Skilaboð Blinkens til Lavrovs voru einföld og skýr Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2023 18:57 Sergey Lavrov og Antony Blinken áttu örstuttan tvíhliða fund á Indlandi í dag þar sem Blinken ítrekaði að Bandaríkin muni styðja Úkraínu í vörnum þeirra gegn grimmilegri innrás Rússa allt til enda. AP/Manish Swarup Skuggi innrásar Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni á fundi utanríkisráðherra 20 helstu iðnríkja heims á Indlandi í dag. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna skoraði á Rússa að láta af hernaði sínum og utanríkisráðherra Rússlands sagði aldrei hafa staðið á Rússum að semja við Bandaríkin um örlög Úkraínu. Utanríkisráðherrar 20 helstu iðnríkja heims funduðu í Nýju Delí á Indlandi í dag þar sem innrás Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu óvænt einir í um tíu mínútur, sem var þeirra fyrsti fundur frá innrás Rússa í febrúar í fyrra. Skilaboðin Blinkens til Rússa voru einföld og skýr. Mikilvæg málefni eins og glíman við loftslagsbreytingarnar féllu í skuggan fyrir innrás Rússa í úkraínu á G20 fundinum í dag.AP/Olivier Douliery „Stöðvið þetta árásarstríð og gefið ykkur í raunverulegan erindrekstur sem getur leitt til sanngjarns og varanlegs friðar," voru einföld skilaboð Blinken til Lavrovs. Forseti Úkraínu hefði lagt fram tíu punkta áætlun um hvernig mætti koma á friði. Bandaríkin styddu Úkraínu á þeirri braut og varnir þeirra gegn innrásinni. „Putin forseti hefur ekki sýnt nokkurn áhuga á friðarviðræðum við Úkraínu. Hefur sagt að það væri ekkert um að tala við Úkraínu fyrr en Úkraína - og ég hef beint eftir honum 'hefur sætt sig við raunveruleika nýrra yfirráðasvæða' á sama tíma og hann hefur haldið áfram villimensku sinni í Úkraínu," sagði Blinken á fréttamannafundi. Sergey Lavrov hélt hins vegar áfram þeim málflutingi Putins að ekki þyrfti að semja við Úkraínu heldur Bandaríkin um örlög Úkraínu. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir Rússa hafa margítrekað vilja sinn til að semja við Bandaríkin um málefni Úkraínu.AP/utanríkisþjónusta Rússlands „Við öfum marg sinnis lýst því yfir opinberlega að við höfum aldrei hafnað alvarlegum tillögum sem byggja á einlægri þrá um að komast að pólitískri ákvörðun,“ sagði Lavrov. Hann ræki ekki minni til þess að Bandaríkin og bandamenn þeirra hefðu hvatt Úkraínumenn til friðarviðræðna. „Sennilega, og þar liggur sannleikurinn, vegna þess að þrýst er á Úkraínu að halda stríðinu áfram,“ sagði Lavrov." Þannig héldu Vesturlönd áfram nýlendustefnu sinni. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47 Óvæntur hliðarfundur á hitafundi Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust stuttlega á óvæntum hliðarfundi á samkomu G20-ríkjanna á Indlandi í dag. 2. mars 2023 14:05 G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Utanríkisráðherrar 20 helstu iðnríkja heims funduðu í Nýju Delí á Indlandi í dag þar sem innrás Rússa í Úkraínu skyggði á öll önnur málefni. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands og Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna funduðu óvænt einir í um tíu mínútur, sem var þeirra fyrsti fundur frá innrás Rússa í febrúar í fyrra. Skilaboðin Blinkens til Rússa voru einföld og skýr. Mikilvæg málefni eins og glíman við loftslagsbreytingarnar féllu í skuggan fyrir innrás Rússa í úkraínu á G20 fundinum í dag.AP/Olivier Douliery „Stöðvið þetta árásarstríð og gefið ykkur í raunverulegan erindrekstur sem getur leitt til sanngjarns og varanlegs friðar," voru einföld skilaboð Blinken til Lavrovs. Forseti Úkraínu hefði lagt fram tíu punkta áætlun um hvernig mætti koma á friði. Bandaríkin styddu Úkraínu á þeirri braut og varnir þeirra gegn innrásinni. „Putin forseti hefur ekki sýnt nokkurn áhuga á friðarviðræðum við Úkraínu. Hefur sagt að það væri ekkert um að tala við Úkraínu fyrr en Úkraína - og ég hef beint eftir honum 'hefur sætt sig við raunveruleika nýrra yfirráðasvæða' á sama tíma og hann hefur haldið áfram villimensku sinni í Úkraínu," sagði Blinken á fréttamannafundi. Sergey Lavrov hélt hins vegar áfram þeim málflutingi Putins að ekki þyrfti að semja við Úkraínu heldur Bandaríkin um örlög Úkraínu. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands segir Rússa hafa margítrekað vilja sinn til að semja við Bandaríkin um málefni Úkraínu.AP/utanríkisþjónusta Rússlands „Við öfum marg sinnis lýst því yfir opinberlega að við höfum aldrei hafnað alvarlegum tillögum sem byggja á einlægri þrá um að komast að pólitískri ákvörðun,“ sagði Lavrov. Hann ræki ekki minni til þess að Bandaríkin og bandamenn þeirra hefðu hvatt Úkraínumenn til friðarviðræðna. „Sennilega, og þar liggur sannleikurinn, vegna þess að þrýst er á Úkraínu að halda stríðinu áfram,“ sagði Lavrov." Þannig héldu Vesturlönd áfram nýlendustefnu sinni.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Rússland Úkraína Tengdar fréttir Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47 Óvæntur hliðarfundur á hitafundi Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust stuttlega á óvæntum hliðarfundi á samkomu G20-ríkjanna á Indlandi í dag. 2. mars 2023 14:05 G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sjá meira
Rússneskir öfgamenn réðust á þorp í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi segja hóp skemmdarverkamanna frá Úkraínu hafa gert árásir á þorp í Bryanskhéraði í Rússlandi. Hópur fjar-hægri Rússa sem er andvígur Vladimír Pútín, forseta Rússlands, hefur lýst yfir ábyrgð á atvikinu, sem Pútín hefur lýst sem hryðjuverki. 2. mars 2023 14:47
Óvæntur hliðarfundur á hitafundi Utanríkisráðherrar Bandaríkjanna og Rússlands hittust stuttlega á óvæntum hliðarfundi á samkomu G20-ríkjanna á Indlandi í dag. 2. mars 2023 14:05
G20 ríkin funda á Indlandi Utanríkisráðherrar G20 ríkjanna koma saman í Nýju Delí á Indlandi í dag. 2. mars 2023 07:36