Rykið dustað af gömlum frösum Natan Kolbeinsson skrifar 14. mars 2023 09:01 Þann 13. mars skrifaði 6. þingmaður Reykavíkurkjördæmis norður pistil þar sem hún þakkaði mér fyrir að dusta rykið af gömlum ESB greinum frá henni. Staðreyndin er samt sú að þrátt fyrir að andstæðingar aðildar hér á Íslandi halda ennþá fast í gamla orðræðu og gömul rök þá hefur Evrópusambandið gengið í gegnum miklar breytingar frá því aðildarviðræður fóru síðast fram. Í grein sinni fer þingmaðurinn um víðan völl og skrifar meðal annars um að engin þörf sé á að ræða þjóðaratkvæði um aðildarviðræður þar sem við kusum til Alþingis fyrir minna en tveimur árum. Lýðræðið innan ESB Evrópusambandið er langt um lýðræðislegasta alþjóðasamstarf mannkynssögunnar enda er þar þing kosið í almennum kosningum, framkvæmdastjórn sem starfar í umboði þingsins og ráðherraráð myndað af lýðræðislega kjörnum fulltrúum allra aðildarríkja. Það er rétt sem þingmaðurinn segir að innan ráðherraráðsins þurfa margir málaflokkar ekki einróma samþykki og þar ræður íbúafjöldi vissulega hvernig kosningar fara. Í sjávarútvegs og orkumálum, sem hún nefnir sérstaklega, þarf aukinn meirihluta fyrir samþykki. Sá meirihluti þarf að koma frá 55% aðildarríkja með 65% íbúa á bak við sig. Ótti hennar við það að lítil hópur stórra ríkja ráði þarna öllu er því algjörlega óþarfur. Evrópuþingið sem kosið er í almennum kosningum myndi tryggja okkur 6 þingmenn á þinginu. Það gerir 1 þingmann fyrir hverja 42.431 kjósenda á Íslandi en til samanburðar er Þýskaland með einn þingmann fyrir hverja 637.303 kjósendur svo við Íslendingar verðum með þingmannafjölda lang umfram íbúafjölda. Þar að auki mun Ísland fá eitt sæti í framkvæmdastjórn ESB sem er sami fjöldi og öll önnur aðildarríki fá. Ísland mun því hafa fulltrúa á öllum stigum og gott betur en það. Lítil ríki hafa líka fengið stór og valdamikil embætti innan sambandsins. Þar má til að mynda nefna forseta Evrópuþingsins, Roberta Metsola, sem kemur frá Möltu sem er í dag minnsta aðildarríki ESB. Varðandi losunarheimildir sem ég nefndi í fyrri grein minni sagði þingmaðurinn að hagsmunagæsla Íslands sé mikilvæg innan EES. Það er alveg rétt en þá hlýtur þingmaðurinn að vera sammála mér varðandi það að íslenska ríkið hefur brugðist í hagsmungæslu sinni með því að ná ekki að tryggja undanþágu Íslands frá losunarheimildum. Möltu tókst árið 2022 að fá undanþágur frá sumum þessara losunarheimilda svo þar sjáum við skýrt dæmi um það hvernig aðild er besta verkfærið í hagsmunagæslu ríkja. Við ákvörðunarborðið mun Ísland eiga sæti og vera með vægi langt umfram stærð. Við myndum ekki lengur standa frammi á gangi á meðan ákvarðanir um okkar hagsmuni eru teknar. Það þarf því enginn að óttast samstarfssamning ríkisstjórnar Þýskalands, líkt og þingmaðurinn minntist á. Þótt Þýskaland sé stórt þá ræður það ekki eitt síns liðs hvert sambandið stefnir. Þing og þjóð Fyrir einu og hálfu ári gegnum við til kosninga. Kosningar sem snerust um covid-aðgerðir, skuldasöfnun ríkissjóðs í landi tækifæranna, að það skiptir máli hverjir stjórna og nokkra fleiri hluti. Málefni sem var lítið sem ekkert rætt var möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ég er sammála háttvirtum þingmanni að Evrópumálin eru mikilvæg en þau eru ekki það eina sem ræður atkvæðum kjósenda. Að nota þingkosningar sem mælikvarða fyrir því hvort Ísland vilji í ESB eða ekki er ofureinföldun á myndinni. Evrópusinnar óttast ekki umræðuna sagði ég í grein minni í síðustu viku og Evrópusinnar óttast ekki heldur að þjóðin fái að kjósa. Eina leiðin til að komast að því hvort hagsmunum okkar sé best borgið utan sambandsins eða innan er að þjóðin fái kjósa um aðildarviðræður. Ef þjóðin vill leyfa okkur að klára viðræðurnar þá getum við komist að því hvað okkur stendur nákvæmlega til boða. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Natan Kolbeinsson Evrópusambandið Reykjavík Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þann 13. mars skrifaði 6. þingmaður Reykavíkurkjördæmis norður pistil þar sem hún þakkaði mér fyrir að dusta rykið af gömlum ESB greinum frá henni. Staðreyndin er samt sú að þrátt fyrir að andstæðingar aðildar hér á Íslandi halda ennþá fast í gamla orðræðu og gömul rök þá hefur Evrópusambandið gengið í gegnum miklar breytingar frá því aðildarviðræður fóru síðast fram. Í grein sinni fer þingmaðurinn um víðan völl og skrifar meðal annars um að engin þörf sé á að ræða þjóðaratkvæði um aðildarviðræður þar sem við kusum til Alþingis fyrir minna en tveimur árum. Lýðræðið innan ESB Evrópusambandið er langt um lýðræðislegasta alþjóðasamstarf mannkynssögunnar enda er þar þing kosið í almennum kosningum, framkvæmdastjórn sem starfar í umboði þingsins og ráðherraráð myndað af lýðræðislega kjörnum fulltrúum allra aðildarríkja. Það er rétt sem þingmaðurinn segir að innan ráðherraráðsins þurfa margir málaflokkar ekki einróma samþykki og þar ræður íbúafjöldi vissulega hvernig kosningar fara. Í sjávarútvegs og orkumálum, sem hún nefnir sérstaklega, þarf aukinn meirihluta fyrir samþykki. Sá meirihluti þarf að koma frá 55% aðildarríkja með 65% íbúa á bak við sig. Ótti hennar við það að lítil hópur stórra ríkja ráði þarna öllu er því algjörlega óþarfur. Evrópuþingið sem kosið er í almennum kosningum myndi tryggja okkur 6 þingmenn á þinginu. Það gerir 1 þingmann fyrir hverja 42.431 kjósenda á Íslandi en til samanburðar er Þýskaland með einn þingmann fyrir hverja 637.303 kjósendur svo við Íslendingar verðum með þingmannafjölda lang umfram íbúafjölda. Þar að auki mun Ísland fá eitt sæti í framkvæmdastjórn ESB sem er sami fjöldi og öll önnur aðildarríki fá. Ísland mun því hafa fulltrúa á öllum stigum og gott betur en það. Lítil ríki hafa líka fengið stór og valdamikil embætti innan sambandsins. Þar má til að mynda nefna forseta Evrópuþingsins, Roberta Metsola, sem kemur frá Möltu sem er í dag minnsta aðildarríki ESB. Varðandi losunarheimildir sem ég nefndi í fyrri grein minni sagði þingmaðurinn að hagsmunagæsla Íslands sé mikilvæg innan EES. Það er alveg rétt en þá hlýtur þingmaðurinn að vera sammála mér varðandi það að íslenska ríkið hefur brugðist í hagsmungæslu sinni með því að ná ekki að tryggja undanþágu Íslands frá losunarheimildum. Möltu tókst árið 2022 að fá undanþágur frá sumum þessara losunarheimilda svo þar sjáum við skýrt dæmi um það hvernig aðild er besta verkfærið í hagsmunagæslu ríkja. Við ákvörðunarborðið mun Ísland eiga sæti og vera með vægi langt umfram stærð. Við myndum ekki lengur standa frammi á gangi á meðan ákvarðanir um okkar hagsmuni eru teknar. Það þarf því enginn að óttast samstarfssamning ríkisstjórnar Þýskalands, líkt og þingmaðurinn minntist á. Þótt Þýskaland sé stórt þá ræður það ekki eitt síns liðs hvert sambandið stefnir. Þing og þjóð Fyrir einu og hálfu ári gegnum við til kosninga. Kosningar sem snerust um covid-aðgerðir, skuldasöfnun ríkissjóðs í landi tækifæranna, að það skiptir máli hverjir stjórna og nokkra fleiri hluti. Málefni sem var lítið sem ekkert rætt var möguleg aðild Íslands að Evrópusambandinu. Ég er sammála háttvirtum þingmanni að Evrópumálin eru mikilvæg en þau eru ekki það eina sem ræður atkvæðum kjósenda. Að nota þingkosningar sem mælikvarða fyrir því hvort Ísland vilji í ESB eða ekki er ofureinföldun á myndinni. Evrópusinnar óttast ekki umræðuna sagði ég í grein minni í síðustu viku og Evrópusinnar óttast ekki heldur að þjóðin fái að kjósa. Eina leiðin til að komast að því hvort hagsmunum okkar sé best borgið utan sambandsins eða innan er að þjóðin fái kjósa um aðildarviðræður. Ef þjóðin vill leyfa okkur að klára viðræðurnar þá getum við komist að því hvað okkur stendur nákvæmlega til boða. Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík.
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Samúel Karl Ólason skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar