þess virði,“ segir Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri Skeljungs.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Bensín og olía Tengdar fréttir „Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. 23. febrúar 2023 23:01 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
„Þori ekki að ímynda mér hvernig ástandið verður eftir helgi” Bensínbirgðir tæmast hratt og forsvarsmenn helstu stöðva sjá fram á að birgðir af díselolíu verði senn á þrotum. Framkvæmdastjóri N1 segir að stöðvarnar munu loka hver á fætur annarri á næstu dögum og hefur áhyggjur af ástandinu sem kann að skapast eftir helgi. 23. febrúar 2023 23:01