Öðrum banka lokað en innistæður að fullu tryggðar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. mars 2023 08:49 Útibú Signature Bankans í New York. Lokman Vural Elibol/Anadolu Agency via Getty Images Etirlitsaðilar í New York ríki Bandaríkjanna hafa tekið yfir bankann Signature Bank, sem kominn var í sambærileg vandræði og SVB-bankinn sem lokað var fyrir helgi. Innistæður allra innistæðueiganda verða að fullu tryggðar svo tryggja megi trú á bandaríska bankakerfið. Bankarnir voru umsvifamiklir á rafmyntamarkaði. Þetta var niðurstaða fundarhalda helgarinnar hjá yfirvöldum og eftirlitsaðilum í Bandaríkjunum, þar sem rætt var um hvernig ætti að bregðast við falli Silicon Valley bankans á föstudaginn. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna Innistæðutrygging í Bandaríkjunum tryggir alla jafna innistæður upp á allt að 250 þúsund dollara. Í sameiginlegri tilkynningu frá bandaríska Fjármálaráðuneytinu, bandaríska Seðlabankanum og Innistæðutryggingum Bandaríkjanna sem birt seint í gærkvöldi, segir að eftir að hafa ráðfært sig við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hafi verið ákveðið allar innistæður innistæðueiganda í Silicon Valley bankanum verði að fullu tryggðar. Innistæðueigendur þeirra geti nálgast þær í dag. Tveir bankar hafa nú fallið í Bandaríkjunum með stuttu millibiliJaap Arriens/NurPhoto via Getty Images Í sömu tilkynningu var einnig greint frá því að yfirvöld í New York ríki hefðu tekið yfir Signature-bankann, af sömu ástæðu og tekið var yfir Silicon Valley-bankann. Sömu innistæðutryggingar munu gilda um báða bankana. Viðskiptavinir Signature-bankans geyma um 88 milljarða dollara í bankanum, um tólf þúsund milljarða íslenskra króna. Bankarnir tveir eiga það sameiginlegt að hafa verið umsvifamiklir í þjónustu við fyrirtæki og fjármálastofnanir sem sýsla með rafmyntir. HSBC kaupir breskt útibú SVB á eitt pund Þá mun Seðlabankinn bjóða upp á lánalínur til annarra fjármálastofnana í Bandaríkjunum sem kunni að vera í vandræðum. Í frétt Reuters segir að um neyðaraðgerð sé að ræða sem ætluð sé að treysta trú almennings í Bandaríkjunum á bankakerfinu þar í landi og koma í veg fyrir frekari vandræði í fjármálakerfinu. Þá var tilkynnt í morgun að breski bankinn HSBC muni kaupa breska útibú Silicon Valley bankans á eitt pund, tæplega tvö hundruð krónur. Þar með tekur breski bankinn yfir allar skuldbindingar útibúsins. Er vísað í að þetta sé gert til þess að tryggja framtíð tæknigeirans í Bretlandi, sem hefur átt í miklum viðskiptum við Silicon Valley bankann. Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Stærsti bankinn til að fara á hausinn síðan árið 2008 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa tekið yfir allar eigur Silicon Valley-bankans (SVB) en bankinn er sá sextándi stærsti í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna. 10. mars 2023 20:45 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þetta var niðurstaða fundarhalda helgarinnar hjá yfirvöldum og eftirlitsaðilum í Bandaríkjunum, þar sem rætt var um hvernig ætti að bregðast við falli Silicon Valley bankans á föstudaginn. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna Innistæðutrygging í Bandaríkjunum tryggir alla jafna innistæður upp á allt að 250 þúsund dollara. Í sameiginlegri tilkynningu frá bandaríska Fjármálaráðuneytinu, bandaríska Seðlabankanum og Innistæðutryggingum Bandaríkjanna sem birt seint í gærkvöldi, segir að eftir að hafa ráðfært sig við Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, hafi verið ákveðið allar innistæður innistæðueiganda í Silicon Valley bankanum verði að fullu tryggðar. Innistæðueigendur þeirra geti nálgast þær í dag. Tveir bankar hafa nú fallið í Bandaríkjunum með stuttu millibiliJaap Arriens/NurPhoto via Getty Images Í sömu tilkynningu var einnig greint frá því að yfirvöld í New York ríki hefðu tekið yfir Signature-bankann, af sömu ástæðu og tekið var yfir Silicon Valley-bankann. Sömu innistæðutryggingar munu gilda um báða bankana. Viðskiptavinir Signature-bankans geyma um 88 milljarða dollara í bankanum, um tólf þúsund milljarða íslenskra króna. Bankarnir tveir eiga það sameiginlegt að hafa verið umsvifamiklir í þjónustu við fyrirtæki og fjármálastofnanir sem sýsla með rafmyntir. HSBC kaupir breskt útibú SVB á eitt pund Þá mun Seðlabankinn bjóða upp á lánalínur til annarra fjármálastofnana í Bandaríkjunum sem kunni að vera í vandræðum. Í frétt Reuters segir að um neyðaraðgerð sé að ræða sem ætluð sé að treysta trú almennings í Bandaríkjunum á bankakerfinu þar í landi og koma í veg fyrir frekari vandræði í fjármálakerfinu. Þá var tilkynnt í morgun að breski bankinn HSBC muni kaupa breska útibú Silicon Valley bankans á eitt pund, tæplega tvö hundruð krónur. Þar með tekur breski bankinn yfir allar skuldbindingar útibúsins. Er vísað í að þetta sé gert til þess að tryggja framtíð tæknigeirans í Bretlandi, sem hefur átt í miklum viðskiptum við Silicon Valley bankann.
Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Stærsti bankinn til að fara á hausinn síðan árið 2008 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa tekið yfir allar eigur Silicon Valley-bankans (SVB) en bankinn er sá sextándi stærsti í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna. 10. mars 2023 20:45 Mest lesið Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Stærsti bankinn til að fara á hausinn síðan árið 2008 Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa tekið yfir allar eigur Silicon Valley-bankans (SVB) en bankinn er sá sextándi stærsti í Bandaríkjunum. Viðskiptavinir bankans geyma um það bil 175 milljarða Bandaríkjadala þar, 24 þúsund milljarða íslenskra króna. 10. mars 2023 20:45
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent