„Hin fullkomna díva“ aldrei verið frjálsari eftir að hún kom út úr skápnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2023 09:00 Gisele Shaw [til hægri]. Instagram@giseleshaw08 Gisele Shaw, eða „hin fullkomna díva“ eins og hún er kölluð í glímuheiminum, kom út úr skápnum sem trans kona á síðasta ári. Hún hafði haldið því leyndu að hún væri trans á meðan hún vann sig upp innan glímuheimsins. Hin 34 ára gamla Gisele Shaw keppti fyrst í atvinnuglímu í ársbyrjun 2015. Það var þó ekki fyrr en á síðasta ári sem hin sjálfsörugga Shaw, sem ættuð er frá Filippseyjum, ákvað að taka skrefið og stíga út úr skápnum. „Ég var á bar og það gekk stelpa upp að mér. Hún var dónaleg og upp úr þurru spurði hún mig hvort ég væri ekki strákur. Mér brá svo mikið, ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég bara fraus og fór svo heim og grét endalaust. Ég vissi þá að ég þyrfti að gera eitthvað.“ Gisele Shaw is one of the top stars in @IMPACTWRESTLING's Knockouts division. But the journey she's been on outside the ring is as impressive as anything she's accomplished inside it.Please give this a read and share.@BBCSport | @GiseleShaw08 | https://t.co/ws4DGSU9pa— Jack Murley (@jack_murley) March 15, 2023 Þó úrslit í glímukeppnum á borð við heimsmeistarakeppnina í Impact Wrestling Knockouts séu fyrir fram ákveðin þá þarf gríðarlega íþróttamennsku til að keppa í íþróttinni. Shaw mætti Mickie James í úrslitum keppninnar í síðustu viku, þar var hún í fyrsta sinn sem hún sjálf. Þó Shaw hafi ekki hrósað sigri þá sveið tapið ekki. Hún bjóst við að koma út úr skápnum sem trans kona myndi enda feril hennar í glímu, íþrótt sem hún hefur elskað frá barnæsku, svo reyndist ekki. „Ég hélt ég myndi aldrei segja fólki frá þessu. Þessi bransi er brútal og ég vildi ekki gefa þeim ástæðu til að segja „nei“ við mig. Ég vildi sýna hversu góð í glímu ég væri, vildi ekki vera þekkt fyrir að vera trans heldur fyrir hæfileika mína og dugnað.“ View this post on Instagram A post shared by (@giseleshaw08) „Þegar ég ólst upp vildi ég vera fyrirmynd fyrir annað fólk en það er ekki hægt ef ég er ekki trú sjálfri mér. Svo ég tók þá ákvörðun að sagði Impact Wrestling að það væri tími fyrir mig að segja fólki hver ég væri.“ Shaw ákvað að opinbera hver hún væri á Toronto-Pride göngunni í Kanada. „Þetta var risastór ákvörðun, það væri ekki aftur snúið. Síminn minn var rauðglóandi næstu daga en mér var alveg sama. Ég vildi bara njóta frelsisins eftir öll þessi ár í felum. Ég vildi bara vera í núinu.“ „Þær manneskjur sem lifa lífi sínu sannar sjálfum sér gera heiminn að betri stað. Um það snýst þetta allt saman,“ sagði Shaw að endingu. Glíma Málefni trans fólks Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira
Hin 34 ára gamla Gisele Shaw keppti fyrst í atvinnuglímu í ársbyrjun 2015. Það var þó ekki fyrr en á síðasta ári sem hin sjálfsörugga Shaw, sem ættuð er frá Filippseyjum, ákvað að taka skrefið og stíga út úr skápnum. „Ég var á bar og það gekk stelpa upp að mér. Hún var dónaleg og upp úr þurru spurði hún mig hvort ég væri ekki strákur. Mér brá svo mikið, ég vissi ekki hvað ég ætti að gera. Ég bara fraus og fór svo heim og grét endalaust. Ég vissi þá að ég þyrfti að gera eitthvað.“ Gisele Shaw is one of the top stars in @IMPACTWRESTLING's Knockouts division. But the journey she's been on outside the ring is as impressive as anything she's accomplished inside it.Please give this a read and share.@BBCSport | @GiseleShaw08 | https://t.co/ws4DGSU9pa— Jack Murley (@jack_murley) March 15, 2023 Þó úrslit í glímukeppnum á borð við heimsmeistarakeppnina í Impact Wrestling Knockouts séu fyrir fram ákveðin þá þarf gríðarlega íþróttamennsku til að keppa í íþróttinni. Shaw mætti Mickie James í úrslitum keppninnar í síðustu viku, þar var hún í fyrsta sinn sem hún sjálf. Þó Shaw hafi ekki hrósað sigri þá sveið tapið ekki. Hún bjóst við að koma út úr skápnum sem trans kona myndi enda feril hennar í glímu, íþrótt sem hún hefur elskað frá barnæsku, svo reyndist ekki. „Ég hélt ég myndi aldrei segja fólki frá þessu. Þessi bransi er brútal og ég vildi ekki gefa þeim ástæðu til að segja „nei“ við mig. Ég vildi sýna hversu góð í glímu ég væri, vildi ekki vera þekkt fyrir að vera trans heldur fyrir hæfileika mína og dugnað.“ View this post on Instagram A post shared by (@giseleshaw08) „Þegar ég ólst upp vildi ég vera fyrirmynd fyrir annað fólk en það er ekki hægt ef ég er ekki trú sjálfri mér. Svo ég tók þá ákvörðun að sagði Impact Wrestling að það væri tími fyrir mig að segja fólki hver ég væri.“ Shaw ákvað að opinbera hver hún væri á Toronto-Pride göngunni í Kanada. „Þetta var risastór ákvörðun, það væri ekki aftur snúið. Síminn minn var rauðglóandi næstu daga en mér var alveg sama. Ég vildi bara njóta frelsisins eftir öll þessi ár í felum. Ég vildi bara vera í núinu.“ „Þær manneskjur sem lifa lífi sínu sannar sjálfum sér gera heiminn að betri stað. Um það snýst þetta allt saman,“ sagði Shaw að endingu.
Glíma Málefni trans fólks Mest lesið „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Bein útsending: Dagur þrjú á heimsleikunum í CrossFit 2025 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Sjá meira